Elísabet, Arndís, Hulda Sigrún og Sumarliði hrepptu Íslensku bókmenntaverðlaunin Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2021 20:28 Frá verðlaunaafhendingunni á Bessastöðum í kvöld. Arndís Þórarinsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir og Sumarliði R. Ísleifsson munda verðlaunagripina. Í baksýn má sjá forsetahjónin Elizu Reed og Guðna Th. Jóhannesson, auk Heiðars Inga Svanssonar, formanns Félags íslenskra bókaútgefanda. Lárus karl ingason Verðlaunin voru afhent nú rétt í þessu á Bessastöðum að viðstöddu fámenni vegna kórónuveirunnar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti. Verðlaunin taka til verka sem komu út á árinu 2020. Verðlaunin skiptast í þrjá flokka en þeir höfundar sem þau hrepptu að þessu sinni eru: Elísabet Jökulsdóttir í flokki skáldverka fyrir bókina Aprílsólarkuldi en það er JPV útgáfa sem gefur út, Sumarliði R. Ísleifsson í flokki fræðibóka og rita almenns efnis fyrir verkið Í fjarska norðursins : Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár en útgefandi er Sögufélag og þá þær Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir í flokki barna- og ungmennabóka fyrir Blokkina á heimsenda en Mál og menning gefur út. Verðlaunahafarnir Elísabet Jökulsdóttir, Sumarliði R. Ísleifsson, Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir.Fibut Íslensku bókmenntaverðlaunin eru á vegum Félags íslenskra bókaútgefenda og nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk. Auk þess fengu verðlaunahafar skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripi, hannaða af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans. Umsagnir um verðlaunaverkin Í umsögn lokadómnefndar segir um sjálfsævisögulega skáldsögu Elísabetar: „Í fjórðu skáldsögu Elísabetar Jökulsdóttur, Aprílsólarkulda, er fjallað á tilfinningaríkan og ljóðrænan hátt um föðurmissi, ást, sorg og geðheilbrigði. Þar segir Elísabet afar persónulega sögu byggða á brotum úr eigin ævi. Höfundur hefur gott vald á skáldsagnaforminu og nýtir það til hins ýtrasta. Þar fær ríkt myndmál og næmni sem einkennt hefur ljóðagerð Elísabetar að njóta sín vel og blæbrigðaríkur textinn leiðir lesandann óvænta en hrífandi leið í gegnum átakanlega sögu. Skáldævisaga Elísabetar er sérlega athyglisverð viðbót í þeirri tiltölulega nýskilgreindu bókmenntategund.“ Í umsögn lokadómnefndar segir um bók Sumarliða: „Löndin í norðri, Ísland og Grænland, voru öldum saman sveipuð dularfullum og framandi bjarma í augum þeirra ferðalanga sem þangað lögðu leið sína. Í ritinu Í fjarska norðursins – Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár tekst Sumarliða R. Ísleifssyni að varpa ljósi á rúmlega þúsund ára viðhorfasögu gagnvart íbúum þessara eyja á afar aðgengilegan og skýran hátt. Athyglisvert og fróðlegt er að bera saman frásagnir, skoðanir og ályktanir þeirra mörgu fræðimanna, rithöfunda og landkönnuða sem koma við sögu og sjá hvaða breytingar verða á ímynd þessara fjarlægu eyja í tímans rás. Bókin er glæsilegt og eigulegt rit, fallega hönnuð og með ríkulegu myndefni.“ Og að endingu, í umsögn lokadómnefndar um Blokkina á heimsenda segir: „Blokkin á heimsenda er afar athyglisverð bók þar sem unnið er skemmtilega úr mjög frumlegri hugmynd. Frásögnin er áreynslulaus og á köflum bráðfyndin þótt mikilvægi samheldni og vináttu séu meginstef. Sagan er í vissum skilningi ævintýraleg og sýna höfundar mikla hugmyndaauðgi, en þó eru aðstæðurnar ekki óhugsandi og persónurnar eru bæði aðgengilegar og breyskar. Deilt er með sterkum hætti á neysluhyggju Vesturlanda og loftslagsváin er alltumlykjandi, án þess þó að þeim boðskap sé þröngvað upp á lesendur. Frásagnargleðin skín í gegn og sagan hefur burði til að heilla lesendur á öllum aldri.“ Í hjálagðri frétt má sjá hvaða höfundar voru tilnefndir en segja má að líkur Arndísar Þórarinsdóttur á verðlaunum hafi verið nokkrar því hún var einnig tilnefnd í flokki skáldverka fyrir ljóðabók sína Innræti. Þeir sem hafa hlotið verðlaunin Samtals hafa frá upphafi 84 rithöfundar fengið verðlaunin. En lista yfir þá má sjá hér neðar. 1989 Stefán Hörður Grímsson 1990 Fríða Á. Sigurðardóttir og Hörður Ágústsson 1991 Guðbergur Bergsson og Guðjón Friðriksson 1992 Þorsteinn frá Hamri og Vésteinn Ólason, Guðrún Nordal, Sverrir Tómasson 1993 Hannes Pétursson og Jón G. Friðjónsson 1994 Vigdís Grímsdóttir og Silja Aðalsteinsdóttir 1995 Steinunn Sigurðardóttir og Þór Whitehead 1996 Böðvar Guðmundsson og Þorsteinn Gylfason 1997 Guðbergur Bergsson og Guðjón Friðriksson 1998 Hörður Ágústsson og Thor Vilhjálmsson 1999 Andri Snær Magnason og Páll Valsson 2000 Gyrðir Elíasson og Guðmundur Páll Ólafsson 2001 Hallgrímur Helgason og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir 2002 Ingibjörg Haraldsdóttir og Pétur M. Jónasson, Páll Hersteinsson, 2003 Ólafur Gunnarsson og Guðjón Friðriksson 2004 Auður Jónsdóttir og Halldór Guðmundsson 2005 Jón Kalman Stefánsson og Kristín G. Guðnadóttir, Gylfi Gíslason, Arthur C. Danto, Matthías Jóhannessen, Silja Aðalsteinsdóttir og Eiríkur Þorláksson 2006 Ólafur Jóhann Ólafsson og Andri Snær Magnason 2007 Sigurður Pálsson og Þorsteinn Þorsteinsson 2008 Einar Kárason og Þorvaldur Kristinsson 2009 Guðmundur Óskarsson og Helgi Björnsson 2010 Gerður Kristný og Helgi Hallgrímsson 2011 Guðrún Eva Mínervudóttir og Páll Björnsson 2012 Eiríkur Örn Norðdahl og Gunnar F. Guðmundsson 2013 Guðbjörg Kristjánsdóttir, Andri Snær Magnason og Sjón 2014 Snorri Baldursson, Bryndís Björgvinsdóttir og Ófeigur Sigurðsson 2015 Gunnar Þór Bjarnason, Gunnar Helgason og Einar Már Guðmundsson 2016 Ragnar Axelsson, Hildur Knútsdóttir og Auður Ava Ólafsdóttir 2017 Unnur Þóra Jökulsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler og Kristín Eiríksdóttir. 2018 Hörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Jón Baldur Hlíðberg, Sigrún Eldjárn og Hallgrímur Helgason. 2019 Jón Viðar Jónsson, Bergrún Íris Sævarsdóttir og Sölvi Björn Sigurðsson. 2020 Sumarliði R. Ísleifsson, Arndís Þórarinsdóttir, Hulda Sigrún Bjarnadóttir og Elísabet Kristín Jökulsdóttir Bókmenntir Bókaútgáfa Íslensku bókmenntaverðlaunin Forseti Íslands Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Verðlaunin skiptast í þrjá flokka en þeir höfundar sem þau hrepptu að þessu sinni eru: Elísabet Jökulsdóttir í flokki skáldverka fyrir bókina Aprílsólarkuldi en það er JPV útgáfa sem gefur út, Sumarliði R. Ísleifsson í flokki fræðibóka og rita almenns efnis fyrir verkið Í fjarska norðursins : Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár en útgefandi er Sögufélag og þá þær Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir í flokki barna- og ungmennabóka fyrir Blokkina á heimsenda en Mál og menning gefur út. Verðlaunahafarnir Elísabet Jökulsdóttir, Sumarliði R. Ísleifsson, Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir.Fibut Íslensku bókmenntaverðlaunin eru á vegum Félags íslenskra bókaútgefenda og nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk. Auk þess fengu verðlaunahafar skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripi, hannaða af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans. Umsagnir um verðlaunaverkin Í umsögn lokadómnefndar segir um sjálfsævisögulega skáldsögu Elísabetar: „Í fjórðu skáldsögu Elísabetar Jökulsdóttur, Aprílsólarkulda, er fjallað á tilfinningaríkan og ljóðrænan hátt um föðurmissi, ást, sorg og geðheilbrigði. Þar segir Elísabet afar persónulega sögu byggða á brotum úr eigin ævi. Höfundur hefur gott vald á skáldsagnaforminu og nýtir það til hins ýtrasta. Þar fær ríkt myndmál og næmni sem einkennt hefur ljóðagerð Elísabetar að njóta sín vel og blæbrigðaríkur textinn leiðir lesandann óvænta en hrífandi leið í gegnum átakanlega sögu. Skáldævisaga Elísabetar er sérlega athyglisverð viðbót í þeirri tiltölulega nýskilgreindu bókmenntategund.“ Í umsögn lokadómnefndar segir um bók Sumarliða: „Löndin í norðri, Ísland og Grænland, voru öldum saman sveipuð dularfullum og framandi bjarma í augum þeirra ferðalanga sem þangað lögðu leið sína. Í ritinu Í fjarska norðursins – Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár tekst Sumarliða R. Ísleifssyni að varpa ljósi á rúmlega þúsund ára viðhorfasögu gagnvart íbúum þessara eyja á afar aðgengilegan og skýran hátt. Athyglisvert og fróðlegt er að bera saman frásagnir, skoðanir og ályktanir þeirra mörgu fræðimanna, rithöfunda og landkönnuða sem koma við sögu og sjá hvaða breytingar verða á ímynd þessara fjarlægu eyja í tímans rás. Bókin er glæsilegt og eigulegt rit, fallega hönnuð og með ríkulegu myndefni.“ Og að endingu, í umsögn lokadómnefndar um Blokkina á heimsenda segir: „Blokkin á heimsenda er afar athyglisverð bók þar sem unnið er skemmtilega úr mjög frumlegri hugmynd. Frásögnin er áreynslulaus og á köflum bráðfyndin þótt mikilvægi samheldni og vináttu séu meginstef. Sagan er í vissum skilningi ævintýraleg og sýna höfundar mikla hugmyndaauðgi, en þó eru aðstæðurnar ekki óhugsandi og persónurnar eru bæði aðgengilegar og breyskar. Deilt er með sterkum hætti á neysluhyggju Vesturlanda og loftslagsváin er alltumlykjandi, án þess þó að þeim boðskap sé þröngvað upp á lesendur. Frásagnargleðin skín í gegn og sagan hefur burði til að heilla lesendur á öllum aldri.“ Í hjálagðri frétt má sjá hvaða höfundar voru tilnefndir en segja má að líkur Arndísar Þórarinsdóttur á verðlaunum hafi verið nokkrar því hún var einnig tilnefnd í flokki skáldverka fyrir ljóðabók sína Innræti. Þeir sem hafa hlotið verðlaunin Samtals hafa frá upphafi 84 rithöfundar fengið verðlaunin. En lista yfir þá má sjá hér neðar. 1989 Stefán Hörður Grímsson 1990 Fríða Á. Sigurðardóttir og Hörður Ágústsson 1991 Guðbergur Bergsson og Guðjón Friðriksson 1992 Þorsteinn frá Hamri og Vésteinn Ólason, Guðrún Nordal, Sverrir Tómasson 1993 Hannes Pétursson og Jón G. Friðjónsson 1994 Vigdís Grímsdóttir og Silja Aðalsteinsdóttir 1995 Steinunn Sigurðardóttir og Þór Whitehead 1996 Böðvar Guðmundsson og Þorsteinn Gylfason 1997 Guðbergur Bergsson og Guðjón Friðriksson 1998 Hörður Ágústsson og Thor Vilhjálmsson 1999 Andri Snær Magnason og Páll Valsson 2000 Gyrðir Elíasson og Guðmundur Páll Ólafsson 2001 Hallgrímur Helgason og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir 2002 Ingibjörg Haraldsdóttir og Pétur M. Jónasson, Páll Hersteinsson, 2003 Ólafur Gunnarsson og Guðjón Friðriksson 2004 Auður Jónsdóttir og Halldór Guðmundsson 2005 Jón Kalman Stefánsson og Kristín G. Guðnadóttir, Gylfi Gíslason, Arthur C. Danto, Matthías Jóhannessen, Silja Aðalsteinsdóttir og Eiríkur Þorláksson 2006 Ólafur Jóhann Ólafsson og Andri Snær Magnason 2007 Sigurður Pálsson og Þorsteinn Þorsteinsson 2008 Einar Kárason og Þorvaldur Kristinsson 2009 Guðmundur Óskarsson og Helgi Björnsson 2010 Gerður Kristný og Helgi Hallgrímsson 2011 Guðrún Eva Mínervudóttir og Páll Björnsson 2012 Eiríkur Örn Norðdahl og Gunnar F. Guðmundsson 2013 Guðbjörg Kristjánsdóttir, Andri Snær Magnason og Sjón 2014 Snorri Baldursson, Bryndís Björgvinsdóttir og Ófeigur Sigurðsson 2015 Gunnar Þór Bjarnason, Gunnar Helgason og Einar Már Guðmundsson 2016 Ragnar Axelsson, Hildur Knútsdóttir og Auður Ava Ólafsdóttir 2017 Unnur Þóra Jökulsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler og Kristín Eiríksdóttir. 2018 Hörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Jón Baldur Hlíðberg, Sigrún Eldjárn og Hallgrímur Helgason. 2019 Jón Viðar Jónsson, Bergrún Íris Sævarsdóttir og Sölvi Björn Sigurðsson. 2020 Sumarliði R. Ísleifsson, Arndís Þórarinsdóttir, Hulda Sigrún Bjarnadóttir og Elísabet Kristín Jökulsdóttir
„Í fjórðu skáldsögu Elísabetar Jökulsdóttur, Aprílsólarkulda, er fjallað á tilfinningaríkan og ljóðrænan hátt um föðurmissi, ást, sorg og geðheilbrigði. Þar segir Elísabet afar persónulega sögu byggða á brotum úr eigin ævi. Höfundur hefur gott vald á skáldsagnaforminu og nýtir það til hins ýtrasta. Þar fær ríkt myndmál og næmni sem einkennt hefur ljóðagerð Elísabetar að njóta sín vel og blæbrigðaríkur textinn leiðir lesandann óvænta en hrífandi leið í gegnum átakanlega sögu. Skáldævisaga Elísabetar er sérlega athyglisverð viðbót í þeirri tiltölulega nýskilgreindu bókmenntategund.“
„Löndin í norðri, Ísland og Grænland, voru öldum saman sveipuð dularfullum og framandi bjarma í augum þeirra ferðalanga sem þangað lögðu leið sína. Í ritinu Í fjarska norðursins – Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár tekst Sumarliða R. Ísleifssyni að varpa ljósi á rúmlega þúsund ára viðhorfasögu gagnvart íbúum þessara eyja á afar aðgengilegan og skýran hátt. Athyglisvert og fróðlegt er að bera saman frásagnir, skoðanir og ályktanir þeirra mörgu fræðimanna, rithöfunda og landkönnuða sem koma við sögu og sjá hvaða breytingar verða á ímynd þessara fjarlægu eyja í tímans rás. Bókin er glæsilegt og eigulegt rit, fallega hönnuð og með ríkulegu myndefni.“
„Blokkin á heimsenda er afar athyglisverð bók þar sem unnið er skemmtilega úr mjög frumlegri hugmynd. Frásögnin er áreynslulaus og á köflum bráðfyndin þótt mikilvægi samheldni og vináttu séu meginstef. Sagan er í vissum skilningi ævintýraleg og sýna höfundar mikla hugmyndaauðgi, en þó eru aðstæðurnar ekki óhugsandi og persónurnar eru bæði aðgengilegar og breyskar. Deilt er með sterkum hætti á neysluhyggju Vesturlanda og loftslagsváin er alltumlykjandi, án þess þó að þeim boðskap sé þröngvað upp á lesendur. Frásagnargleðin skín í gegn og sagan hefur burði til að heilla lesendur á öllum aldri.“
Bókmenntir Bókaútgáfa Íslensku bókmenntaverðlaunin Forseti Íslands Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira