Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. janúar 2021 10:55 Ólafur Guðmundsson varaborgarfulltrúi hefur greinilega sterkar skoðanir á borgarstjóra því hann tjáði sig um hann endurtekið á samfélagsmiðlum í gær. Ummælin hafa vakið hörð viðbrögð. Vísir „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ Þetta sagði Ólafur Guðmundsson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ummælakerfinu við viðtal Vísis við Dag B. Eggertsson borgarstjóra þar sem hann lýsti því að sér væri brugðið vegna skotárásar á fjölskyldubíl borgarstjórans. Fjölmargir hafa fordæmt ummæli Ólafs sem virðist í framhaldinu hafa fjarlægt ummælin. Vakin var athygli á ummælum Ólafs á Twitter í morgun og kallað eftir viðbrögðum frá borgarfulltrúm Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn er í minnihluta í Reykjavík þar sem Samfylkingin, Viðreisn, Vinstri græn og Píratar mynda meirihluta. Hey @sjalfstaedis er þetta ekki vara borgarfulltrúi ykkar? Eru þessi ummæli í lagi? Hvað hafið þið sagt við hann? pic.twitter.com/hf3bNCCueJ— Maggi Peran (@maggiperan) January 29, 2021 „Hafi það verið einhverjum vafa undirorpið, þá fordæmi ég þessi dapurlegu ummæli Ólafs. Það hlýtur að vera algjört grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi að fólk geti tekið þátt í pólitískri umræðu án þess að öryggi þess sé ógnað eða friðhelgi heimilis og fjölskyldu rofin,“ segir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fordæmir ummæli flokksbróður síns og borgarfulltrú. Hún hefur rætt við Eyþór Arnalds oddvita flokksins vegna málsins.Vísir/Vilhelm Hún segist hafa óskað eftir því við oddvita XD, Eyþór Arnalds, að taka ummælin upp á fundi forsætisnefndar á eftir. Undir þetta tekur Katrín Atladóttir borgarfulltrúi. „Sorgleg ummæli hjá honum. Enginn á að þola hótanir og árásir sem þessar í opnu og frjálsu samfélagi. Við eigum öll sem eitt að fordæma þær.“ Ekki búinn að átta sig á alvarleika málsins „Það var nú bara vanhugsun. Rétt áður en ég slökkti á tölvunni flaug þetta eitthvað í hugann á mér. Ég skrifaði þetta niður á Facebook. Þetta sýnir bara hvernig Facebook og samfélagsmiðlarnir eru. Það sem maður segir fer fyrir allra augu. Þetta var alls ekki illa meint. Ég sé eftir því að hafa gert þetta. Henti þessu út. Dreg þetta til baka og bið Dag B. Egggertsson innilega afsökunar á að hafa gert þessi mistök,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Hann segist vera búinn að semja bréf til Dags þar sem hann ætlar að biðja hann afsökunar. Svo ætli hann að hringja í hann síðar í dag. „Þetta var algjörlega út í hött að gera þetta.“ Aðspurður hvort ekki hafi verið einhver hugsun á bak við ummælin segir Ólafur: „Jú auðvitað. Það hefur verið mikil umræða um svnoa hluti. Mótmæli og hvað menn gera. Á einhverjum tímapunkti fer það út og yfir strikið. Það er komið yfir strikið núna. Þetta er hætt að vera eitthvað sem menn geta farið með í flimtingum. Sá tími er bara kominn að þetta er orðið of alvarlegt. Það er það sem býr að baki. Að svona umræða, hver svo sem hún er og hvernig sem hún er tilkomin á ekki rétt á sér. Það eru kannski skilaboðin sem maður lærir af þessu. Maður þarf að passa sig og gæta þess að særa ekki aðra. Vanda sig í orðræðu. Það er sá lærdómur sem bæði ég dreg af þessu og vona að aðrir geri líka.“ Hann segist aðspurður við Hringbraut ekki hafa verið undir áhrifum þegar hann skrifaði ummælin. Ólafur sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu. Í gær greindu fjölmiðlar frá því að skotið hafi verið á bíl borgarstjóra. Í tilefni þeirra frétta sendi ég frá mér Facebookfærslu sem ég harma mjög. Hún innihélt ljót skilaboð til borgarstjóra sem voru í alla staði illa ígrunduð, ómakleg og afar óviðeigandi. Ég hef sent borgarstjóra afsökunarbeiðni mína. Fátt er mikilvægara en friðhelgi einkalífsins og virðing og friðsamleg samskipti hópa með ólíkar pólitískar skoðanir. Það hefur lengst af verið einkenni íslenskra stjórnmála og við eigum öll að leggja okkar að mörkum til að svo verði áfram. Facebook færsla mín í gær var ekki skrifuð í þeim anda. Það harma ég mjög. 22 kalíbera byssukúlur fundust í síðustu viku Skotið var tvívegis á bíl borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Ummerki eftir skotin á bíl borgarstjóra.Vísir/Sigurjónó Talið er nær fullvíst að skotið hafi verið úr riffli, en rannsókn málsins miðar meðal annars að því athuga hvort um sé að ræða sama skotvopn og notað var þegar skotið var á skrifstofur stjórnmálaflokkanna í síðustu viku. Þar fundust 22 kalíbera byssukúlur. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki tjá sig um málið í gær þegar eftir því var leitað. Hann sagði málið litið alvarlegum augum og rannsókn þess í fullum gangi. „Ég er auðvitað í stjórnmálum og það ganga stundum gusurnar þar en þetta heggur að heimilinu, þar sem ekki bý bara ég heldur fjölskylda mín,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við fréttastofu í gær. Viðtalið í heild má sjá að neðan. Sagði borgarfulltrúa hafa tekið rangar pillur Dagur virðist Ólafi nokkuð hugleikinn ef rennt er yfir Facebook-síðu varaborgarfulltrúans. Þar má reglulega sjá því auk fyrrnefndra ummæla, sem hann hefur beðist afsökunar á, tjáði hann sig í gær um áróðursmyndband sem Bolli Kristinsson fjármagnaði og Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins las inn á. Fjallað var um málið á Vísi í gær. „Ég ætla hér með að lýsa Dag B. Eggertsson sem sigurvegara í gerð „áróðursmyndbanda“ fyrir annarra manna fé,“ sagði Ólafur. Þá deildi hann frétt um Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata í kringum áramótin, þar sem fylgdu orðin: „Nú hefur Dóra Björt eins og oft áður ekki tekið réttu pillurnar sínar....“ Reykjavík Borgarstjórn Skotið á bíl borgarstjóra Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26 Tvö greinileg ummerki eftir riffilinn á bíl borgarstjóra Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 28. janúar 2021 19:05 Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. 28. janúar 2021 16:47 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Þetta sagði Ólafur Guðmundsson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ummælakerfinu við viðtal Vísis við Dag B. Eggertsson borgarstjóra þar sem hann lýsti því að sér væri brugðið vegna skotárásar á fjölskyldubíl borgarstjórans. Fjölmargir hafa fordæmt ummæli Ólafs sem virðist í framhaldinu hafa fjarlægt ummælin. Vakin var athygli á ummælum Ólafs á Twitter í morgun og kallað eftir viðbrögðum frá borgarfulltrúm Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn er í minnihluta í Reykjavík þar sem Samfylkingin, Viðreisn, Vinstri græn og Píratar mynda meirihluta. Hey @sjalfstaedis er þetta ekki vara borgarfulltrúi ykkar? Eru þessi ummæli í lagi? Hvað hafið þið sagt við hann? pic.twitter.com/hf3bNCCueJ— Maggi Peran (@maggiperan) January 29, 2021 „Hafi það verið einhverjum vafa undirorpið, þá fordæmi ég þessi dapurlegu ummæli Ólafs. Það hlýtur að vera algjört grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi að fólk geti tekið þátt í pólitískri umræðu án þess að öryggi þess sé ógnað eða friðhelgi heimilis og fjölskyldu rofin,“ segir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fordæmir ummæli flokksbróður síns og borgarfulltrú. Hún hefur rætt við Eyþór Arnalds oddvita flokksins vegna málsins.Vísir/Vilhelm Hún segist hafa óskað eftir því við oddvita XD, Eyþór Arnalds, að taka ummælin upp á fundi forsætisnefndar á eftir. Undir þetta tekur Katrín Atladóttir borgarfulltrúi. „Sorgleg ummæli hjá honum. Enginn á að þola hótanir og árásir sem þessar í opnu og frjálsu samfélagi. Við eigum öll sem eitt að fordæma þær.“ Ekki búinn að átta sig á alvarleika málsins „Það var nú bara vanhugsun. Rétt áður en ég slökkti á tölvunni flaug þetta eitthvað í hugann á mér. Ég skrifaði þetta niður á Facebook. Þetta sýnir bara hvernig Facebook og samfélagsmiðlarnir eru. Það sem maður segir fer fyrir allra augu. Þetta var alls ekki illa meint. Ég sé eftir því að hafa gert þetta. Henti þessu út. Dreg þetta til baka og bið Dag B. Egggertsson innilega afsökunar á að hafa gert þessi mistök,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Hann segist vera búinn að semja bréf til Dags þar sem hann ætlar að biðja hann afsökunar. Svo ætli hann að hringja í hann síðar í dag. „Þetta var algjörlega út í hött að gera þetta.“ Aðspurður hvort ekki hafi verið einhver hugsun á bak við ummælin segir Ólafur: „Jú auðvitað. Það hefur verið mikil umræða um svnoa hluti. Mótmæli og hvað menn gera. Á einhverjum tímapunkti fer það út og yfir strikið. Það er komið yfir strikið núna. Þetta er hætt að vera eitthvað sem menn geta farið með í flimtingum. Sá tími er bara kominn að þetta er orðið of alvarlegt. Það er það sem býr að baki. Að svona umræða, hver svo sem hún er og hvernig sem hún er tilkomin á ekki rétt á sér. Það eru kannski skilaboðin sem maður lærir af þessu. Maður þarf að passa sig og gæta þess að særa ekki aðra. Vanda sig í orðræðu. Það er sá lærdómur sem bæði ég dreg af þessu og vona að aðrir geri líka.“ Hann segist aðspurður við Hringbraut ekki hafa verið undir áhrifum þegar hann skrifaði ummælin. Ólafur sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu. Í gær greindu fjölmiðlar frá því að skotið hafi verið á bíl borgarstjóra. Í tilefni þeirra frétta sendi ég frá mér Facebookfærslu sem ég harma mjög. Hún innihélt ljót skilaboð til borgarstjóra sem voru í alla staði illa ígrunduð, ómakleg og afar óviðeigandi. Ég hef sent borgarstjóra afsökunarbeiðni mína. Fátt er mikilvægara en friðhelgi einkalífsins og virðing og friðsamleg samskipti hópa með ólíkar pólitískar skoðanir. Það hefur lengst af verið einkenni íslenskra stjórnmála og við eigum öll að leggja okkar að mörkum til að svo verði áfram. Facebook færsla mín í gær var ekki skrifuð í þeim anda. Það harma ég mjög. 22 kalíbera byssukúlur fundust í síðustu viku Skotið var tvívegis á bíl borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Ummerki eftir skotin á bíl borgarstjóra.Vísir/Sigurjónó Talið er nær fullvíst að skotið hafi verið úr riffli, en rannsókn málsins miðar meðal annars að því athuga hvort um sé að ræða sama skotvopn og notað var þegar skotið var á skrifstofur stjórnmálaflokkanna í síðustu viku. Þar fundust 22 kalíbera byssukúlur. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki tjá sig um málið í gær þegar eftir því var leitað. Hann sagði málið litið alvarlegum augum og rannsókn þess í fullum gangi. „Ég er auðvitað í stjórnmálum og það ganga stundum gusurnar þar en þetta heggur að heimilinu, þar sem ekki bý bara ég heldur fjölskylda mín,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við fréttastofu í gær. Viðtalið í heild má sjá að neðan. Sagði borgarfulltrúa hafa tekið rangar pillur Dagur virðist Ólafi nokkuð hugleikinn ef rennt er yfir Facebook-síðu varaborgarfulltrúans. Þar má reglulega sjá því auk fyrrnefndra ummæla, sem hann hefur beðist afsökunar á, tjáði hann sig í gær um áróðursmyndband sem Bolli Kristinsson fjármagnaði og Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins las inn á. Fjallað var um málið á Vísi í gær. „Ég ætla hér með að lýsa Dag B. Eggertsson sem sigurvegara í gerð „áróðursmyndbanda“ fyrir annarra manna fé,“ sagði Ólafur. Þá deildi hann frétt um Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata í kringum áramótin, þar sem fylgdu orðin: „Nú hefur Dóra Björt eins og oft áður ekki tekið réttu pillurnar sínar....“
Í gær greindu fjölmiðlar frá því að skotið hafi verið á bíl borgarstjóra. Í tilefni þeirra frétta sendi ég frá mér Facebookfærslu sem ég harma mjög. Hún innihélt ljót skilaboð til borgarstjóra sem voru í alla staði illa ígrunduð, ómakleg og afar óviðeigandi. Ég hef sent borgarstjóra afsökunarbeiðni mína. Fátt er mikilvægara en friðhelgi einkalífsins og virðing og friðsamleg samskipti hópa með ólíkar pólitískar skoðanir. Það hefur lengst af verið einkenni íslenskra stjórnmála og við eigum öll að leggja okkar að mörkum til að svo verði áfram. Facebook færsla mín í gær var ekki skrifuð í þeim anda. Það harma ég mjög.
Reykjavík Borgarstjórn Skotið á bíl borgarstjóra Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26 Tvö greinileg ummerki eftir riffilinn á bíl borgarstjóra Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 28. janúar 2021 19:05 Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. 28. janúar 2021 16:47 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26
Tvö greinileg ummerki eftir riffilinn á bíl borgarstjóra Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 28. janúar 2021 19:05
Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. 28. janúar 2021 16:47