ESPN: Man City ætlar að reyna við Messi en fara allt aðra leið en PSG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 13:00 Brotið á Lionel Messi í leik Barcelona og Real Betis í spænska boltanum um helgina. EPA-EFE/Julio Munoz Manchester City hefur ekki gefið upp vonina um að ná í Lionel Messi á frjálsri sölu í sumar ef marka má heimildir bandaríska íþróttamiðilsins ESPN. Samkvæmt frétt ESPN þá ætlar Manchester City hins vegar að sýna þolinmæði í þessu máli og bíða þar til í mars eða apríl til að kanna stöðuna á argentínska snillingnum. Hinn 33 ára gamli Lionel Messi rennur út á samningi í júní og hefur mátt ræða við önnur lið síðan 1. janúar síðastliðinn. Það leit út að Manchester City væri í forystunni í kapphlaupinu um undirskrift Messi í ágúst í fyrra þegar hann bað um að fá að fara frá Barcelona. Man City have not given up on signing Lionel Messi, according to ESPN pic.twitter.com/q9gbitaO2H— Goal (@goal) February 8, 2021 Það hefur minna heyrst af Messi málum hjá Manchester City síðan þá. Aðra sögu hefur verið að segja af franska félaginu Paris Saint-Germain. Paris Saint-Germain hefur látið það vel í ljós að félagið ætli að reyna að semja við Messi í lok tímabilsins. Það lítur út fyrir að leið Manchester City sé miklu líklegri til árangurs en sú hjá PSG. Heimildarmenn ESPN hjá Barcelona segja að það sé miklu skynsamlegra að gera eins og City sem er að leyfa tímabilinu hjá Barcelona að þróast og tala frekar við Messi seinna í vor. „PSG er að gera mistök í sinni aðferðafræði,“ sagði einn heimildarmaðurinn við ESPN en annar sagði: „Leo er ekki hrifinn af öllum fjaðrafokinu í fjölmiðlum og er jafnvel enn minna hrifinn af því sem PSG menn eru að láta frá sér.“ They just wanted the best view of Messi's free kicks pic.twitter.com/5KplV7P7Q2— ESPN FC (@ESPNFC) February 3, 2021 Það gæti líka haft mikil áhrif á framtíð Lionel Messi hjá Barcelona hver fagnar sigri í forsetakosningum félagsins í mars. Barcelona liðið er í ágætis gír þessa dagana. Liðið er taplaust í ellefu síðustu deildarleikjum, vann sinn sjöunda deildarleik í röð á sunnudaginn, er komið í undanúrslit spænska bikarsins þar sem liðið mætir Sevilla og fram undan er síðan fyrri leikurinn á móti Paris Saint-Germain í sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar. Sá leikur er í næstu viku. A #SuperBowl broadcast in Spain officially listed Messi as the of (via @vamos) pic.twitter.com/vq0qYKgv09— ESPN FC (@ESPNFC) February 8, 2021 Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira
Samkvæmt frétt ESPN þá ætlar Manchester City hins vegar að sýna þolinmæði í þessu máli og bíða þar til í mars eða apríl til að kanna stöðuna á argentínska snillingnum. Hinn 33 ára gamli Lionel Messi rennur út á samningi í júní og hefur mátt ræða við önnur lið síðan 1. janúar síðastliðinn. Það leit út að Manchester City væri í forystunni í kapphlaupinu um undirskrift Messi í ágúst í fyrra þegar hann bað um að fá að fara frá Barcelona. Man City have not given up on signing Lionel Messi, according to ESPN pic.twitter.com/q9gbitaO2H— Goal (@goal) February 8, 2021 Það hefur minna heyrst af Messi málum hjá Manchester City síðan þá. Aðra sögu hefur verið að segja af franska félaginu Paris Saint-Germain. Paris Saint-Germain hefur látið það vel í ljós að félagið ætli að reyna að semja við Messi í lok tímabilsins. Það lítur út fyrir að leið Manchester City sé miklu líklegri til árangurs en sú hjá PSG. Heimildarmenn ESPN hjá Barcelona segja að það sé miklu skynsamlegra að gera eins og City sem er að leyfa tímabilinu hjá Barcelona að þróast og tala frekar við Messi seinna í vor. „PSG er að gera mistök í sinni aðferðafræði,“ sagði einn heimildarmaðurinn við ESPN en annar sagði: „Leo er ekki hrifinn af öllum fjaðrafokinu í fjölmiðlum og er jafnvel enn minna hrifinn af því sem PSG menn eru að láta frá sér.“ They just wanted the best view of Messi's free kicks pic.twitter.com/5KplV7P7Q2— ESPN FC (@ESPNFC) February 3, 2021 Það gæti líka haft mikil áhrif á framtíð Lionel Messi hjá Barcelona hver fagnar sigri í forsetakosningum félagsins í mars. Barcelona liðið er í ágætis gír þessa dagana. Liðið er taplaust í ellefu síðustu deildarleikjum, vann sinn sjöunda deildarleik í röð á sunnudaginn, er komið í undanúrslit spænska bikarsins þar sem liðið mætir Sevilla og fram undan er síðan fyrri leikurinn á móti Paris Saint-Germain í sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar. Sá leikur er í næstu viku. A #SuperBowl broadcast in Spain officially listed Messi as the of (via @vamos) pic.twitter.com/vq0qYKgv09— ESPN FC (@ESPNFC) February 8, 2021
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira