Anna Rún handhafi Guðmunduverðlaunanna 2021 Eiður Þór Árnason skrifar 18. febrúar 2021 18:19 Anna Rún Tryggvadóttir er sögð vera fulltrúi kraftmikillar kynslóðar íslenskra myndlistamanna sem kveða sér hljóðs jafnt á Íslandi sem alþjóðlega. Listasafn Reykjavíkur Myndlistarkonan Anna Rún Tryggvadóttir hlaut í dag Guðmunduverðlaunin 2021 og einnar milljóna króna styrk úr Listasjóði Guðmundu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Önnu viðurkenninguna í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi í dag en hún er veitt listakonum sem eru taldar skara fram úr á sínu sviði. Fram kemur á vef Listasafns Reykjavíkur að verk Önnu hafi vakið athygli jafnt hér á landi sem erlendis en hún hefur undanfarin ár skipt tíma sínum á milli Reykjavíkur og Berlínar. „Í verkum sínum teflir Anna Rún saman tækni og náttúru þar sem lögmál tækni og náttúru taka þátt í sköpunarferlinu. Hún hefur unnið bæði skúlptúra og innsetningar þar sem ekkert er endanlegt og verkin mótast á meðan á sýningum stendur. Vélbúnaður skapar heim fegurðar í endurteknu ferli sem Annar Rún hefur sett af stað. Þannig verður listaverkið til fyrir augum áhorfenda. Náttúran og hið manngerða mætast í sjálfvirkni sem skapar fegurð fulla af tilviljunum þar sem ferlið sjálft er jafn mikilvægt og endanleg úrkoma – sem raunar getur verið erfitt að sjá fyrir hver verði. Þó verk Önnu Rúnar séu þaulhugsuð og mörg flókin í framkvæmd er tilviljunin og fegurðin sem felst í flæði lita og forma alltaf nálæg. Anna Rún er verðugur handhafi viðurkenningar Guðmundusjóðs Errós og fulltrúi kraftmikillar kynslóðar íslenskra myndlistamanna sem kveða sér hljóðs jafnt hér heima sem alþjóðlega,“ segir á vef Listasafnsins. Stofnaði sjóðinn til minningar um móðursystur sína Myndlistarmaðurinn Erró stofnaði Guðmunduverðlaunin árið 1997 til minningar um móðursystur sína, Guðmundu S. Kristinsdóttur frá Miðengi. Með því vildi hann leggja sitt af mörkum til framþróunar íslenskrar myndlistar og er styrknum ætlað að vera hvatning til frekari dáða á sviði myndlistar. Peningaupphæðin, ein milljón króna, er nú ein hæsta viðurkenning sem veitt er á sviði myndlistar á Íslandi að sögn Listasafns Reykjavíkur en þetta er í 21. sinn sem styrkurinn er veittur. Meðal nýlegra sýningarverkefna Önnu má nefna einkasýningu hennar í Kunstlerhaus Bethanien í Berlín á síðasta ári og einkasýningu í D-sal í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur árið 2017. Þá sýndi Anna Rún verkið Garð sem nú er hluti af safneign Listasafns Reykjavíkur. Einnig tekur hún þátt í stórsýningunni Iðavelli sem sett verður upp í Hafnarhúsi í júní á þessu ári og verður þar ein fimmtán listamanna sem munu yfirtaka bygginguna. Anna er fædd árið 1980 og stundaði myndlistarnám í Listaháskóla Íslands og framhaldsnám í Concordia-háskólanum í Montréal í Kanada. Myndlist Reykjavík Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Fram kemur á vef Listasafns Reykjavíkur að verk Önnu hafi vakið athygli jafnt hér á landi sem erlendis en hún hefur undanfarin ár skipt tíma sínum á milli Reykjavíkur og Berlínar. „Í verkum sínum teflir Anna Rún saman tækni og náttúru þar sem lögmál tækni og náttúru taka þátt í sköpunarferlinu. Hún hefur unnið bæði skúlptúra og innsetningar þar sem ekkert er endanlegt og verkin mótast á meðan á sýningum stendur. Vélbúnaður skapar heim fegurðar í endurteknu ferli sem Annar Rún hefur sett af stað. Þannig verður listaverkið til fyrir augum áhorfenda. Náttúran og hið manngerða mætast í sjálfvirkni sem skapar fegurð fulla af tilviljunum þar sem ferlið sjálft er jafn mikilvægt og endanleg úrkoma – sem raunar getur verið erfitt að sjá fyrir hver verði. Þó verk Önnu Rúnar séu þaulhugsuð og mörg flókin í framkvæmd er tilviljunin og fegurðin sem felst í flæði lita og forma alltaf nálæg. Anna Rún er verðugur handhafi viðurkenningar Guðmundusjóðs Errós og fulltrúi kraftmikillar kynslóðar íslenskra myndlistamanna sem kveða sér hljóðs jafnt hér heima sem alþjóðlega,“ segir á vef Listasafnsins. Stofnaði sjóðinn til minningar um móðursystur sína Myndlistarmaðurinn Erró stofnaði Guðmunduverðlaunin árið 1997 til minningar um móðursystur sína, Guðmundu S. Kristinsdóttur frá Miðengi. Með því vildi hann leggja sitt af mörkum til framþróunar íslenskrar myndlistar og er styrknum ætlað að vera hvatning til frekari dáða á sviði myndlistar. Peningaupphæðin, ein milljón króna, er nú ein hæsta viðurkenning sem veitt er á sviði myndlistar á Íslandi að sögn Listasafns Reykjavíkur en þetta er í 21. sinn sem styrkurinn er veittur. Meðal nýlegra sýningarverkefna Önnu má nefna einkasýningu hennar í Kunstlerhaus Bethanien í Berlín á síðasta ári og einkasýningu í D-sal í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur árið 2017. Þá sýndi Anna Rún verkið Garð sem nú er hluti af safneign Listasafns Reykjavíkur. Einnig tekur hún þátt í stórsýningunni Iðavelli sem sett verður upp í Hafnarhúsi í júní á þessu ári og verður þar ein fimmtán listamanna sem munu yfirtaka bygginguna. Anna er fædd árið 1980 og stundaði myndlistarnám í Listaháskóla Íslands og framhaldsnám í Concordia-háskólanum í Montréal í Kanada.
Myndlist Reykjavík Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira