Veturinn minnir á sig Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2021 07:12 Það mun snjóa eitthvað á Akureyri á morgun ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. Vísir/Tryggvi Hyggilegt er fyrir ferðalanga að hafa veður morgundagsins í huga þegar ferðalög eru skipulögð þar sem veturinn minnir nú á sig eftir hagstæða tíð undanfarið. Þetta kemur í fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en þar segir að í dag sé útlit fyrir hægt vaxandi norðaustanátt og strekkingsvind nokkuð víða seinnipartinn. Með fylgi úrkomusvæði og er spáð rigningu eða snjókomu á austurhelmingi landsins en þurrt að kalla vestantil. Hiti verður víða nálægt frostmarki en allt að fim stigum sunnanlands. Það bætir síðan í vind í kvöld og í nótt og á morgun er víða gert ráð fyrir allhvassri norðanátt en hvassviðri eða stormi um landið norðvestanvert síðdegis. „Á morgun verður væntanlega úrkomulítið sunnanlands, annars víða slydda eða snjókoma, en rigning austast á landinu. Hiti kringum frostmark, en frostlaust með suður- og austurströndinnni. Á morgun þarf því að gera ráð fyrir snörpum vindstrengjum við fjöll í flestum landshlutum, einkum um landið vestanvert. Einnig má búast við hríðarveðri nokkuð víða, sérílagi á fjallvegum, en úrkomulítið sunnanlands. Það væri hyggilegt fyrir ferðalanga að hafa veður morgundagsins í huga þegar ferðalög eru skipulögð. Eftir hagstæða tíð undanfarið, minnir veturinn á sig. Á Íslandi er mars flokkaður sem vetrarmánuður, enda sýna veðurmælingar að hann sker sig ekki frá hinum vetrarmánuðunum þremur (desember, janúar og febrúar),“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Gengur í norðaustan 8-15 m/s seinnipartinn í dag. Rigning eða snjókoma á austurhelmingi landsins, en þurrt að kalla vestanlands. Hiti víða nálægt frostmarki, en að 5 stigum sunnanlands. Bætir í vind í kvöld og nótt. Norðan 10-18 á morgun, en 15-23 síðdegis um landið norðvestanvert. Úrkomulítið sunnanlands, annars víða slydda eða snjókoma, en rigning austast á landinu. Hiti kringum frostmark, en frostlaust með suður- og austurströndinni. Á miðvikudag: Norðan 10-18 m/s, en 15-23 síðdegis um landið norðvestanvert. Úrkomulítið sunnanlands, annars víða slydda eða snjókoma, en rigning austast á landinu. Hiti kringum frostmark, en frostlaust með suður- og austurströndinnni. Á fimmtudag: Norðaustan 5-13, en 15-23 norðvestantil á landinu. Rigning eða snjókoma norðan- og austanlands, en þurrt að mestu sunnantil. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost á Vestfjörðum. Á föstudag: Norðaustan og norðan 8-15. Snjókoma norðantil á landinu, rigning austast, en þurrt sunnan heiða. Hiti breytist lítið. Á laugardag og sunnudag: Norðlæg átt og él norðanlands með vægu frosti, en yfirleitt þurrt sunnantil á landinu og frostlaust að deginum. Veður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Þetta kemur í fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en þar segir að í dag sé útlit fyrir hægt vaxandi norðaustanátt og strekkingsvind nokkuð víða seinnipartinn. Með fylgi úrkomusvæði og er spáð rigningu eða snjókomu á austurhelmingi landsins en þurrt að kalla vestantil. Hiti verður víða nálægt frostmarki en allt að fim stigum sunnanlands. Það bætir síðan í vind í kvöld og í nótt og á morgun er víða gert ráð fyrir allhvassri norðanátt en hvassviðri eða stormi um landið norðvestanvert síðdegis. „Á morgun verður væntanlega úrkomulítið sunnanlands, annars víða slydda eða snjókoma, en rigning austast á landinu. Hiti kringum frostmark, en frostlaust með suður- og austurströndinnni. Á morgun þarf því að gera ráð fyrir snörpum vindstrengjum við fjöll í flestum landshlutum, einkum um landið vestanvert. Einnig má búast við hríðarveðri nokkuð víða, sérílagi á fjallvegum, en úrkomulítið sunnanlands. Það væri hyggilegt fyrir ferðalanga að hafa veður morgundagsins í huga þegar ferðalög eru skipulögð. Eftir hagstæða tíð undanfarið, minnir veturinn á sig. Á Íslandi er mars flokkaður sem vetrarmánuður, enda sýna veðurmælingar að hann sker sig ekki frá hinum vetrarmánuðunum þremur (desember, janúar og febrúar),“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Gengur í norðaustan 8-15 m/s seinnipartinn í dag. Rigning eða snjókoma á austurhelmingi landsins, en þurrt að kalla vestanlands. Hiti víða nálægt frostmarki, en að 5 stigum sunnanlands. Bætir í vind í kvöld og nótt. Norðan 10-18 á morgun, en 15-23 síðdegis um landið norðvestanvert. Úrkomulítið sunnanlands, annars víða slydda eða snjókoma, en rigning austast á landinu. Hiti kringum frostmark, en frostlaust með suður- og austurströndinni. Á miðvikudag: Norðan 10-18 m/s, en 15-23 síðdegis um landið norðvestanvert. Úrkomulítið sunnanlands, annars víða slydda eða snjókoma, en rigning austast á landinu. Hiti kringum frostmark, en frostlaust með suður- og austurströndinnni. Á fimmtudag: Norðaustan 5-13, en 15-23 norðvestantil á landinu. Rigning eða snjókoma norðan- og austanlands, en þurrt að mestu sunnantil. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost á Vestfjörðum. Á föstudag: Norðaustan og norðan 8-15. Snjókoma norðantil á landinu, rigning austast, en þurrt sunnan heiða. Hiti breytist lítið. Á laugardag og sunnudag: Norðlæg átt og él norðanlands með vægu frosti, en yfirleitt þurrt sunnantil á landinu og frostlaust að deginum.
Veður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira