Ronaldo hefur aldrei skorað í leik á móti Pepe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2021 12:01 Cristiano Ronaldo fylgist hér með því þegar Pepe lyftir Meistaradeildarbikarnum þegar þeir voru saman hjá Real Madrid. EPA/PETER POWELL Cristiano Ronaldo þakkar örugglega fyrir það að Pepe hefur oftast verið með honum í liði inn á fótboltavellinum. Pepe og félagar í Porto slógu í gær ítalska stórliðið Juventus út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Porto vann fyrri leikinn 2-1 og fór síðan áfram á mörkum á útivelli eftir 3-2 tap í gær. Juventus fékk Cristiano Ronaldo til sín til að geta loksins farið alla leið í Meistaradeildinni en hefur nú dottið út úr sextán liða úrslitunum tvö ár í röð. Ronaldo náði ekki að skora í hvorugum leiknum á móti Porto og var allt annað en sannfærandi. Landi hans Pepe átti aftur á móti stórleik í miðri vörn portúgalska liðsins. Pepe er 38 ára gamall eða tveimur árum eldri en Ronaldo. Þegar menn fóru að skoða betur innbyrðis leiki Cristiano Ronaldo og Pepe kom það í ljós að Ronaldo hefur aldrei skorað í leik á móti Pepe. Nú hafa þeir verið inn á vellinum sem andstæðingar í 299 mínútur án þess að Ronaldo hafi fundið leiðina í markið. Pepe hefur þó oft séð Ronaldo skora enda hafa þeir verið liðsfélagar hjá bæði Real Madrid og portúgalska landsliðinu. Á þeim tíma hafa þeir unnið fjölda titla saman, þar á meðal Meistaradeildina þrisvar sinnum og bæði Evrópumótið og Þjóðadeildina með landsliðinu. Cristiano Ronaldo has spent 299 career minutes on the pitch against Pepe and never scored a goal.Luckily, Pepe has played more games with Ronaldo than any other team-mate. pic.twitter.com/Ng8s6sFU6r— Squawka Football (@Squawka) March 10, 2021 Spænski boltinn Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Pepe og félagar í Porto slógu í gær ítalska stórliðið Juventus út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Porto vann fyrri leikinn 2-1 og fór síðan áfram á mörkum á útivelli eftir 3-2 tap í gær. Juventus fékk Cristiano Ronaldo til sín til að geta loksins farið alla leið í Meistaradeildinni en hefur nú dottið út úr sextán liða úrslitunum tvö ár í röð. Ronaldo náði ekki að skora í hvorugum leiknum á móti Porto og var allt annað en sannfærandi. Landi hans Pepe átti aftur á móti stórleik í miðri vörn portúgalska liðsins. Pepe er 38 ára gamall eða tveimur árum eldri en Ronaldo. Þegar menn fóru að skoða betur innbyrðis leiki Cristiano Ronaldo og Pepe kom það í ljós að Ronaldo hefur aldrei skorað í leik á móti Pepe. Nú hafa þeir verið inn á vellinum sem andstæðingar í 299 mínútur án þess að Ronaldo hafi fundið leiðina í markið. Pepe hefur þó oft séð Ronaldo skora enda hafa þeir verið liðsfélagar hjá bæði Real Madrid og portúgalska landsliðinu. Á þeim tíma hafa þeir unnið fjölda titla saman, þar á meðal Meistaradeildina þrisvar sinnum og bæði Evrópumótið og Þjóðadeildina með landsliðinu. Cristiano Ronaldo has spent 299 career minutes on the pitch against Pepe and never scored a goal.Luckily, Pepe has played more games with Ronaldo than any other team-mate. pic.twitter.com/Ng8s6sFU6r— Squawka Football (@Squawka) March 10, 2021
Spænski boltinn Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira