Telur að PSG hafi bolmagn til að landa Messi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2021 19:00 Hver veit nema Lionel Messi verði leikmaður PSG þegar næsta leiktíðin 2021-2022 fer af stað. EPA-EFE/YOAN VALAT Forráðamenn Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain eru bjartsýnir á að félagið geti samið við argentíska snillinginn Lionel Messi í sumar eftir að samningur hans við Barcelona rennur út. Eins og alþjóð veit þá óskaði Lionel Messi eftir því að fara frá Barcelona að loknu síðasta tímabili. Á endanum var ákveðið að hann myndi spila með félaginu út þetta tímabil eða þangað til samningur hans rennur út. Óvíst er hver staða hins 34 ára gamla Messi er núna. Þrátt fyrir að félagið hafi dottið út úr Meistaradeild Evrópu í 16-liða úrslitum – gegn PSG að sjálfsögðu – þá er Joan Laporta kominn aftur í forsetastólinn og almennt virðist bjartara yfir félaginu nú heldur en fyrir níu mánuðum er Messi óskaði eftir því að yfirgefa Börsunga. Þannig er þó mál með vexti að félagið er stórskuldugt, raunar svo að það ætti í raun að vera gjaldþrota en það er annað mál. Þar með er ljóst að Barcelona getur ekki boðið Messi nýjan samning neitt í líkingu við þann sem hann er með í dag. Þar kemur PSG inn í myndina en franska félagið – sem fór í úrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð – telur sig vera í kjörstöðu til að semja við Messi. Félagið telur sig geta boðið honum launapakka sem hann yrði sáttur með. Þá yrði hann þjálfaður af landa sínum Mauricio Pochettino ásamt því að fyrrum samherji hans Neymar er að sjálfsögðu á launaskrá PSG. "Optimism is high" at PSG that they are in position to sign Leo Messi this summer, reports @marcelobechler pic.twitter.com/lxLfe7HWmd— B/R Football (@brfootball) March 12, 2021 Þetta staðfestir argentíski blaðamaðurinn Marcelo Bechler en sá er talinn einkar áreiðanlegur er kemur að málum Lionel Messi. Hann fullyrðir að forráðamenn PSG séu öruggir með að þeir geti fengið Messi til Parísar fyrir næstu leiktíð. Það fylgir þó ekki sögunni hvort PSG þurfi að selja hinn franska Kylian Mbappé til að hafa efni á Messi en Mbappé verður samningslaus sumarið 2022 og er talið að PSG vilji frekar selja hann í sumar en að missa hann þá. Sama hvað þá er ljóst að verður spennandi að sjá hvað gerist í sumar en ásamt Messi er fjöldinn allur af stórstjörnum knattspyrnunnar að renna út á samning. Þar má til að mynda nefna Sergio Ramos – sem hefur boðið Messi að búa hjá sér í Madríd – og David Alaba. Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Eins og alþjóð veit þá óskaði Lionel Messi eftir því að fara frá Barcelona að loknu síðasta tímabili. Á endanum var ákveðið að hann myndi spila með félaginu út þetta tímabil eða þangað til samningur hans rennur út. Óvíst er hver staða hins 34 ára gamla Messi er núna. Þrátt fyrir að félagið hafi dottið út úr Meistaradeild Evrópu í 16-liða úrslitum – gegn PSG að sjálfsögðu – þá er Joan Laporta kominn aftur í forsetastólinn og almennt virðist bjartara yfir félaginu nú heldur en fyrir níu mánuðum er Messi óskaði eftir því að yfirgefa Börsunga. Þannig er þó mál með vexti að félagið er stórskuldugt, raunar svo að það ætti í raun að vera gjaldþrota en það er annað mál. Þar með er ljóst að Barcelona getur ekki boðið Messi nýjan samning neitt í líkingu við þann sem hann er með í dag. Þar kemur PSG inn í myndina en franska félagið – sem fór í úrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð – telur sig vera í kjörstöðu til að semja við Messi. Félagið telur sig geta boðið honum launapakka sem hann yrði sáttur með. Þá yrði hann þjálfaður af landa sínum Mauricio Pochettino ásamt því að fyrrum samherji hans Neymar er að sjálfsögðu á launaskrá PSG. "Optimism is high" at PSG that they are in position to sign Leo Messi this summer, reports @marcelobechler pic.twitter.com/lxLfe7HWmd— B/R Football (@brfootball) March 12, 2021 Þetta staðfestir argentíski blaðamaðurinn Marcelo Bechler en sá er talinn einkar áreiðanlegur er kemur að málum Lionel Messi. Hann fullyrðir að forráðamenn PSG séu öruggir með að þeir geti fengið Messi til Parísar fyrir næstu leiktíð. Það fylgir þó ekki sögunni hvort PSG þurfi að selja hinn franska Kylian Mbappé til að hafa efni á Messi en Mbappé verður samningslaus sumarið 2022 og er talið að PSG vilji frekar selja hann í sumar en að missa hann þá. Sama hvað þá er ljóst að verður spennandi að sjá hvað gerist í sumar en ásamt Messi er fjöldinn allur af stórstjörnum knattspyrnunnar að renna út á samning. Þar má til að mynda nefna Sergio Ramos – sem hefur boðið Messi að búa hjá sér í Madríd – og David Alaba.
Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira