Vonar að næsta skáldsaga Sigríðar Hagalín fái titilinn „Endalaus hamingja“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 21. mars 2021 14:17 Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, við gosstöðvarnar í dag. Landhelgisgæslan Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flug yfir gosstöðvarnar í Geldingadal með þyrlu Landhelgisgæslunnar í hádeginu í dag. Hann segist ekki áður hafa séð eldgos úr nálægð og vonar að þeir sem leggi leið sína að eldgosinu fari í einu og öllu varlega. Um sögulegt eldgos sé að ræða. „Ég hlakka til. Þetta er mikið sjónarspil og þetta er sögulegt gos. Það gaus síðast á Reykjanesskaga fyrir um átta öldum og þá átti Snorri Sturluson Bessastaði, eða það var um það leyti,“ sagði Guðni í samtali við fréttastofu rétt áður en hann lagði af stað í loftið í morgun. Hvetur fólk til að sýna skynsemi og aðgát „Bara það að það sé farið að gjósa á þessum slóðum er sögulegt á sinn hátt og við vonum öll að gosið valdi ekki usla og að þetta sé ekki fyrsta gosið í langri hrinu eldsumbrota á þessum stað en við vitum það ekki núna,“ segir Guðni. Um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag.Landhelgisgæslan „Það er brýnt að jarðfræðingar og aðrir leitist núna við að kanna stöðuna og ég held að það sé líka afar brýnt að þeir sem vilja sjá þetta sjónarspil fari að öllu með gát. Gangan að gosstöðvunum úr byggð er einungis á færi vans útivistarfólks þannig að ég bið alla að sýna skynsemi og fyllstu aðgát.“ Hann kveðst hafa fylgst grannt með gangi mála frá því gos hófst. „Við höfum auðvitað fylgst með og ég man að þegar gosið hófst sáum við frá Bessastöðum óljósan rósrauðan bjarma á himni. Og við höfum auðvitað fundið fyrir skjálftunum þó að það sé auðvitað ekkert í líkingu við það sem Grindvíkingar og aðrir í grennd þurftu að þola,“ segir Guðni. Forsetinn veitti viðtöl áður en haldið var af stað.Vísir/Elísabet Raunveruleikinn vonandi rólegri en skáldskapurinn „Við búum á eldfjallaeyju, við búum á landi þar sem náttúran sýnir okkur sinn ægimátt með reglulegu millibili. Við þurfum að virða hana. Við þurfum að lifa í sátt við náttúruna og við þurfum að átta okkur á þessum ógnaröflum sem þarna eru að leysast úr læðingi og vona að allt fari nú vel,“ segir Guðni. Aðspurður segist forsetinn ekki áður hafa farið svo lálægt eldgosi. „Ég er fullur tilhlökkunar að því leytinu til. Þetta verður ægilegt sjónarspil. Ég er byrjaður að lesa Eldana eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur þar sem að svona hamförum er lýst og vona að raunveruleikinn verði nú ögn rólegri en skáldskapurinn. Ég vona líka að næst þegar Sigríður Hagalín skrifar einhverja bók að þá heiti hún bara „Endalaus hamingja,“ sagði forsetinn léttur í bragði, en skáldsögur Sigríðar Hagalín hafa einmitt vakið nokkra athygli að undanförnu enda fjalla tvær þeirra annars vegar um jarðhræringar og hins vegar um heimsfaraldur. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flaug yfir gosstöðvarnar með þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrr í dag.Landhelgisgæslan Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Forseti Íslands Bókmenntir Landhelgisgæslan Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Ég hlakka til. Þetta er mikið sjónarspil og þetta er sögulegt gos. Það gaus síðast á Reykjanesskaga fyrir um átta öldum og þá átti Snorri Sturluson Bessastaði, eða það var um það leyti,“ sagði Guðni í samtali við fréttastofu rétt áður en hann lagði af stað í loftið í morgun. Hvetur fólk til að sýna skynsemi og aðgát „Bara það að það sé farið að gjósa á þessum slóðum er sögulegt á sinn hátt og við vonum öll að gosið valdi ekki usla og að þetta sé ekki fyrsta gosið í langri hrinu eldsumbrota á þessum stað en við vitum það ekki núna,“ segir Guðni. Um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag.Landhelgisgæslan „Það er brýnt að jarðfræðingar og aðrir leitist núna við að kanna stöðuna og ég held að það sé líka afar brýnt að þeir sem vilja sjá þetta sjónarspil fari að öllu með gát. Gangan að gosstöðvunum úr byggð er einungis á færi vans útivistarfólks þannig að ég bið alla að sýna skynsemi og fyllstu aðgát.“ Hann kveðst hafa fylgst grannt með gangi mála frá því gos hófst. „Við höfum auðvitað fylgst með og ég man að þegar gosið hófst sáum við frá Bessastöðum óljósan rósrauðan bjarma á himni. Og við höfum auðvitað fundið fyrir skjálftunum þó að það sé auðvitað ekkert í líkingu við það sem Grindvíkingar og aðrir í grennd þurftu að þola,“ segir Guðni. Forsetinn veitti viðtöl áður en haldið var af stað.Vísir/Elísabet Raunveruleikinn vonandi rólegri en skáldskapurinn „Við búum á eldfjallaeyju, við búum á landi þar sem náttúran sýnir okkur sinn ægimátt með reglulegu millibili. Við þurfum að virða hana. Við þurfum að lifa í sátt við náttúruna og við þurfum að átta okkur á þessum ógnaröflum sem þarna eru að leysast úr læðingi og vona að allt fari nú vel,“ segir Guðni. Aðspurður segist forsetinn ekki áður hafa farið svo lálægt eldgosi. „Ég er fullur tilhlökkunar að því leytinu til. Þetta verður ægilegt sjónarspil. Ég er byrjaður að lesa Eldana eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur þar sem að svona hamförum er lýst og vona að raunveruleikinn verði nú ögn rólegri en skáldskapurinn. Ég vona líka að næst þegar Sigríður Hagalín skrifar einhverja bók að þá heiti hún bara „Endalaus hamingja,“ sagði forsetinn léttur í bragði, en skáldsögur Sigríðar Hagalín hafa einmitt vakið nokkra athygli að undanförnu enda fjalla tvær þeirra annars vegar um jarðhræringar og hins vegar um heimsfaraldur. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flaug yfir gosstöðvarnar með þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrr í dag.Landhelgisgæslan
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Forseti Íslands Bókmenntir Landhelgisgæslan Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira