Valladolid fyrsta liðið til að stöðva Messi í La Liga á þessu ári Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 09:31 Lionel Messi tókst hvorki að skora né leggja upp í sigri Barcelona á Real Valladolid í gær. EPA-EFE/ALBERTO ESTEVEZ Barcelona vann í gær gríðar mikilvægan 1-0 sigur á Real Valladolid í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Valladolid tókst hins vegar eitthvað sem engu liði deildarinnar hafði tekist síðan 16. desember síðastliðinn. Þann 16. desember vann Barcelona 2-1 sigur á Real Sociedad. Í þeim leik tókst Lionel Messi hvorki að skora né leggja upp. Síðan þá hefur Messi spilað 14 deildarleiki og skorað eða lagt upp í þeim öllum. Lionel Messi failed to score or assist in a league match for the first time since in last night's win over Real Valladolid pic.twitter.com/TqYGbEY3Gt— WhoScored.com (@WhoScored) April 6, 2021 Messi hefði eflaust verið til í að fórna þessari frábæru tölfræði fyrir 14 sigra í 14 leikjum en tveir af þessum leikjum enduðu með jafntefli. Valencia og Cádiz náðu í stig á Camp Nou. Ef Börsungar hefðu náð sigri í öðrum hvorum leiknum væru þeir á toppi deildarinnar um þessar mundir. Þeir geta þó varla kvartað en eftir herfilega byrjun á tímabilinu var óvíst hvort Barcelona myndi enda í Meistaradeildarsæti. Þegar níu umferðir eru eftir af deildinni er hins vegar allt galopið enn og væri glapræði að veðja gegn Börsungum sem eru á hörku skriði um þessar mundir. Ótrúlegt gengi Messi Barcelona 2-2 Valencia [Mark] Barcelona 3-0 Valladolid [Mark og stoðsending] Barcelona 1-0 Huesca [Stoðsending] Barcelona 3-2 Athletic Bilbao [Tvö mörk] Barcelona 4-0 Granada [Tvö mörk] Barcelona 2-1 Ath. Bilbao [Mark] Barcelona 3-2 Real Betis [Mark] Barcelona 5-1 Alaves [Tvö mörk og stoðsending] Barcelona 1-1 Cádiz [Mark] Barcelona 3-0 Elche [Tvö mörk] Barcelona 2-0 Sevilla [Mark og stoðsending] Barcelona 2-0 Osasuna [Tvær stoðsendingar] Barcelona 4-1 Huesca [Tvö mörk og stoðsending] Barcelona 6-1 Real Sociedad [Tvö mörk og stoðsending]Samtals: 18 mörk og 8 stoðsendingar Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Þann 16. desember vann Barcelona 2-1 sigur á Real Sociedad. Í þeim leik tókst Lionel Messi hvorki að skora né leggja upp. Síðan þá hefur Messi spilað 14 deildarleiki og skorað eða lagt upp í þeim öllum. Lionel Messi failed to score or assist in a league match for the first time since in last night's win over Real Valladolid pic.twitter.com/TqYGbEY3Gt— WhoScored.com (@WhoScored) April 6, 2021 Messi hefði eflaust verið til í að fórna þessari frábæru tölfræði fyrir 14 sigra í 14 leikjum en tveir af þessum leikjum enduðu með jafntefli. Valencia og Cádiz náðu í stig á Camp Nou. Ef Börsungar hefðu náð sigri í öðrum hvorum leiknum væru þeir á toppi deildarinnar um þessar mundir. Þeir geta þó varla kvartað en eftir herfilega byrjun á tímabilinu var óvíst hvort Barcelona myndi enda í Meistaradeildarsæti. Þegar níu umferðir eru eftir af deildinni er hins vegar allt galopið enn og væri glapræði að veðja gegn Börsungum sem eru á hörku skriði um þessar mundir. Ótrúlegt gengi Messi Barcelona 2-2 Valencia [Mark] Barcelona 3-0 Valladolid [Mark og stoðsending] Barcelona 1-0 Huesca [Stoðsending] Barcelona 3-2 Athletic Bilbao [Tvö mörk] Barcelona 4-0 Granada [Tvö mörk] Barcelona 2-1 Ath. Bilbao [Mark] Barcelona 3-2 Real Betis [Mark] Barcelona 5-1 Alaves [Tvö mörk og stoðsending] Barcelona 1-1 Cádiz [Mark] Barcelona 3-0 Elche [Tvö mörk] Barcelona 2-0 Sevilla [Mark og stoðsending] Barcelona 2-0 Osasuna [Tvær stoðsendingar] Barcelona 4-1 Huesca [Tvö mörk og stoðsending] Barcelona 6-1 Real Sociedad [Tvö mörk og stoðsending]Samtals: 18 mörk og 8 stoðsendingar Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Barcelona 2-2 Valencia [Mark] Barcelona 3-0 Valladolid [Mark og stoðsending] Barcelona 1-0 Huesca [Stoðsending] Barcelona 3-2 Athletic Bilbao [Tvö mörk] Barcelona 4-0 Granada [Tvö mörk] Barcelona 2-1 Ath. Bilbao [Mark] Barcelona 3-2 Real Betis [Mark] Barcelona 5-1 Alaves [Tvö mörk og stoðsending] Barcelona 1-1 Cádiz [Mark] Barcelona 3-0 Elche [Tvö mörk] Barcelona 2-0 Sevilla [Mark og stoðsending] Barcelona 2-0 Osasuna [Tvær stoðsendingar] Barcelona 4-1 Huesca [Tvö mörk og stoðsending] Barcelona 6-1 Real Sociedad [Tvö mörk og stoðsending]Samtals: 18 mörk og 8 stoðsendingar
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira