Eldgosið í eldlínunni í vinsælasta morgunþætti Bandaríkjanna Snorri Másson skrifar 21. apríl 2021 15:54 Good Morning America er vinsælasti morgunþáttur í Bandaríkjunum. GMA Sjónvarpsþátturinn „Good Morning America“ hjá sjónvarpsstöðinni ABC News bauð upp á ýtarlega umfjöllun um eldgosið í Fagradalsfjalli í þætti dagsins. Þátturinn er einn allra vinsælasti fréttaþáttur í Bandaríkjunum og hann er langsamlega vinsælasti morgunþátturinn. Blaðamaður þáttarins, Will Reeve, var í beinni útsendingu frá gosstöðvunum, að sjálfsögðu samviskusamlega bólusettur og með gasgrímu til vonar og vara. „Þetta er magnað. Ég er ekki viss um að orð eða myndir geti miðlað því með fullnægjandi hætti hve stórbrotið sjónarspil þetta er,“ segir Reeve í samtali við kollega sinn. Yfirskrift umfjöllunarinnar er: „Vísindamenn flykkjast til Íslands til að berja sjaldgæft eldgos á Íslandi augum.“ Ásamt því sem fjallað er um áhrif gossins á jörðina í kring, er talað um að það geti veitt þeim upplýsingar um aðrar plánetur, eins og Mars. Reeve leitar fanga víða. Hann ræðir við sérfræðinga Veðurstofu Íslands, þær Söru Barsotti, fagstjóra eldfjallavár, og Melissu Anne Pfeffer, sérfræðing á sviði gasdreifingar. Sara og Melissa eru hluti af stórum hópi sérfræðinga á Veðurstofunni og annarra vísindamanna sem hafa fylgst náið með virkninni á Reykjanesskaga sem má segja að hafi byrjað rúmu ári áður en til eldgoss kom. Rúmar fimm milljónir horfa á Good Morning America á hverjum degi, samkvæmt mælingum vestanhafs. Áhugi áhorfenda á íslenskum eldgosum mun vera nokkur, enda gerði þátturinn eldgosinu í Holuhrauni 2014 einnig góð skil. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. 20. apríl 2021 21:22 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Blaðamaður þáttarins, Will Reeve, var í beinni útsendingu frá gosstöðvunum, að sjálfsögðu samviskusamlega bólusettur og með gasgrímu til vonar og vara. „Þetta er magnað. Ég er ekki viss um að orð eða myndir geti miðlað því með fullnægjandi hætti hve stórbrotið sjónarspil þetta er,“ segir Reeve í samtali við kollega sinn. Yfirskrift umfjöllunarinnar er: „Vísindamenn flykkjast til Íslands til að berja sjaldgæft eldgos á Íslandi augum.“ Ásamt því sem fjallað er um áhrif gossins á jörðina í kring, er talað um að það geti veitt þeim upplýsingar um aðrar plánetur, eins og Mars. Reeve leitar fanga víða. Hann ræðir við sérfræðinga Veðurstofu Íslands, þær Söru Barsotti, fagstjóra eldfjallavár, og Melissu Anne Pfeffer, sérfræðing á sviði gasdreifingar. Sara og Melissa eru hluti af stórum hópi sérfræðinga á Veðurstofunni og annarra vísindamanna sem hafa fylgst náið með virkninni á Reykjanesskaga sem má segja að hafi byrjað rúmu ári áður en til eldgoss kom. Rúmar fimm milljónir horfa á Good Morning America á hverjum degi, samkvæmt mælingum vestanhafs. Áhugi áhorfenda á íslenskum eldgosum mun vera nokkur, enda gerði þátturinn eldgosinu í Holuhrauni 2014 einnig góð skil.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. 20. apríl 2021 21:22 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. 20. apríl 2021 21:22