Hazard bað stuðningsmenn Real Madrid afsökunar á hegðun sinni á Brúnni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2021 10:00 Eden Hazard var keyptur til Real Madrid sem næsta stórstjarna liðsins en það hefur verið lítið að frétta af honum inn á vellinum síðan. EPA-EFE/Neil Hall Belgíski knattspyrnumaðurinn Eden Hazard þurfti að skrifa afsökunarbeiðni á Instagram eftir framkomu sína í hópi leikmanna Chelsea eftir að Real Madrid datt út úr undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Það hefur gengið allt á afturfótunum hjá Eden Hazard síðan hann var keyptur til Real Madrid. Meiðsli og slök frammistaða hafa einkennt tíma hans á Spáni og nú síðast gekk hann fram af stuðningsmönnum Real með framkomu sinni eftir að liðið datt út úr Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. "It was not my intention to offend the Real Madrid fans. It has always been my dream to play for Real Madrid and I came here to win."Eden Hazard apologizes after he was seen laughing with Chelsea players after yesterday's loss. pic.twitter.com/F8WFlOWQWR— ESPN FC (@ESPNFC) May 6, 2021 Real Madrid tapaði leiknum 2-0 og Eden Hazard gerði lítið sem ekkert í leiknum. Eftir leikinn sást hann hins vegar hlæjandi með Chelsea mönnunum Kurt Zouma og Edouard Mendy út á velli. Myndavélarnar voru fljótar að finna þá félaga en Hazard hafði litlar áhyggjur af því. Hazard var leikmaður hjá Chelsea og þessir þrír eru augljóslega góðir vinir. Þetta var hins vegar enginn tími fyrir að rækta vináttuna við leikmenn sem voru nýbúnir að henda honum og restinni af Real Madrid liðinu út úr Meistaradeildinni. Eden Hazard speaks up about *that* photo after yesterday's game pic.twitter.com/FrGKx3BL7r— Goal (@goal) May 6, 2021 Áður en Eden vissi af þá var þetta orðið stórmál á Spáni og stuðningsmenn Real Madrid voru brjálaðir. Meistaradeildin skiptir spænska félagið gríðarlega miklu máli og það var ekki eins og Belginn ætti mikið inni hjá þeim. „Ég biðst afsökunar. Ég hef lesið mikið af tilfinningaríkum færslum um mig í dag og það var ekki ætlun mín að móðga stuðningsmenn Real Madrid. Það hefur alltaf verið draumur minn að spila fyrir Real Madrid og ég kom hingað til að vinna. Þetta tímabil er ekki búið og við þurfum að berjast saman fyrir því að vinna deildina,“ skrifaði Eden Hazard á bæði ensku og spænsku. Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
Það hefur gengið allt á afturfótunum hjá Eden Hazard síðan hann var keyptur til Real Madrid. Meiðsli og slök frammistaða hafa einkennt tíma hans á Spáni og nú síðast gekk hann fram af stuðningsmönnum Real með framkomu sinni eftir að liðið datt út úr Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. "It was not my intention to offend the Real Madrid fans. It has always been my dream to play for Real Madrid and I came here to win."Eden Hazard apologizes after he was seen laughing with Chelsea players after yesterday's loss. pic.twitter.com/F8WFlOWQWR— ESPN FC (@ESPNFC) May 6, 2021 Real Madrid tapaði leiknum 2-0 og Eden Hazard gerði lítið sem ekkert í leiknum. Eftir leikinn sást hann hins vegar hlæjandi með Chelsea mönnunum Kurt Zouma og Edouard Mendy út á velli. Myndavélarnar voru fljótar að finna þá félaga en Hazard hafði litlar áhyggjur af því. Hazard var leikmaður hjá Chelsea og þessir þrír eru augljóslega góðir vinir. Þetta var hins vegar enginn tími fyrir að rækta vináttuna við leikmenn sem voru nýbúnir að henda honum og restinni af Real Madrid liðinu út úr Meistaradeildinni. Eden Hazard speaks up about *that* photo after yesterday's game pic.twitter.com/FrGKx3BL7r— Goal (@goal) May 6, 2021 Áður en Eden vissi af þá var þetta orðið stórmál á Spáni og stuðningsmenn Real Madrid voru brjálaðir. Meistaradeildin skiptir spænska félagið gríðarlega miklu máli og það var ekki eins og Belginn ætti mikið inni hjá þeim. „Ég biðst afsökunar. Ég hef lesið mikið af tilfinningaríkum færslum um mig í dag og það var ekki ætlun mín að móðga stuðningsmenn Real Madrid. Það hefur alltaf verið draumur minn að spila fyrir Real Madrid og ég kom hingað til að vinna. Þetta tímabil er ekki búið og við þurfum að berjast saman fyrir því að vinna deildina,“ skrifaði Eden Hazard á bæði ensku og spænsku.
Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira