Dolfallinn yfir gosinu í 60 Minutes Sylvía Hall skrifar 24. maí 2021 13:17 Kristín Jónsdóttir, , hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, fór í þyrluferð með fréttamanninum Bill Whitaker í innslagi 60 Minutes um gosið. 60 minutes/youtube Fréttamaðurinn Bill Whitaker fjallar um eldgosið í Geldingadölum í nýju innslagi í 60 Minutes eftir að hafa gert sér sérstaka ferð til landsins til að kynna sér eldsumbrotin. Kunnugleg andlit eru í innslaginu, til að mynda okkar helstu jarð- og eldfjallafræðingar. „Ég hef fylgst með svona virkni í næstum fjóra áratugi og ég verð ennþá heillaður. Ég sit bara og get fylgst með þessu daginn út og daginn inn,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sem er einn viðmælenda Whitaker í innslaginu. Þar ferðast þeir saman um svæðið á meðan Þorvaldur eys úr viskubrunni sínum. Með í för var einnig Bruce Houghton, eldfjallafræðingur frá Nýja-Sjálandi, sem starfar við háskólann á Hawaii og er fremsti sérfræðingur þess svæði. Hann segist hafa beðið í smá tíma áður en hann dreif sig til Íslands, en hafði verið í samskiptum við Þorvald fyrir komuna til landsins. „Mörg gos klárast á einum degi eða svo. Þorvaldur hafði fyrir löngu síðan haft grun um að þetta gos yrði lengi,“ segir Houghton sem tók Þorvald á orðinu. „Ég beið. Ég trúði honum og beið þar til ég sjálfur var viss um að líftími gossins yrði langur.“ Þorvaldur telur þetta upphaf frekari eldsumbrota á Reykjanesskaganum. „Ég held að þetta sé upphaf nýs eldgosatímabils. Ég held að við munum sjá fleiri gos á Reykjanesskaga næstu tvö hundruð til fjögur hundruð árin.“ Þorvaldur og Houghton höfðu verið í sambandi áður en Houghton ákvað að koma til landsins og virða fyrir sér gosið.60 minutes/youtube „Ég bjóst ekki við að þetta myndi gerast á minni ævi“ Whitaker ræddi við fleiri sérfræðinga á meðan hann dvaldi hér á landi. Þar á meðal var Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, sem Íslendingar þekkja vel eftir atburðarás undanfarinna mánaða. Þar fór Kristín yfir aðdragandann sem hún segir ólíkan þeim sem Íslendingar þekkja vanalega þegar eldgos verða. Yfirleitt byrji þau með hvelli, en ekki í þetta skiptið. Gosið í Geldingadölum hafi ekki byrjað með hvelli heldur hafi jörðin frekar opnast í nánast beinni línu. „Við höfum ekki séð eldgos á skaganum í átta hundruð ár. Þetta var eitthvað sem ég bjóst ekki við að myndi gerast á minni ævi,“ segir Kristín við Whitaker á meðan þau virða fyrir sér eldgosið úr fjarlægð. Aðspurð hversu lengi gosið geti staðið yfir segir Kristín: „Við vitum það ekki – það er heiðarlega svarið. Við sjáum ekkert sem bendir til þess að þetta sé að minnka. Svo við vitum það ekki“ Whitaker var greinilega heillaður af gosinu og sagðist ekki trúa sínum eigin eyrum þegar flæðandi hraunið hljómaði eins og brotnandi gler. „Ég held við komumst ekki mikið nær en þetta. Við erum um það bil tíu fetum [3 metru,] frá gosinu og það brennir á þér andlitið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Fjölmiðlar Íslandsvinir Tengdar fréttir Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44 Bein útsending: Eldgosið í Geldingadölum Lesendur Vísis geta nú fylgst með eldgosinu í Geldingadölum í beinni útsendingu. Ný vefmyndavél horfir yfir gígaröðina og verður sýnt frá gosinu allan sólarhringinn. Myndavélin er háþróuð og verður hægt að snúa linsunni og færa áhorfendur nær einstaka gígum ef tilefni gefst til. 12. maí 2021 18:54 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
„Ég hef fylgst með svona virkni í næstum fjóra áratugi og ég verð ennþá heillaður. Ég sit bara og get fylgst með þessu daginn út og daginn inn,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sem er einn viðmælenda Whitaker í innslaginu. Þar ferðast þeir saman um svæðið á meðan Þorvaldur eys úr viskubrunni sínum. Með í för var einnig Bruce Houghton, eldfjallafræðingur frá Nýja-Sjálandi, sem starfar við háskólann á Hawaii og er fremsti sérfræðingur þess svæði. Hann segist hafa beðið í smá tíma áður en hann dreif sig til Íslands, en hafði verið í samskiptum við Þorvald fyrir komuna til landsins. „Mörg gos klárast á einum degi eða svo. Þorvaldur hafði fyrir löngu síðan haft grun um að þetta gos yrði lengi,“ segir Houghton sem tók Þorvald á orðinu. „Ég beið. Ég trúði honum og beið þar til ég sjálfur var viss um að líftími gossins yrði langur.“ Þorvaldur telur þetta upphaf frekari eldsumbrota á Reykjanesskaganum. „Ég held að þetta sé upphaf nýs eldgosatímabils. Ég held að við munum sjá fleiri gos á Reykjanesskaga næstu tvö hundruð til fjögur hundruð árin.“ Þorvaldur og Houghton höfðu verið í sambandi áður en Houghton ákvað að koma til landsins og virða fyrir sér gosið.60 minutes/youtube „Ég bjóst ekki við að þetta myndi gerast á minni ævi“ Whitaker ræddi við fleiri sérfræðinga á meðan hann dvaldi hér á landi. Þar á meðal var Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, sem Íslendingar þekkja vel eftir atburðarás undanfarinna mánaða. Þar fór Kristín yfir aðdragandann sem hún segir ólíkan þeim sem Íslendingar þekkja vanalega þegar eldgos verða. Yfirleitt byrji þau með hvelli, en ekki í þetta skiptið. Gosið í Geldingadölum hafi ekki byrjað með hvelli heldur hafi jörðin frekar opnast í nánast beinni línu. „Við höfum ekki séð eldgos á skaganum í átta hundruð ár. Þetta var eitthvað sem ég bjóst ekki við að myndi gerast á minni ævi,“ segir Kristín við Whitaker á meðan þau virða fyrir sér eldgosið úr fjarlægð. Aðspurð hversu lengi gosið geti staðið yfir segir Kristín: „Við vitum það ekki – það er heiðarlega svarið. Við sjáum ekkert sem bendir til þess að þetta sé að minnka. Svo við vitum það ekki“ Whitaker var greinilega heillaður af gosinu og sagðist ekki trúa sínum eigin eyrum þegar flæðandi hraunið hljómaði eins og brotnandi gler. „Ég held við komumst ekki mikið nær en þetta. Við erum um það bil tíu fetum [3 metru,] frá gosinu og það brennir á þér andlitið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Fjölmiðlar Íslandsvinir Tengdar fréttir Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44 Bein útsending: Eldgosið í Geldingadölum Lesendur Vísis geta nú fylgst með eldgosinu í Geldingadölum í beinni útsendingu. Ný vefmyndavél horfir yfir gígaröðina og verður sýnt frá gosinu allan sólarhringinn. Myndavélin er háþróuð og verður hægt að snúa linsunni og færa áhorfendur nær einstaka gígum ef tilefni gefst til. 12. maí 2021 18:54 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44
Bein útsending: Eldgosið í Geldingadölum Lesendur Vísis geta nú fylgst með eldgosinu í Geldingadölum í beinni útsendingu. Ný vefmyndavél horfir yfir gígaröðina og verður sýnt frá gosinu allan sólarhringinn. Myndavélin er háþróuð og verður hægt að snúa linsunni og færa áhorfendur nær einstaka gígum ef tilefni gefst til. 12. maí 2021 18:54