„Sannfærð um að næsta Marel eða Össur leynist í pokanum“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. maí 2021 07:00 Mæðgur í Sjávarklasanum: Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri Sjávarklasans og dóttir hennar Sara Björk Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Sjávarklasans og Sjávarakademíunnar. Vísir/Vilhelm „Margir höfðu á orði við okkur að flest væri búið að gera sem skipti máli og fá tækifæri eftir. Með því að opna gáttir fyrir fleiri frumkvöðla þá opnuðust augu margra fyrir því hve fjölbreytt tækifærin eru á þessu sviði hérlendis,“ segir Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri Sjávarklasans sem nú fagnar tíu ára afmæli sínu. Dóttir Bertu, Sara Guðmundsdóttir, starfar einnig í Sjávarklasanum. Sara er verkefnastjóri og hefur meðal annars leitt starf Sjávarakademíunnar sem stofnuð var síðastliðið haust, í samstarfi við Fisktækniskóla Íslands. „Við erum nú þegar búin að útskrifa nokkra nemendur sem eru komin á fullt með sínar hugmyndir og eru að gera frábæra hluti og á næstu árum er ég alveg sannfærð um að næsta Marel eða Össur leynist í pokanum hjá framtíðar nemendum,“ segir Sara. Tækifærin til staðar Hugmyndafræði Sjávarklasans byggir á því að klasinn sé drifkraftur nýrra hugmynda, sem stuðli að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Frá því að klasinn var stofnaður, hafa yfir eitt hundrað nýsköpunarfyrirtæki sem tengjast hafinu, starfað í Sjávarklasanum. Í dag starfa þar um sjötíu fyrirtæki og frumkvöðlar. Berta tók við sem framkvæmdastjóri Sjávarklasans árið 2016. Berta er með meistarapróf í stjórnun frá Háskólanum á Akureyri og hafði fyrir tíma Sjávarklasans, starfað í alþjóðlegu samfélagi í um átján ár. ,,Í upphafi var stærsta áskorunin að opna augu fleiri fyrir þeim mögnuðu tækifærum sem voru enn til staðar í haftengdum greinum,“ segir Berta en bætir við: „Dæmin síðasta áratug hafa sannarlega sannað að tækifærin voru til staðar.“ Starfsemi fyrirtækja og frumkvöðla í bláa hagkerfinu er af ólíkum toga. Allt frá fiskeldi og fisksölu yfir í líftækni og snyrtivörur. Sem dæmi um nýsköpunarstarfsemina sem fram fer í Sjávarklasanum má nefna fyrirtækið Optitog sem er að nýta ljósatækni til veiða í stað hefðbundinna neta. Eða fyrirtækið Marea, sem hyggst breyta þörungum í umhverfisvænar umbúðir. Þá má nefna fyrirtækið Navis, sem er að þróa rafdrifna fiskibáta. En einkenni klasastarfsemi er einnig sú tengslamyndun sem getur myndast innan hópa. Þannig hafa nýsköpunarverkefni orðið til, þegar fyrirtæki innan Sjávarklasans hafa sameinað krafta sína og þekkingu. Sem dæmi um eitt slíkt verkefni má nefna fyrirtækið Ocean Excellence ehf. Það var stofnað árið 2013 þegar Mannvit, Haustak og Samey ákváðu að sameina krafta sína fyrir þróunarverkefni sem ætlað er að bæta verðmæti sjávarafurða fátækustu landa heims. Í þróunarlöndum skemmist oft stór hluti aflans vegna þess að kælingu vantar. Ocean Excellence hefur nú þróað sólardrifna varmadælu til kælingar á saltvatni sem hægt er að koma fyrir í einföldu plastkari. Mæðgurnar Sara og Berta hafa óbilandi trú á tækifærum bláa hagkerfisins en þessa dagana fagnar Sjávarklasinn tíu ára afmæli sínu. Á þeim tíu árum hafa yfir hundrað fyrirtæki starfað í Sjávarklasanum að nýsköpun tengdri sjávarútveginum. Vísir/Vilhelm Fortíð og framtíð á sama stað Hús sjávarklasans er á efri hæð hús sem stendur við Grandagarð 16 við Gömlu höfnina í Reykjavík. Húsið kláraðist í byggingu árið 1967 og hefur alla tíð verið í eigu Reykjavíkurhafnar. Lengi vel var þetta hús kallað Bakkaskemman eða Bakkaskálinn. Það skýrist af því að allt fram að áttunda áratugnum var það notað sem hafnarskemma. Þá setti Bæjarútgerð Reykjavíkur upp kæligeymslu í húsinu og um fjögurra ára skeið var Togaraafgreiðslan síðan með starfsemi þar, eða allt þar til hún var lokuð árið 1984. Árið 2006 flutti Fiskmarkaður Íslands í húsið. Hann er enn starfræktur á neðri hæðinni, auk nokkurra annarra fyrirtækja sem þar hafa aðstöðu. Á efri hæðinni var Hampiðjan með uppsetningu flottrolla um árabil. Árið 2009 til 2010 var í húsinu starfrækt frumkvöðlasetur skapandi greina. Húsið stóð síðan tómt allt þar til ákveðið var að breyta hluta efri hæðarinnar í Hús Sjávarklasans árið 2012. Starfsemi Sjávarklasans nýtir nú alla efri hæð hússins, eða um 2.700 fermetra. Síðla sumars í fyrra, bættist þar við 30 eininga námsbraut á framhaldsskólastigi á sviði haftengdrar nýsköpunar: Sjávarakademían. Sara Guðmundsdóttir, dóttir Bertu, hefur starfað sem verkefnastjóri í Sjávarklasanum síðastliðið tvö og hálft ár. Söru þekkja einnig margir sem annan af umsjónaraðila Fæðingarcastsins, vinsælt hlaðvarp um meðgöngu og fæðingar sem Sara heldur úti ásamt æskuvinkonu sinni, Viktoríu Ósk Vignisdóttir. Eitt af verkefnum Söru hefur verið að fylgja eftir stofnun Sjávarakademíunnar, en námsbrautin er skipulögð sem hagnýtt nám fyrir þá sem vilja kynna sér rekstur og stofna fyrirtæki á sviðum bláa hagkerfisins. Markhópur Sjávarakademíunnar er fólk á aldrinum 18 til 25 ára plús. „Sjávarakademían var stofnuð í samstarfi með Fisktækniskóla Íslands með það að markmiði að fræða ungt fólk um sjálfbærni, nýsköpum og um bláa hagkerfið bara almennt,“ segir Sara. Að sögn Söru, er þörf á námsbraut sem þessari, því oft hafi fólk ekki réttar hugmyndir um þau tækifæri sem sjávarútvegurinn og bláa hagkerfið býður upp á. Við höfðum tekið eftir því að það var ekki jafn mikil ásókn í nám tengt sjávarútvegi og ungt fólk ekkert endilega með áhuga á störfum innan bláa hagkerfisins og ímyndin að vera kalt inní fiskvinnslu að harka yfirleitt það fyrsta sem þeim dettur í hug þegar þau hugsa um sjávarútveg,“ segir Sara og bætir við: „Okkur fannst mikilvægt að sýna ungu fólki hvað þetta er ótrúlega fjölbreytt og hvað það er í raun og veru mikið af tækifærum í boði.“ Viðtökurnar voru strax vonum framar en síðastliðið haust bárust Sjávarakademíunni 90 umsóknir. „Ég hef fulla trú á því að Sjávarakademían sé komin til að vera,“ segir Sara. Mæðgur í Sjávarklasanum á tíu ára afmæli klasans. Að sögn Söru var full ástæða til að stofna Sjávarakademíu Sjávarklasans í fyrra með markhópinn 18 til 25 ára+ í huga. Því oft hefur ungt fólk þær ranghugmyndir að sjávarútvegurinn bjóði upp á lítið annað en að vera kalt inni í fiskvinnslu. Frumkvöðlastarfið í Sjávarklasanum nær hins vegar frá fiskeldi yfir í framleiðslu snyrtivara. Vísir/Vilhelm Sjávarklasinn sem fyrirmynd erlendis En starfsemi Sjávarklasans hefur ekki aðeins vaxið og dafnað hérlendis því síðustu árin hefur hann jafnframt vakið athygli erlendis þar sem sambærilegir klasar hafa verið stofnaðir. Það sem er ólíkt Sjávarklasanum og mörgum sambærilegum klösum erlendis er að við erum viðskiptadrifin, við erum stöðugt að finna tækifærin, koma með hugmyndir og ýta þeim úr vör. Við erum ekki rekin fyrir almannafé eða á styrkjum eins og tíðkast víðast hvar og í Evrópu sérstaklega,“ segir Berta. Að sögn Bertu felur áhugi erlendra aðila í sér mikla viðurkenningu á velgengni Sjávarklasans. „Þeir sjá að okkar módel er að virka og vilja vera hluti af velgengninni. Önnur hlið sem má alls ekki gleymast er að með þessu erum við stöðugt að stækka tengslanetið okkar og í dag erum við að vinna í verkefni í Nýju Kaledóníu í Suðurhöfum ásamt því að við höfum lagt fram hugmyndir að nýtingu á vatnakarfa í Bandaríkjunum,“ segir Berta. Í gegnum árin hefur Sjávarklasinn unnið að fjölmörgum öðrum verkefnum með erlendum aðilum. Sem dæmi má nefna verkefnið Vötnin miklu, eða The Great Lakes. Það verkefni er samheiti yfir fimm stór stöðuvötn við landamæri Kanada og Bandaríkjanna. Forsvarsaðilar þessa verkefnis heimsóttu Sjávarklasann árið 2018 og þá sérstaklega til að kynna sér fullnýtingu sjávarafurða. Síðar var Sjávarklasinn fenginn til að leiða það verkefni hvernig hægt væri að finna leiðir til að nýta betur fisktegund sem ógnar nú fjölbreytni vistkerfisins í vatninu. „Þarna hafa alþjóðlegu tengslin okkar skapað tækifæri fyrir íslenska þekkingu og að sjálfsögðu gengur þetta í báðar áttir. Við höfum aðgang að þekkingu erlendis sem ekki er til staðar hérna heima,“ segir Berta. Í tilefni tíu ára afmæli Sjávarklasans mun Þórdís Kolbrún Reykfjörð, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra veita viðurkenningar til frumkvöðla klukkan 13.30 í dag í húsi Sjávarklasans. Viðurkenningarnar eru veittar til frumkvöðla sem hafa með einum eða öðrum hætti stuðlað að auknu samstarfi á ýmsum sviðum sem tengist Íslenska sjávarklasanum í bláa hagkerfinu. Þá munu nokkrir frumkvöðlar segja stuttlega frá sinni starfsemi en að þeim erindum loknum, mun forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpa hópinn. Sjávarútvegur Skóla - og menntamál Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir „Engin ein leið er rétt í þessu ferli“ Sara Björk Guðmundsdóttir og Vikoría Ósk Vignisdóttir eru með vinsælt hlaðvarp um meðgöngu og fæðingar. 23. janúar 2020 13:45 Slakar á með góðum norrænum krimma Berta Daníelsdóttir tekur við starfi framkvæmdastjóra Íslenska sjávarklasans þann 15. nóvember eftir átján ára starf hjá Marel. 26. október 2016 13:00 Stóru og meðalstóru fyrirtækin eflast frekar Velta tæknifyrirtækja í Sjávarklasanum jókst um 12 prósent á árinu 2015 og er nú um 60-65 milljarðar króna. 6. júlí 2016 11:00 Fyrirtækin hafa vaxið um 15-20 prósent Sjávarklasinn er fimm ára í ár. Starfsemin hefur vakið mikla athygli, einkum í Bandaríkjunum. Stofnandinn vill að Sílíkondalur sjávarútvegarins verði á Íslandi. Hann sætti rannsókn sérstaks saksóknara þegar Klasinn var stofnaður og se 23. mars 2016 12:00 Íslenski sjávarklasinn fyrirmynd sjávarklasa í Bandaríkjunum Sjávarklasi að fyrirmynd Íslenska sjávarklasans verður opnaður í Portland í Maine í Bandaríkjunum á næstunni. 17. október 2014 14:44 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Dóttir Bertu, Sara Guðmundsdóttir, starfar einnig í Sjávarklasanum. Sara er verkefnastjóri og hefur meðal annars leitt starf Sjávarakademíunnar sem stofnuð var síðastliðið haust, í samstarfi við Fisktækniskóla Íslands. „Við erum nú þegar búin að útskrifa nokkra nemendur sem eru komin á fullt með sínar hugmyndir og eru að gera frábæra hluti og á næstu árum er ég alveg sannfærð um að næsta Marel eða Össur leynist í pokanum hjá framtíðar nemendum,“ segir Sara. Tækifærin til staðar Hugmyndafræði Sjávarklasans byggir á því að klasinn sé drifkraftur nýrra hugmynda, sem stuðli að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Frá því að klasinn var stofnaður, hafa yfir eitt hundrað nýsköpunarfyrirtæki sem tengjast hafinu, starfað í Sjávarklasanum. Í dag starfa þar um sjötíu fyrirtæki og frumkvöðlar. Berta tók við sem framkvæmdastjóri Sjávarklasans árið 2016. Berta er með meistarapróf í stjórnun frá Háskólanum á Akureyri og hafði fyrir tíma Sjávarklasans, starfað í alþjóðlegu samfélagi í um átján ár. ,,Í upphafi var stærsta áskorunin að opna augu fleiri fyrir þeim mögnuðu tækifærum sem voru enn til staðar í haftengdum greinum,“ segir Berta en bætir við: „Dæmin síðasta áratug hafa sannarlega sannað að tækifærin voru til staðar.“ Starfsemi fyrirtækja og frumkvöðla í bláa hagkerfinu er af ólíkum toga. Allt frá fiskeldi og fisksölu yfir í líftækni og snyrtivörur. Sem dæmi um nýsköpunarstarfsemina sem fram fer í Sjávarklasanum má nefna fyrirtækið Optitog sem er að nýta ljósatækni til veiða í stað hefðbundinna neta. Eða fyrirtækið Marea, sem hyggst breyta þörungum í umhverfisvænar umbúðir. Þá má nefna fyrirtækið Navis, sem er að þróa rafdrifna fiskibáta. En einkenni klasastarfsemi er einnig sú tengslamyndun sem getur myndast innan hópa. Þannig hafa nýsköpunarverkefni orðið til, þegar fyrirtæki innan Sjávarklasans hafa sameinað krafta sína og þekkingu. Sem dæmi um eitt slíkt verkefni má nefna fyrirtækið Ocean Excellence ehf. Það var stofnað árið 2013 þegar Mannvit, Haustak og Samey ákváðu að sameina krafta sína fyrir þróunarverkefni sem ætlað er að bæta verðmæti sjávarafurða fátækustu landa heims. Í þróunarlöndum skemmist oft stór hluti aflans vegna þess að kælingu vantar. Ocean Excellence hefur nú þróað sólardrifna varmadælu til kælingar á saltvatni sem hægt er að koma fyrir í einföldu plastkari. Mæðgurnar Sara og Berta hafa óbilandi trú á tækifærum bláa hagkerfisins en þessa dagana fagnar Sjávarklasinn tíu ára afmæli sínu. Á þeim tíu árum hafa yfir hundrað fyrirtæki starfað í Sjávarklasanum að nýsköpun tengdri sjávarútveginum. Vísir/Vilhelm Fortíð og framtíð á sama stað Hús sjávarklasans er á efri hæð hús sem stendur við Grandagarð 16 við Gömlu höfnina í Reykjavík. Húsið kláraðist í byggingu árið 1967 og hefur alla tíð verið í eigu Reykjavíkurhafnar. Lengi vel var þetta hús kallað Bakkaskemman eða Bakkaskálinn. Það skýrist af því að allt fram að áttunda áratugnum var það notað sem hafnarskemma. Þá setti Bæjarútgerð Reykjavíkur upp kæligeymslu í húsinu og um fjögurra ára skeið var Togaraafgreiðslan síðan með starfsemi þar, eða allt þar til hún var lokuð árið 1984. Árið 2006 flutti Fiskmarkaður Íslands í húsið. Hann er enn starfræktur á neðri hæðinni, auk nokkurra annarra fyrirtækja sem þar hafa aðstöðu. Á efri hæðinni var Hampiðjan með uppsetningu flottrolla um árabil. Árið 2009 til 2010 var í húsinu starfrækt frumkvöðlasetur skapandi greina. Húsið stóð síðan tómt allt þar til ákveðið var að breyta hluta efri hæðarinnar í Hús Sjávarklasans árið 2012. Starfsemi Sjávarklasans nýtir nú alla efri hæð hússins, eða um 2.700 fermetra. Síðla sumars í fyrra, bættist þar við 30 eininga námsbraut á framhaldsskólastigi á sviði haftengdrar nýsköpunar: Sjávarakademían. Sara Guðmundsdóttir, dóttir Bertu, hefur starfað sem verkefnastjóri í Sjávarklasanum síðastliðið tvö og hálft ár. Söru þekkja einnig margir sem annan af umsjónaraðila Fæðingarcastsins, vinsælt hlaðvarp um meðgöngu og fæðingar sem Sara heldur úti ásamt æskuvinkonu sinni, Viktoríu Ósk Vignisdóttir. Eitt af verkefnum Söru hefur verið að fylgja eftir stofnun Sjávarakademíunnar, en námsbrautin er skipulögð sem hagnýtt nám fyrir þá sem vilja kynna sér rekstur og stofna fyrirtæki á sviðum bláa hagkerfisins. Markhópur Sjávarakademíunnar er fólk á aldrinum 18 til 25 ára plús. „Sjávarakademían var stofnuð í samstarfi með Fisktækniskóla Íslands með það að markmiði að fræða ungt fólk um sjálfbærni, nýsköpum og um bláa hagkerfið bara almennt,“ segir Sara. Að sögn Söru, er þörf á námsbraut sem þessari, því oft hafi fólk ekki réttar hugmyndir um þau tækifæri sem sjávarútvegurinn og bláa hagkerfið býður upp á. Við höfðum tekið eftir því að það var ekki jafn mikil ásókn í nám tengt sjávarútvegi og ungt fólk ekkert endilega með áhuga á störfum innan bláa hagkerfisins og ímyndin að vera kalt inní fiskvinnslu að harka yfirleitt það fyrsta sem þeim dettur í hug þegar þau hugsa um sjávarútveg,“ segir Sara og bætir við: „Okkur fannst mikilvægt að sýna ungu fólki hvað þetta er ótrúlega fjölbreytt og hvað það er í raun og veru mikið af tækifærum í boði.“ Viðtökurnar voru strax vonum framar en síðastliðið haust bárust Sjávarakademíunni 90 umsóknir. „Ég hef fulla trú á því að Sjávarakademían sé komin til að vera,“ segir Sara. Mæðgur í Sjávarklasanum á tíu ára afmæli klasans. Að sögn Söru var full ástæða til að stofna Sjávarakademíu Sjávarklasans í fyrra með markhópinn 18 til 25 ára+ í huga. Því oft hefur ungt fólk þær ranghugmyndir að sjávarútvegurinn bjóði upp á lítið annað en að vera kalt inni í fiskvinnslu. Frumkvöðlastarfið í Sjávarklasanum nær hins vegar frá fiskeldi yfir í framleiðslu snyrtivara. Vísir/Vilhelm Sjávarklasinn sem fyrirmynd erlendis En starfsemi Sjávarklasans hefur ekki aðeins vaxið og dafnað hérlendis því síðustu árin hefur hann jafnframt vakið athygli erlendis þar sem sambærilegir klasar hafa verið stofnaðir. Það sem er ólíkt Sjávarklasanum og mörgum sambærilegum klösum erlendis er að við erum viðskiptadrifin, við erum stöðugt að finna tækifærin, koma með hugmyndir og ýta þeim úr vör. Við erum ekki rekin fyrir almannafé eða á styrkjum eins og tíðkast víðast hvar og í Evrópu sérstaklega,“ segir Berta. Að sögn Bertu felur áhugi erlendra aðila í sér mikla viðurkenningu á velgengni Sjávarklasans. „Þeir sjá að okkar módel er að virka og vilja vera hluti af velgengninni. Önnur hlið sem má alls ekki gleymast er að með þessu erum við stöðugt að stækka tengslanetið okkar og í dag erum við að vinna í verkefni í Nýju Kaledóníu í Suðurhöfum ásamt því að við höfum lagt fram hugmyndir að nýtingu á vatnakarfa í Bandaríkjunum,“ segir Berta. Í gegnum árin hefur Sjávarklasinn unnið að fjölmörgum öðrum verkefnum með erlendum aðilum. Sem dæmi má nefna verkefnið Vötnin miklu, eða The Great Lakes. Það verkefni er samheiti yfir fimm stór stöðuvötn við landamæri Kanada og Bandaríkjanna. Forsvarsaðilar þessa verkefnis heimsóttu Sjávarklasann árið 2018 og þá sérstaklega til að kynna sér fullnýtingu sjávarafurða. Síðar var Sjávarklasinn fenginn til að leiða það verkefni hvernig hægt væri að finna leiðir til að nýta betur fisktegund sem ógnar nú fjölbreytni vistkerfisins í vatninu. „Þarna hafa alþjóðlegu tengslin okkar skapað tækifæri fyrir íslenska þekkingu og að sjálfsögðu gengur þetta í báðar áttir. Við höfum aðgang að þekkingu erlendis sem ekki er til staðar hérna heima,“ segir Berta. Í tilefni tíu ára afmæli Sjávarklasans mun Þórdís Kolbrún Reykfjörð, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra veita viðurkenningar til frumkvöðla klukkan 13.30 í dag í húsi Sjávarklasans. Viðurkenningarnar eru veittar til frumkvöðla sem hafa með einum eða öðrum hætti stuðlað að auknu samstarfi á ýmsum sviðum sem tengist Íslenska sjávarklasanum í bláa hagkerfinu. Þá munu nokkrir frumkvöðlar segja stuttlega frá sinni starfsemi en að þeim erindum loknum, mun forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpa hópinn.
Sjávarútvegur Skóla - og menntamál Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir „Engin ein leið er rétt í þessu ferli“ Sara Björk Guðmundsdóttir og Vikoría Ósk Vignisdóttir eru með vinsælt hlaðvarp um meðgöngu og fæðingar. 23. janúar 2020 13:45 Slakar á með góðum norrænum krimma Berta Daníelsdóttir tekur við starfi framkvæmdastjóra Íslenska sjávarklasans þann 15. nóvember eftir átján ára starf hjá Marel. 26. október 2016 13:00 Stóru og meðalstóru fyrirtækin eflast frekar Velta tæknifyrirtækja í Sjávarklasanum jókst um 12 prósent á árinu 2015 og er nú um 60-65 milljarðar króna. 6. júlí 2016 11:00 Fyrirtækin hafa vaxið um 15-20 prósent Sjávarklasinn er fimm ára í ár. Starfsemin hefur vakið mikla athygli, einkum í Bandaríkjunum. Stofnandinn vill að Sílíkondalur sjávarútvegarins verði á Íslandi. Hann sætti rannsókn sérstaks saksóknara þegar Klasinn var stofnaður og se 23. mars 2016 12:00 Íslenski sjávarklasinn fyrirmynd sjávarklasa í Bandaríkjunum Sjávarklasi að fyrirmynd Íslenska sjávarklasans verður opnaður í Portland í Maine í Bandaríkjunum á næstunni. 17. október 2014 14:44 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
„Engin ein leið er rétt í þessu ferli“ Sara Björk Guðmundsdóttir og Vikoría Ósk Vignisdóttir eru með vinsælt hlaðvarp um meðgöngu og fæðingar. 23. janúar 2020 13:45
Slakar á með góðum norrænum krimma Berta Daníelsdóttir tekur við starfi framkvæmdastjóra Íslenska sjávarklasans þann 15. nóvember eftir átján ára starf hjá Marel. 26. október 2016 13:00
Stóru og meðalstóru fyrirtækin eflast frekar Velta tæknifyrirtækja í Sjávarklasanum jókst um 12 prósent á árinu 2015 og er nú um 60-65 milljarðar króna. 6. júlí 2016 11:00
Fyrirtækin hafa vaxið um 15-20 prósent Sjávarklasinn er fimm ára í ár. Starfsemin hefur vakið mikla athygli, einkum í Bandaríkjunum. Stofnandinn vill að Sílíkondalur sjávarútvegarins verði á Íslandi. Hann sætti rannsókn sérstaks saksóknara þegar Klasinn var stofnaður og se 23. mars 2016 12:00
Íslenski sjávarklasinn fyrirmynd sjávarklasa í Bandaríkjunum Sjávarklasi að fyrirmynd Íslenska sjávarklasans verður opnaður í Portland í Maine í Bandaríkjunum á næstunni. 17. október 2014 14:44