Real staðfestir komu Ancelotti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2021 20:00 Carlo Ancelotti er tekinn við Real Madrid á nýjan leik. Hann leysir Zinedine Zidane af hólmi en hér eru þeir á árum áður er Ancelotti var aðalþjálfari liðsins en Zidane aðstoðarþjálfari. EPA-EFE/JuanJo Martin Real Madrid hefur staðfest að Carlo Ancelotti verði næsti þjálfari liðsins. Tekur hann við af Zinedine Zidane sem sagði starfi sínu lausu að lokinni nýafstaðinni leiktíð. Ítalinn Ancelotti er öllum hnútum kunnugur í Madríd en hann stýrði Real frá 2013 til 2015. Þar stýrði hann liðinu til sigurs í Meistaradeild Evrópu ásamt því að vinna spænska Konungsbikarinn, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða. Hann hefur nú samið við félagið að nýju og skrifaði undir þriggja ára samning. Throwback to La Decima, Carlo Ancelotti s greatest triumph at Real Madrid pic.twitter.com/8KdgSNLEHu— B/R Football (@brfootball) June 1, 2021 Í desember 2019 tók hann við enska úrvalsdeildarfélaginu Everton og skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning. Liðið endaði í 13. sæti þá leiktíð en á nýafstaðinni leiktíð var Everton lengi vel í baráttunni um Evrópusæti en fataðist flugið fyrir rest og lauk leik í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Nú er ljóst að Ancelotti mun ekki gera aðra atlögu að Evrópusæti með Everton þar sem hann er farinn til höfuðborgar Spánar á nýjan leik. Hinn 61 árs gamli Ancelotti tjáði sig á Twitter-síðu sinni nú fyrir skömmu. Þar þakkar hann Everton, leikmönnum og stuðningsfólki fyrir frábæra tíma en hann leiti nú að nýjum áskorunum hjá félagi sem hefur alltaf staðið honum nærri, Real Madrid. I would like to thank Everton FC, my players and the supporters for giving me the opportunity to manage this fantastic and historical club. I decided to leave as I have a new challenge with a team that was always in my heart, Real Madrid. pic.twitter.com/SDV8T7qMDR— Carlo Ancelotti (@MrAncelotti) June 1, 2021 Ancelotti hefur á ferli sínum sem þjálfari unnið alls 15 titla. Hann hefur stýrt liðum á borð við Juventus, AC Milan, Chelsea, París Saint-Germain, Bayern München og Napoli. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Ítalinn Ancelotti er öllum hnútum kunnugur í Madríd en hann stýrði Real frá 2013 til 2015. Þar stýrði hann liðinu til sigurs í Meistaradeild Evrópu ásamt því að vinna spænska Konungsbikarinn, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða. Hann hefur nú samið við félagið að nýju og skrifaði undir þriggja ára samning. Throwback to La Decima, Carlo Ancelotti s greatest triumph at Real Madrid pic.twitter.com/8KdgSNLEHu— B/R Football (@brfootball) June 1, 2021 Í desember 2019 tók hann við enska úrvalsdeildarfélaginu Everton og skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning. Liðið endaði í 13. sæti þá leiktíð en á nýafstaðinni leiktíð var Everton lengi vel í baráttunni um Evrópusæti en fataðist flugið fyrir rest og lauk leik í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Nú er ljóst að Ancelotti mun ekki gera aðra atlögu að Evrópusæti með Everton þar sem hann er farinn til höfuðborgar Spánar á nýjan leik. Hinn 61 árs gamli Ancelotti tjáði sig á Twitter-síðu sinni nú fyrir skömmu. Þar þakkar hann Everton, leikmönnum og stuðningsfólki fyrir frábæra tíma en hann leiti nú að nýjum áskorunum hjá félagi sem hefur alltaf staðið honum nærri, Real Madrid. I would like to thank Everton FC, my players and the supporters for giving me the opportunity to manage this fantastic and historical club. I decided to leave as I have a new challenge with a team that was always in my heart, Real Madrid. pic.twitter.com/SDV8T7qMDR— Carlo Ancelotti (@MrAncelotti) June 1, 2021 Ancelotti hefur á ferli sínum sem þjálfari unnið alls 15 titla. Hann hefur stýrt liðum á borð við Juventus, AC Milan, Chelsea, París Saint-Germain, Bayern München og Napoli.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira