Cruyff aftur til starfa hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2021 13:31 Jordi Cruyff sést hér halda tölu fyrir framan mynd af föður sínum Johani Cruyff. EPA/Susanna Saez Johan Cruyff er eitt stærsta nafnið í sögu Barcelona og nú er sonur hans kominn í mikið ábyrgðarstarf hjá félaginu. Jordi Cruyff var tilkynntur formlega í dag sem nýr íþróttastjóri hjá Barcelona og mun hann fá það starf að koma Börsungum aftur í hóp bestu félaga Evrópu eftir lægð síðustu ár. Hann verð hægri hönd forsetans Joans Laporta. Johan Cruyff at Barcelona: Player and managerJordi Cruyff at Barcelona: Player and now hired as sporting advisor to Joan LaportaThat Cruyff x Barcelona connection continues pic.twitter.com/SnlBSvRFQe— B/R Football (@brfootball) June 3, 2021 Jordi er 47 ára og yngsta barn Johans Cruyff. Strákurinn lék með Barcelona frá 1994 til 1996 en fír þaðan til Manchester United. Hann lagði skóna á hilluna árið 2010 og starfaði síðast sem þjálfari landsliðs Ekvadors og svo þjálfari kínverska félagsins Shenzhen. Ráðningin hefur legið í loftinu í langan tíma og því er ekki hægt að segja að fréttirnar hafi komið mikið á óvart. Jordi gat líka fengið mun meiri pening fyrir þjálfarastarf sitt í Kína en fórnaði því til að taka við þessu draumastarfi sínu. @JordiCruyff to join the football area of the Club from August 1— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 3, 2021 Það verður hins vegar mikil pressa á nýja íþróttastjóranum, ekki aðeins vegna þessa krefjandi starfs, heldur einnig vegna þess að hann er sonur stærstu goðsagnarinnar í sögu Katalóníufélagsins. Johan Cruyff var bæði magnaður leikmaður og áhrifamikill þjálfari öll sín ár hjá Barcelona. Hann lék með félaginu frá 1973 til 1978 og þjálfaði það síðan frá 1988 til 1996. Hugsjón og hugmyndir Cruyff um „Total Football“ urðu hluti af beinagrind félagsins og undir hans stjórn vann Barcelona Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn vorið 1992. Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Jordi Cruyff var tilkynntur formlega í dag sem nýr íþróttastjóri hjá Barcelona og mun hann fá það starf að koma Börsungum aftur í hóp bestu félaga Evrópu eftir lægð síðustu ár. Hann verð hægri hönd forsetans Joans Laporta. Johan Cruyff at Barcelona: Player and managerJordi Cruyff at Barcelona: Player and now hired as sporting advisor to Joan LaportaThat Cruyff x Barcelona connection continues pic.twitter.com/SnlBSvRFQe— B/R Football (@brfootball) June 3, 2021 Jordi er 47 ára og yngsta barn Johans Cruyff. Strákurinn lék með Barcelona frá 1994 til 1996 en fír þaðan til Manchester United. Hann lagði skóna á hilluna árið 2010 og starfaði síðast sem þjálfari landsliðs Ekvadors og svo þjálfari kínverska félagsins Shenzhen. Ráðningin hefur legið í loftinu í langan tíma og því er ekki hægt að segja að fréttirnar hafi komið mikið á óvart. Jordi gat líka fengið mun meiri pening fyrir þjálfarastarf sitt í Kína en fórnaði því til að taka við þessu draumastarfi sínu. @JordiCruyff to join the football area of the Club from August 1— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 3, 2021 Það verður hins vegar mikil pressa á nýja íþróttastjóranum, ekki aðeins vegna þessa krefjandi starfs, heldur einnig vegna þess að hann er sonur stærstu goðsagnarinnar í sögu Katalóníufélagsins. Johan Cruyff var bæði magnaður leikmaður og áhrifamikill þjálfari öll sín ár hjá Barcelona. Hann lék með félaginu frá 1973 til 1978 og þjálfaði það síðan frá 1988 til 1996. Hugsjón og hugmyndir Cruyff um „Total Football“ urðu hluti af beinagrind félagsins og undir hans stjórn vann Barcelona Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn vorið 1992.
Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira