Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júní 2021 01:39 Guðlaugur hafði betur eftir spennandi prófkjör. vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. Baráttan var afar spennandi en Guðlaugur leiddi í byrjun kvölds þar til Áslaug tók fram úr honum þegar þriðju tölur voru birtar klukkan 23. Guðlaugur tók svo aftur forystu þegar fjórðu tölur birtust á miðnætti og hélt henni þegar lokatölur voru birtar. Alls tóku 7.493 þátt í prófkjörinu og af 7.208 gildum kjörseðlum voru 3.508 með Guðlaug í fyrsta sætinu. Áslaug er í öðru sætinu með 4.912 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Bæði munu þau leiða lista flokksins í Reykjavík, annað í suðri en hitt í norðri. Sjá einnig: Hvað þýðir leiðtogasæti fyrir Guðlaug og Áslaugu? Áslaug mun leiða lista í öðru Reykjavíkurkjördæminu.vísir/vilhelm Þrjár konur í efstu fjórum Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs, endaði í þriðja sæti í prófkjörinu og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í því fjórða. Í fimmta sæti var síðan þingmaðurinn Bryjar Níelsson og annar þingmaður flokksins, Birgir Ármannsson, í því sjötta. Kjartan Magnússon endaði í sjöunda sætinu en Friðjón R. Friðjónsson í því áttunda. Sigríður Á Andersen, sem leiddi lista flokksins í Reykjavík suður fyrir síðustu kosningar, komst ekki í efstu átta sætin. Hér má sjá niðurstöðurnar úr prófkjörinu: Guðlaugur Þór Þórðarson: 3.508 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 4.912 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 2.875 atkvæði í 1.-3. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 2.861 atkvæði í 1.-4. sæti. Brynjar Níelsson: 3.311 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 4.173 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 3.449 atkvæði í 1.-7. sæti. Friðjón R. Friðjónsson: 3.148 atkvæði í 1.-8. sæti. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Guðlaugur tekur afgerandi forystu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er aftur kominn með forystu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar um 1.500 atkvæði eru ótalin. 6. júní 2021 00:03 „Ég er alveg afslöppuð með þessa niðurstöðu“ Útlit er fyrir að fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, sem hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra, Sigríðu Á. Andersen, sé á leið af þingi eftir kjörtímabilið. Hún segir vonbrigði að vera í áttunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að tæpur helmingur atkvæða hefur verið talinn. 5. júní 2021 22:27 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Baráttan var afar spennandi en Guðlaugur leiddi í byrjun kvölds þar til Áslaug tók fram úr honum þegar þriðju tölur voru birtar klukkan 23. Guðlaugur tók svo aftur forystu þegar fjórðu tölur birtust á miðnætti og hélt henni þegar lokatölur voru birtar. Alls tóku 7.493 þátt í prófkjörinu og af 7.208 gildum kjörseðlum voru 3.508 með Guðlaug í fyrsta sætinu. Áslaug er í öðru sætinu með 4.912 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Bæði munu þau leiða lista flokksins í Reykjavík, annað í suðri en hitt í norðri. Sjá einnig: Hvað þýðir leiðtogasæti fyrir Guðlaug og Áslaugu? Áslaug mun leiða lista í öðru Reykjavíkurkjördæminu.vísir/vilhelm Þrjár konur í efstu fjórum Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs, endaði í þriðja sæti í prófkjörinu og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í því fjórða. Í fimmta sæti var síðan þingmaðurinn Bryjar Níelsson og annar þingmaður flokksins, Birgir Ármannsson, í því sjötta. Kjartan Magnússon endaði í sjöunda sætinu en Friðjón R. Friðjónsson í því áttunda. Sigríður Á Andersen, sem leiddi lista flokksins í Reykjavík suður fyrir síðustu kosningar, komst ekki í efstu átta sætin. Hér má sjá niðurstöðurnar úr prófkjörinu: Guðlaugur Þór Þórðarson: 3.508 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 4.912 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 2.875 atkvæði í 1.-3. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 2.861 atkvæði í 1.-4. sæti. Brynjar Níelsson: 3.311 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 4.173 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 3.449 atkvæði í 1.-7. sæti. Friðjón R. Friðjónsson: 3.148 atkvæði í 1.-8. sæti.
Guðlaugur Þór Þórðarson: 3.508 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 4.912 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 2.875 atkvæði í 1.-3. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 2.861 atkvæði í 1.-4. sæti. Brynjar Níelsson: 3.311 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 4.173 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 3.449 atkvæði í 1.-7. sæti. Friðjón R. Friðjónsson: 3.148 atkvæði í 1.-8. sæti.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Guðlaugur tekur afgerandi forystu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er aftur kominn með forystu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar um 1.500 atkvæði eru ótalin. 6. júní 2021 00:03 „Ég er alveg afslöppuð með þessa niðurstöðu“ Útlit er fyrir að fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, sem hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra, Sigríðu Á. Andersen, sé á leið af þingi eftir kjörtímabilið. Hún segir vonbrigði að vera í áttunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að tæpur helmingur atkvæða hefur verið talinn. 5. júní 2021 22:27 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Guðlaugur tekur afgerandi forystu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er aftur kominn með forystu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar um 1.500 atkvæði eru ótalin. 6. júní 2021 00:03
„Ég er alveg afslöppuð með þessa niðurstöðu“ Útlit er fyrir að fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, sem hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra, Sigríðu Á. Andersen, sé á leið af þingi eftir kjörtímabilið. Hún segir vonbrigði að vera í áttunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að tæpur helmingur atkvæða hefur verið talinn. 5. júní 2021 22:27