Segir að enska landsliðið vilji spila „Kampavínsfótbolta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2021 13:31 Harry Kane náði ekki að skora í leikjunum þremur í riðlinum en það var Raheem Sterling sem skoraði bæði mörk enska landsliðsins á þessum 270 mínútum. AP/Neil Hall Enska landsliðið vann riðil sinn á Evrópumótinu þrátt fyrir að skora bara tvö mörk á 270 mínútum. Enski landsliðsþjálfarinn var spurður út í leikstílinn hjá liðinu. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, hrósaði skiljanlega varnarleik liðsins í gær eftir að þeir ensku héldu marki sínu hreinu í þriðja leiknum í röð á EM í 1-0 sigri á Tékkum. Enska liðið tryggði sér sigur í riðlinum með sigrinum en verðlaunin eru að mæta mögulega Frakklandi, Þýskalandi eða Portúgal í sextán liða úrslitunum. Manager Gareth Southgate says England aspire to play "champagne football" but that he has been pleased with the defensive solidity they have shown to qualify top of Group D.#ENG #bbceuro2020 #Euro2020— BBC Sport (@BBCSport) June 23, 2021 Eftir leikinn vildu menn á BBC Radio 5 vita hvort að enska landsliðið vildi ekki spila betri og skemmtilegri fótbolta, svokallaðan „Kampavínsfótbolta“ eins og blaðamaðurinn orðaði það. „Við viljum sjá það líka,“ sagði Gareth Southgate. „Ef þú myndir tala við leikmennina sjálfa þá myndu þeir segja þér að við höfum talað mikið um frjálsræði inn á vellinum en að við séum ekki alveg þar sem við viljum vera hvað varðar form og skerpu. Þegar leið á leikinn þá kom það betur í ljós,“ sagði Southgate. „Við höfum skotið í slá eða stöng í öllum leikjunum en við þurfum að bæta okkur í uppsettum sóknarleik sem er vanalega að skila okkur mörkum. Fyrirgjafarnir hafa verið mjög slakar í þessum leikjum,“ sagði Southgate. „Það er erfitt að skora hjá okkur eins og er og þó að sóknarleikurinn sé ekki eins flæðandi og við viljum þá er samstaðan í varnarleiknum ástæðan fyrir því af hverju liðinu gengur svona vel,“ sagði Southgate. „Það besta sem leikmennirnir gátu gert var að vinna riðilinn og það hafa þeir gert,“ sagði Southgate. Englendingar spila ekki í sextán liða úrslitunum fyrr en eftir sex daga eða þriðjudaginn 29. júní. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Fleiri fréttir „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, hrósaði skiljanlega varnarleik liðsins í gær eftir að þeir ensku héldu marki sínu hreinu í þriðja leiknum í röð á EM í 1-0 sigri á Tékkum. Enska liðið tryggði sér sigur í riðlinum með sigrinum en verðlaunin eru að mæta mögulega Frakklandi, Þýskalandi eða Portúgal í sextán liða úrslitunum. Manager Gareth Southgate says England aspire to play "champagne football" but that he has been pleased with the defensive solidity they have shown to qualify top of Group D.#ENG #bbceuro2020 #Euro2020— BBC Sport (@BBCSport) June 23, 2021 Eftir leikinn vildu menn á BBC Radio 5 vita hvort að enska landsliðið vildi ekki spila betri og skemmtilegri fótbolta, svokallaðan „Kampavínsfótbolta“ eins og blaðamaðurinn orðaði það. „Við viljum sjá það líka,“ sagði Gareth Southgate. „Ef þú myndir tala við leikmennina sjálfa þá myndu þeir segja þér að við höfum talað mikið um frjálsræði inn á vellinum en að við séum ekki alveg þar sem við viljum vera hvað varðar form og skerpu. Þegar leið á leikinn þá kom það betur í ljós,“ sagði Southgate. „Við höfum skotið í slá eða stöng í öllum leikjunum en við þurfum að bæta okkur í uppsettum sóknarleik sem er vanalega að skila okkur mörkum. Fyrirgjafarnir hafa verið mjög slakar í þessum leikjum,“ sagði Southgate. „Það er erfitt að skora hjá okkur eins og er og þó að sóknarleikurinn sé ekki eins flæðandi og við viljum þá er samstaðan í varnarleiknum ástæðan fyrir því af hverju liðinu gengur svona vel,“ sagði Southgate. „Það besta sem leikmennirnir gátu gert var að vinna riðilinn og það hafa þeir gert,“ sagði Southgate. Englendingar spila ekki í sextán liða úrslitunum fyrr en eftir sex daga eða þriðjudaginn 29. júní. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Fleiri fréttir „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Sjá meira