Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 29. júní 2021 23:05 Austin S. Miller, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan. AP/Ahmad Seir Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. Talibanar hafa á undanförnum vikum herjað af miklum krafti gegn stjórnarher Afganistans og lagt undir sig fjölmörg héruð í norðurhluta landsins. Á undanförnum dögum hafa vígamenn Talibana þar á meðal lagt undir sig héruð nærri Kabúl, höfuðborg landsins, og gert árásir á öryggissveitir í útjaðri borgarinnar. Í samtali við blaðamenn í Afganistan í dag sagði Miller, sem stýrir brottflutningi hermanna Bandaríkjanna frá Afganistan, að stjórnarherinn ætti í verulegum erfiðleikum. Mórall væri ekki góður, þeir hefðu átt í hörðum bardögum lengi og oft án mikils stuðnings. Í frétt Washington Post er haft eftir Miller að heilt yfir sé öryggisástandið í Afganistan ekki gott. Stjórnarherinn hefðu þurft að hörfa víða undan sókn Talibana og mannfall væri mikið. Umfangsmiklar árásir stæðu yfir á sama tíma og friðarviðræður eigi að fara fram milli Talibana og ríkisstjórnar Afganistans. Margir vopnaðir hópar hafa komið stjórnarhernum til aðstoðar að undanförnu en samheldni þar á milli er þó lítil. Miller sagðist óttast að mismunandi þjóðflokkar og vopnaðir hópar í Afganistan gætu farið að berjast sín á milli og borgarastyrjöld skylli á, eins og gerðist í kjölfar þess að Sovétríkin hættu innrás sinni í landið á síðustu öld. Þá náðu Talibanar völdum í Afganistan. AP fréttaveitan segir forsvarsmenn hers Bandaríkjanna búast við því að herstöðin í Bagram, stærsta herstöð ríkisins í Afganistan, verði færð í hendur stjórnarhers Afganistans á næstu dögum. Það er sami staður og Sovétríkin voru með sína stærstu herstöð í Afganistan á árum áður. Einn viðmælenda AP segir lokun Bagram vera stóran sigur fyrir Talibana. Bæði séu um raunverulegan sigur að ræða og táknrænan og muni Talibanar ná tökum á herstöðinni muni þeir geta notað þann árgangur í áróður til margra ára. Afganistan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Talibanar hafa á undanförnum vikum herjað af miklum krafti gegn stjórnarher Afganistans og lagt undir sig fjölmörg héruð í norðurhluta landsins. Á undanförnum dögum hafa vígamenn Talibana þar á meðal lagt undir sig héruð nærri Kabúl, höfuðborg landsins, og gert árásir á öryggissveitir í útjaðri borgarinnar. Í samtali við blaðamenn í Afganistan í dag sagði Miller, sem stýrir brottflutningi hermanna Bandaríkjanna frá Afganistan, að stjórnarherinn ætti í verulegum erfiðleikum. Mórall væri ekki góður, þeir hefðu átt í hörðum bardögum lengi og oft án mikils stuðnings. Í frétt Washington Post er haft eftir Miller að heilt yfir sé öryggisástandið í Afganistan ekki gott. Stjórnarherinn hefðu þurft að hörfa víða undan sókn Talibana og mannfall væri mikið. Umfangsmiklar árásir stæðu yfir á sama tíma og friðarviðræður eigi að fara fram milli Talibana og ríkisstjórnar Afganistans. Margir vopnaðir hópar hafa komið stjórnarhernum til aðstoðar að undanförnu en samheldni þar á milli er þó lítil. Miller sagðist óttast að mismunandi þjóðflokkar og vopnaðir hópar í Afganistan gætu farið að berjast sín á milli og borgarastyrjöld skylli á, eins og gerðist í kjölfar þess að Sovétríkin hættu innrás sinni í landið á síðustu öld. Þá náðu Talibanar völdum í Afganistan. AP fréttaveitan segir forsvarsmenn hers Bandaríkjanna búast við því að herstöðin í Bagram, stærsta herstöð ríkisins í Afganistan, verði færð í hendur stjórnarhers Afganistans á næstu dögum. Það er sami staður og Sovétríkin voru með sína stærstu herstöð í Afganistan á árum áður. Einn viðmælenda AP segir lokun Bagram vera stóran sigur fyrir Talibana. Bæði séu um raunverulegan sigur að ræða og táknrænan og muni Talibanar ná tökum á herstöðinni muni þeir geta notað þann árgangur í áróður til margra ára.
Afganistan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira