Rio Ferdinand: Hann lítur út eins og fjall í mínum augum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 08:00 Harry Maguire fagnar markinu sínu á móti Úkraínu í átta liða úrslitum EM um helgina. AP/Alessandra Tarantino Rio Ferdinand, fyrrum miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, hrósaði miðverði Manchester United og enska landsliðsins mikið eftir að Englendingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins um helgina. Harry Maguire átti enn einn stórleikinn í ensku vörninni sem hefur enn ekki fengið á sig mark á mótinu. Maguire gerði síðan enn betur með því að skora eitt af fjórum mörkum enska liðsins í leiknum á móti Úkraínu. Það eru ekki mörg veikleikamerki að finna á ensku vörninni sem hefur haldið hreinu í fimm fyrstu leikjum sínum á EM og mætir Danmörku í undanúrslitaleik á Wembley í vikunni. Rio Ferdinand Harry Maguire #Euro2020— Eurosport UK (@Eurosport_UK) July 4, 2021 „Alþjóðlegur fótbolti virðist vera svo þægilegur fyrir Harry Maguire,“ sagði Rio Ferdinand við BBC Sport. „Hann lítur út eins og fjall í mínum augum þegar hann er kominn í enska landsliðsbúninginn. Hann kemur líka upp með boltann og velur réttu sendingarnar,“ sagði Ferdinand. „Hann reynir alltaf að koma út með boltann til að fá einhvern til að koma í sig og svo gefur hann boltann. Þarna liggur munurinn á honum og öðrum miðvörðum,“ sagði Ferdinand. "He looks like a man mountain to me." https://t.co/SNXKDoen1f— TEAMtalk (@TEAMtalk) July 4, 2021 Maguire missti af lokum tímabilsins hjá Manchester United vegna meiðsla og var ekki með í upphafi Evrópumótsins. Hann hefur aftur á móti komið sterkur inn í enska landsliðið. Maguire, sem er 28 ára gamall, var að leika sinn 35. landsleik á móti Úkraínu þar af hafa síðustu fimmtán komið sem leikmaður Manchester United en í hinum tuttugu var hann leikmaður Leicester City. Þetta var hans fjórða landsliðsmark. Rio Ferdinand lék alls 81 landsleik fyrir England þar af 54 þeirra sem leikmaður Manchester United. Rio skoraði þrjú mörk í þessum leikjum þar af eitt þeirra á stórmóti en það kom á móti Dönum á HM 2002. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Fleiri fréttir „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Sjá meira
Harry Maguire átti enn einn stórleikinn í ensku vörninni sem hefur enn ekki fengið á sig mark á mótinu. Maguire gerði síðan enn betur með því að skora eitt af fjórum mörkum enska liðsins í leiknum á móti Úkraínu. Það eru ekki mörg veikleikamerki að finna á ensku vörninni sem hefur haldið hreinu í fimm fyrstu leikjum sínum á EM og mætir Danmörku í undanúrslitaleik á Wembley í vikunni. Rio Ferdinand Harry Maguire #Euro2020— Eurosport UK (@Eurosport_UK) July 4, 2021 „Alþjóðlegur fótbolti virðist vera svo þægilegur fyrir Harry Maguire,“ sagði Rio Ferdinand við BBC Sport. „Hann lítur út eins og fjall í mínum augum þegar hann er kominn í enska landsliðsbúninginn. Hann kemur líka upp með boltann og velur réttu sendingarnar,“ sagði Ferdinand. „Hann reynir alltaf að koma út með boltann til að fá einhvern til að koma í sig og svo gefur hann boltann. Þarna liggur munurinn á honum og öðrum miðvörðum,“ sagði Ferdinand. "He looks like a man mountain to me." https://t.co/SNXKDoen1f— TEAMtalk (@TEAMtalk) July 4, 2021 Maguire missti af lokum tímabilsins hjá Manchester United vegna meiðsla og var ekki með í upphafi Evrópumótsins. Hann hefur aftur á móti komið sterkur inn í enska landsliðið. Maguire, sem er 28 ára gamall, var að leika sinn 35. landsleik á móti Úkraínu þar af hafa síðustu fimmtán komið sem leikmaður Manchester United en í hinum tuttugu var hann leikmaður Leicester City. Þetta var hans fjórða landsliðsmark. Rio Ferdinand lék alls 81 landsleik fyrir England þar af 54 þeirra sem leikmaður Manchester United. Rio skoraði þrjú mörk í þessum leikjum þar af eitt þeirra á stórmóti en það kom á móti Dönum á HM 2002. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Fleiri fréttir „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Sjá meira