Griezmann til sölu ef Messi verður áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2021 17:15 Stefnir allt í að þessir tveir muni ekki fagna saman á næstu leiktíð. Manuel Queimadelos/Getty Images Spænska knattspyrnuliðið Barcelona mun setja Antoine Griezmann á sölulista ef Lionel Messi ákveður að vera áfram í Katalóníu og semur við félagið á nýjan leik. Lionel Messi er eins og staðan er í dag samningslaus en það virðist sem hann færist alltaf nær því að semja við sitt fyrrum félag, Barcelona. Það er ljóst að Messi mun ekki fá jafn himinháan samning og hann var á hjá félaginu áður. Argentínumaðurinn hefur sjálfur sagt að hann vilji vera áfram hjá Barcelona ef félagið er í stöðu til að berjast um titla og til þess þarf hann að lækka í launum. Fjárhagsstaða Barcelona er hins vegar það slæm að félagið mun setja hinn þrítuga Griezmann á sölulista ef Messi semur upp á nýtt. Franski landsliðsframherjinn gekk í raðir Börsunga sumarið 2019 á litlar 120 milljónir evra. Hann hefur ekki staðið undir væntingum og var talið að Barcelona myndi hlusta á tilboð í kappann í sumar. Ef heimildir spænska miðilsins AS eru réttar þá stefnir allt í að það verði raunin. Lionel Messi s future at Barcelona will affect Antoine Griezmann s, according to @diarioas.Barcelona s attempts to balance their finances mean that if they retain Messi they would look to sell Griezmann. pic.twitter.com/Nf5jqh8wy6— B/R Football (@brfootball) July 6, 2021 Ljóst er að miklar breytingar verða á liði Barcelona í sumar. Eric Garcia, Memphis Depay, Sergio Agüero og Emerson Royal. Börsungar stefna einnig á að losa sig við fjölda leikmanna, var bakvörðurinn Junior Firpo til að mynda seldur fyrr í dag til Leeds United. Miralem Pjanic, Samuel Umtiti og Philippe Coutinho eru svo allir á sölulistanum. Mun Barcelona hlusta á lánstilboð í Coutinho, allt til að lækka launkostnað liðsins. Nú er svo ljóst að Griezmann mun einnig fara á sölulistann ef Messi ákveður að vera áfram. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira
Lionel Messi er eins og staðan er í dag samningslaus en það virðist sem hann færist alltaf nær því að semja við sitt fyrrum félag, Barcelona. Það er ljóst að Messi mun ekki fá jafn himinháan samning og hann var á hjá félaginu áður. Argentínumaðurinn hefur sjálfur sagt að hann vilji vera áfram hjá Barcelona ef félagið er í stöðu til að berjast um titla og til þess þarf hann að lækka í launum. Fjárhagsstaða Barcelona er hins vegar það slæm að félagið mun setja hinn þrítuga Griezmann á sölulista ef Messi semur upp á nýtt. Franski landsliðsframherjinn gekk í raðir Börsunga sumarið 2019 á litlar 120 milljónir evra. Hann hefur ekki staðið undir væntingum og var talið að Barcelona myndi hlusta á tilboð í kappann í sumar. Ef heimildir spænska miðilsins AS eru réttar þá stefnir allt í að það verði raunin. Lionel Messi s future at Barcelona will affect Antoine Griezmann s, according to @diarioas.Barcelona s attempts to balance their finances mean that if they retain Messi they would look to sell Griezmann. pic.twitter.com/Nf5jqh8wy6— B/R Football (@brfootball) July 6, 2021 Ljóst er að miklar breytingar verða á liði Barcelona í sumar. Eric Garcia, Memphis Depay, Sergio Agüero og Emerson Royal. Börsungar stefna einnig á að losa sig við fjölda leikmanna, var bakvörðurinn Junior Firpo til að mynda seldur fyrr í dag til Leeds United. Miralem Pjanic, Samuel Umtiti og Philippe Coutinho eru svo allir á sölulistanum. Mun Barcelona hlusta á lánstilboð í Coutinho, allt til að lækka launkostnað liðsins. Nú er svo ljóst að Griezmann mun einnig fara á sölulistann ef Messi ákveður að vera áfram.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira