Koeman: Messi líklegastur til að vinna Gullboltann í ár Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. júlí 2021 07:01 Má illa við því að missa Messi burt. vísir/getty Ronald Koeman, stjóri Barcelona, fer ekki í felur með að alvarleg fjárhagsstaða félagsins hafi áhrif á undirbúning liðsins fyrir spænsku úrvalsdeildina. Koeman er þó vongóður um að Lionel Messi verði hluti af leikmannahópnum þegar mótið byrjar á nýjan leik en Messi er samningslaus og má ganga að því sem gefnu að til hans streymi nú ýmis boð um gull og græna skóga víða um veröld. Þrátt fyrir að PSG og Man City hafi lagt mikla áherslu á að klófesta Argentínumanninn knáa eru taldar mestar líkur á að hann verði um kyrrt í Barcelona. „Það er mjög mikilvægt. Við sjáum það á síðasta tímabili, eftir erfiða byrjun, að hann er ennþá besti leikmaður í heimi,“ segir Koeman um Messi. „Messi er fyrirliðinn okkar og fyrirmynd fyrir aðra leikmenn. Hann er alltaf að sýna það að hann sé bestur í heimi. Ég veit hversu mikið hann vildi vinna Copa America. Hann er líklegastur til að vinna Gullboltann í ár,“ segir Koeman. He may of not yet signed a new contract, but Ronald Koeman is expecting another enormous campaign from Leo Messi. #beINLiga #FCBhttps://t.co/H2zirfboIK— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) July 18, 2021 Mikið hefur verið skrifað um vandræði Barcelona fjárhagslega en Koeman kveðst ánægður með frammistöðu félagsins á leikmannamarkaðnum þrátt fyrir erfiðar aðstæður. „Við höfum gert vel á leikmannamarkaðnum í sumar. Við höfum fengið leikmenn á borð við Memphis Depay, Sergio Aguero og Eric Garcia og þeir koma allir frítt. Ef ég mun fá pening til leikmannakaupa munum við skoða hvar við viljum styrkja liðið.“ „Við gerum alltaf miklar kröfur. Við vitum ekki enn hvernig liðið mun líta út vegna fjárhagsstöðunnar hjá félaginu,“ viðurkennir Koeman þó engan bilbug sé á honum að finna. „Við viljum hafa eins góðan leikmannahóp og mögulegt er. Við erum stórt félag, Barcelona og við ætlum alltaf að vinna titla.“ Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Koeman er þó vongóður um að Lionel Messi verði hluti af leikmannahópnum þegar mótið byrjar á nýjan leik en Messi er samningslaus og má ganga að því sem gefnu að til hans streymi nú ýmis boð um gull og græna skóga víða um veröld. Þrátt fyrir að PSG og Man City hafi lagt mikla áherslu á að klófesta Argentínumanninn knáa eru taldar mestar líkur á að hann verði um kyrrt í Barcelona. „Það er mjög mikilvægt. Við sjáum það á síðasta tímabili, eftir erfiða byrjun, að hann er ennþá besti leikmaður í heimi,“ segir Koeman um Messi. „Messi er fyrirliðinn okkar og fyrirmynd fyrir aðra leikmenn. Hann er alltaf að sýna það að hann sé bestur í heimi. Ég veit hversu mikið hann vildi vinna Copa America. Hann er líklegastur til að vinna Gullboltann í ár,“ segir Koeman. He may of not yet signed a new contract, but Ronald Koeman is expecting another enormous campaign from Leo Messi. #beINLiga #FCBhttps://t.co/H2zirfboIK— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) July 18, 2021 Mikið hefur verið skrifað um vandræði Barcelona fjárhagslega en Koeman kveðst ánægður með frammistöðu félagsins á leikmannamarkaðnum þrátt fyrir erfiðar aðstæður. „Við höfum gert vel á leikmannamarkaðnum í sumar. Við höfum fengið leikmenn á borð við Memphis Depay, Sergio Aguero og Eric Garcia og þeir koma allir frítt. Ef ég mun fá pening til leikmannakaupa munum við skoða hvar við viljum styrkja liðið.“ „Við gerum alltaf miklar kröfur. Við vitum ekki enn hvernig liðið mun líta út vegna fjárhagsstöðunnar hjá félaginu,“ viðurkennir Koeman þó engan bilbug sé á honum að finna. „Við viljum hafa eins góðan leikmannahóp og mögulegt er. Við erum stórt félag, Barcelona og við ætlum alltaf að vinna titla.“
Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira