Segja að Valur spili varnarsinnað 4-4-2 leikkerfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2021 17:00 Úr leik Vals og Dinamo Zagreb í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Valur féll þar úr leik og leikur á fimmtudag gegn Bodø/Glimt í forkeppni Sambandsdeild Evrópu. Vísir/Bára Dröfn Noregsmeistarar Bodø/Glimt mæta Íslandsmeisturum Vals í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á fimmtudaginn kemur. Hitað var upp fyrir leikinn á vefsíðu liðsins þar sem farið er yfir að íslenska deildin sé spiluð yfir sumartímann, varnarsinnað upplegg Vals og Hannes Þór Halldórsson. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted og félagar í Bodø/Glimt duttu út úr Meistaradeild Evrópu gegn Legia Varsjá. Lauk einvíginu með 5-2 sigri Legia og því er Bodø/Glimt komið í Sambandsdeildina Evrópu þar sem liðið mætir Val. Á vefsíðu Bodø/Glimt er tekið fram að liðið fari úr 30 stiga hita í Varsjá yfir í grámygluna í Reykjavík. Þar segir að íslenska deildin sé í fullu fjöri þessa dagana og að Íslandsmeistarar Vals tróni á toppi deildarinnar nú þegar 13 umferðir eru búnar af Pepsi Max deildinni. Hannes Þór Halldórsson er nefndur á nafn en hann var þar á láni árið 2016. Alls lék hann 14 leiki fyrir félagið. Á vefnum er minnst á óvænt 2-1 tap Vals gegn ÍA um liðna helgi og tekið sérstaklega fram að Skagamenn séu í „júmbósætinu“ eða neðsta sæti deildarinnar. Les deg opp på torsdagens motstander her PS! Husk trekning klokken 14:00 https://t.co/c5IMhATZAP— FK Bodø/Glimt (@Glimt) July 19, 2021 Mjög íslenskt lið „Valur, líkt og mörg önnur íslensk fótboltalið, er orkumikið lið sem leggur hart að sér. Liðið stillir venjulega upp í varnarsinnað 4-4-2 leikkerfi og mun eflaust leyfa gestunum frá Bodø að vera meira með boltann,“ segir um Valsliðið. Hvort Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, komi á óvart og stilli upp í 4-4-2 á eftir að koma í ljós en reikna má með að liðið verði í hefðbundnu 4-2-3-1 leikkerfi í leiknum sem fram fer á fimmtudag. Leikur Vals og Bodø/Glimt í Sambandsdeild Evrópu er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst 18.45 og leikurinn sjálfur klukkan 19.00. Alfons Sampsted leikur með Noregsmeisturum Bodø/Glimt sem og íslenska landsliðinu. Boris Streubel/Getty Images Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Hitað var upp fyrir leikinn á vefsíðu liðsins þar sem farið er yfir að íslenska deildin sé spiluð yfir sumartímann, varnarsinnað upplegg Vals og Hannes Þór Halldórsson. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted og félagar í Bodø/Glimt duttu út úr Meistaradeild Evrópu gegn Legia Varsjá. Lauk einvíginu með 5-2 sigri Legia og því er Bodø/Glimt komið í Sambandsdeildina Evrópu þar sem liðið mætir Val. Á vefsíðu Bodø/Glimt er tekið fram að liðið fari úr 30 stiga hita í Varsjá yfir í grámygluna í Reykjavík. Þar segir að íslenska deildin sé í fullu fjöri þessa dagana og að Íslandsmeistarar Vals tróni á toppi deildarinnar nú þegar 13 umferðir eru búnar af Pepsi Max deildinni. Hannes Þór Halldórsson er nefndur á nafn en hann var þar á láni árið 2016. Alls lék hann 14 leiki fyrir félagið. Á vefnum er minnst á óvænt 2-1 tap Vals gegn ÍA um liðna helgi og tekið sérstaklega fram að Skagamenn séu í „júmbósætinu“ eða neðsta sæti deildarinnar. Les deg opp på torsdagens motstander her PS! Husk trekning klokken 14:00 https://t.co/c5IMhATZAP— FK Bodø/Glimt (@Glimt) July 19, 2021 Mjög íslenskt lið „Valur, líkt og mörg önnur íslensk fótboltalið, er orkumikið lið sem leggur hart að sér. Liðið stillir venjulega upp í varnarsinnað 4-4-2 leikkerfi og mun eflaust leyfa gestunum frá Bodø að vera meira með boltann,“ segir um Valsliðið. Hvort Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, komi á óvart og stilli upp í 4-4-2 á eftir að koma í ljós en reikna má með að liðið verði í hefðbundnu 4-2-3-1 leikkerfi í leiknum sem fram fer á fimmtudag. Leikur Vals og Bodø/Glimt í Sambandsdeild Evrópu er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst 18.45 og leikurinn sjálfur klukkan 19.00. Alfons Sampsted leikur með Noregsmeisturum Bodø/Glimt sem og íslenska landsliðinu. Boris Streubel/Getty Images
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira