Stjörnufræðingar námu ljós fyrir aftan svarthol Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2021 22:30 Vísindamenn hafa í fyrsta sinn numið ljósbylgur í svartholi. Getty Stjörnufræðingar hafa í fyrsta skipti numið ljós sem barst til þeirra hlémegins svarthols, á svæðinu fyrir aftan það. Uppgötvunin er talin staðfesting á lýsingum hinnar almennu afstæðiskenningu á því hvernig þyngdarkraftur sveigir ljós í kringum svarthol. Bjartir blossar röntgengeisla sáust fyrir aftan risavaxið svarthol í miðju vetrarbrautar um 800 milljón ljósára í burtu frá okkur. Vísindamenn voru að rannsaka fyrirbæri sem kallast rosabaugur þegar sjónaukinn nam ljósbylgjur. Bylgjurnar voru veikari, minni og öðru vísi á litin en björtu röntgenblossarnir sem fyrst voru numdir. Blossarnir sem urðu til í vetrabrautinni voru svo skærir, að röntgengeislunin virkaði eins og ljóskastari sem lýsti á gas sem myndar skífu í kringum svarthol, einnig á gasið á fyrir aftan svartholið, þann hluta sem sést ekki beint. Vegna þess að svartholið sveigir og beygir geiminn er hægt að sjá endurkastið af ljósblossunum sem átti sér stað hinumegin frá, hlémeginn. Í þetta skiptið tókst að mæla bergmálið af ljósi sem skall á gas fyrir aftan svartholið, samkvæmt upplýsingum frá Sævari Helga Bragasyni stjörnufræðingi. Svartholið eru svo þungt að þau sveigja og beygja geiminn í kringum sig. Því má líkja við undinn þvottapokka. Ljósgeislar ferðast eftir sveigjunum eins og í linsu, svo það sem er fyrir aftan það getur birst okkur þótt svartholið byrgi okkur sýn, sé fyrir, að sögn Sævars Helga. Mælingarnar staðfesta lýsingar almennu afstæðiskenningarinnar á því hvernig þyngdarkrafturinn sveigir ljós í kringum svarthol. „Fyrir fimmtíu árum síðan, þegar stjörnufræðingar fóru að velta því fyrir sér hvernig segulsvið haga sér í nálægt svartholi höfðu þeir enga hugmynd um að einn daginn hefðum við tæknina til að sjá þetta og sjá afstæðiskenningu Einsteins með berum augum,“ segir Roger Blandford, einn höfunda rannsóknarinnar sem birtist í vísindablaðinu Nature, og haft er eftir honum í frétt Guardian. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Sævari Helga Bragasyni, auk þess að fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt. Geimurinn Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Bjartir blossar röntgengeisla sáust fyrir aftan risavaxið svarthol í miðju vetrarbrautar um 800 milljón ljósára í burtu frá okkur. Vísindamenn voru að rannsaka fyrirbæri sem kallast rosabaugur þegar sjónaukinn nam ljósbylgjur. Bylgjurnar voru veikari, minni og öðru vísi á litin en björtu röntgenblossarnir sem fyrst voru numdir. Blossarnir sem urðu til í vetrabrautinni voru svo skærir, að röntgengeislunin virkaði eins og ljóskastari sem lýsti á gas sem myndar skífu í kringum svarthol, einnig á gasið á fyrir aftan svartholið, þann hluta sem sést ekki beint. Vegna þess að svartholið sveigir og beygir geiminn er hægt að sjá endurkastið af ljósblossunum sem átti sér stað hinumegin frá, hlémeginn. Í þetta skiptið tókst að mæla bergmálið af ljósi sem skall á gas fyrir aftan svartholið, samkvæmt upplýsingum frá Sævari Helga Bragasyni stjörnufræðingi. Svartholið eru svo þungt að þau sveigja og beygja geiminn í kringum sig. Því má líkja við undinn þvottapokka. Ljósgeislar ferðast eftir sveigjunum eins og í linsu, svo það sem er fyrir aftan það getur birst okkur þótt svartholið byrgi okkur sýn, sé fyrir, að sögn Sævars Helga. Mælingarnar staðfesta lýsingar almennu afstæðiskenningarinnar á því hvernig þyngdarkrafturinn sveigir ljós í kringum svarthol. „Fyrir fimmtíu árum síðan, þegar stjörnufræðingar fóru að velta því fyrir sér hvernig segulsvið haga sér í nálægt svartholi höfðu þeir enga hugmynd um að einn daginn hefðum við tæknina til að sjá þetta og sjá afstæðiskenningu Einsteins með berum augum,“ segir Roger Blandford, einn höfunda rannsóknarinnar sem birtist í vísindablaðinu Nature, og haft er eftir honum í frétt Guardian. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Sævari Helga Bragasyni, auk þess að fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira