Heilbrigðisstofnun Suðurlands hleypur undir bagga með Landspítalanum Magnús Hlynur Hreiðarsson og Árni Sæberg skrifa 7. ágúst 2021 13:55 Díana Óskarsdóttir er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Aðsend Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands verða sjúklingar á Landspítalanum meðal annars fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi til að létta á álagi á spítalanum. Tíu til fimmtán auka rúmum verður komið fyrir, meðal annars á fæðingardeildinni. Það hefur verið meira en nóg að gera hjá starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við sýnatökur og bólusetningar síðustu vikurnar með góðri aðstoð frá viðbragðsaðilum. Til dæmis sér lögreglan um umferðarstjórnun þegar sýnataka fer fram. 160 einstaklingar eru með virkt kórónuveirusmit og því í einangrun á Suðurlandi. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir í samtali við fréttastofu mikið álag vera á sínu starfsfólki. „Það liggur fyrir að við þurfum að auka mannskap til að geta haldið uppi eðlilegri þjónustu á heilsugæslustöðvunum,“ segir hún. „Við erum farin að vinna í því að auglýsa eftir fólki og erum að hringja í fólk sem er hætt að vinna og reyna að tæla það aðeins til baka.“ bætir Díana við. Taka við sjúklingum frá Landspítala þrátt fyrir álagið Díana segir að verið sé að undirbúa nokkur pláss á sjúkrahúsinu á Selfossi til að taka við sjúklingum frá Landspítala sökum fráflæðisvanda. „Þeir eru bara í alvarlegri stöðu og eru í raun að biðla til okkar, bæði að við höldum okkar sjúklingum sem lengst hjá okkur, við erum aðeins að reyna að bæta þjónustuna hjá okkur á bráðamóttökunni, að setja inn fleiri rúm þar svo við getum haldið sjúklingunum lengur hjá okkur og líka tekið við sjúklingum sem eru í biðplássum og eru þá að teppa flæðið hjá þeim,“ segir hún. Sjúklingar af Landsspítalanum verða meðal annars færðir í rúm á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á SelfossiMagnús Hlynur Hreiðarsson Díana segir að átta rúm á fæðingardeildinni verði tekin undir sjúklinga Landspítalans en samt sem áður verði fæðingaþjónusta tryggð á sjúkrahúsinu. Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur ekki þurft að kalla starfsfólk inn úr sumarfríum, enn sem komið er. „Við höfum ekki farið þá leið að kalla inn fólk“ sagði Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Landspítalinn Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Það hefur verið meira en nóg að gera hjá starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við sýnatökur og bólusetningar síðustu vikurnar með góðri aðstoð frá viðbragðsaðilum. Til dæmis sér lögreglan um umferðarstjórnun þegar sýnataka fer fram. 160 einstaklingar eru með virkt kórónuveirusmit og því í einangrun á Suðurlandi. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir í samtali við fréttastofu mikið álag vera á sínu starfsfólki. „Það liggur fyrir að við þurfum að auka mannskap til að geta haldið uppi eðlilegri þjónustu á heilsugæslustöðvunum,“ segir hún. „Við erum farin að vinna í því að auglýsa eftir fólki og erum að hringja í fólk sem er hætt að vinna og reyna að tæla það aðeins til baka.“ bætir Díana við. Taka við sjúklingum frá Landspítala þrátt fyrir álagið Díana segir að verið sé að undirbúa nokkur pláss á sjúkrahúsinu á Selfossi til að taka við sjúklingum frá Landspítala sökum fráflæðisvanda. „Þeir eru bara í alvarlegri stöðu og eru í raun að biðla til okkar, bæði að við höldum okkar sjúklingum sem lengst hjá okkur, við erum aðeins að reyna að bæta þjónustuna hjá okkur á bráðamóttökunni, að setja inn fleiri rúm þar svo við getum haldið sjúklingunum lengur hjá okkur og líka tekið við sjúklingum sem eru í biðplássum og eru þá að teppa flæðið hjá þeim,“ segir hún. Sjúklingar af Landsspítalanum verða meðal annars færðir í rúm á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á SelfossiMagnús Hlynur Hreiðarsson Díana segir að átta rúm á fæðingardeildinni verði tekin undir sjúklinga Landspítalans en samt sem áður verði fæðingaþjónusta tryggð á sjúkrahúsinu. Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur ekki þurft að kalla starfsfólk inn úr sumarfríum, enn sem komið er. „Við höfum ekki farið þá leið að kalla inn fólk“ sagði Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Landspítalinn Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira