Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2021 15:01 Íslendingar eru um margt háðir hafinu og því er líklegt að þeir finni mest fyrir áhrifum loftslagsbreytinga á hafið sjálft og lífríki þess. Vísir/Vilhelm Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Útlit er fyrir að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C bresti þegar á næsta áratug samkvæmt 6. úttektarskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í dag. Skýrslan er samantekt á vísindalegri þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga og er hún afdráttarlausari um ábyrgð manna og alvarleika afleiðinganna en síðasta skýrsla sem kom út fyrir sjö árum. Aftakaatburðir verða tíðari og afdrifaríkari, þar á meðal ákafari úrkoma og meiri öfgar í hitabylgjum og þurrkum. Tómas Jóhannesson, fagstjóri á sviði jöklafræði og sérfræðingur í ofanflóðateymi Veðurstofu Íslands, segir áhrifin á hafið í grennd við Ísland sé eitt helsta áhyggjuefnið við loftslagsbreytingar hér á landi. Höf jarðar hafa tekið við um 90% af þeim varma sem hefur safnast upp vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa. Vegna þess hversu Íslendingar eru háðir hafinu geti súrnun sjávar vegna koltvísýrings sem það tekur upp úr andrúmsloftinu verið stærsta málið fyrir Ísland til lengri tíma litið. Súrnunin sé ein meginafleiðing loftslagsbreytinga á lífríkið í hafinu en hún getur meðal annars truflað kalkmyndandi lífverur sem aðrar stærri lífverur reiða sig á sem æti. „Súrnun sjávarins er alveg ótvíræð og það er algerlega jafnmikil ástæða til að stöðva losunina eins og hlýnunina,“ segir Tómas. Vita ekki hve mikið þarf til að raska hafstraumum Veiking og jafnvel stöðvun hafstrauma er ólíkleg en ákaflega afdrifarík breyting sem gæti fylgt áframhaldandi hlýnun loftslags. Í skýrslu IPCC er talið mjög líklegt að styrkur svonefndrar veltihringrásar Altantshafsins (AMOC) veikist á þessari öld en það hefði mikil svæðisbundin áhrif á veðrakerfi og úrkomu. Golfstraumurinn er hluti af AMOC en hann færir hlýjan sjó suður úr höfum norður á bóginn og svalari sjó suður. Þekkt er að breytingar hafi orðið á straumum í hafsvæðinu í kringum Íslands í jarðsögunni. Tómas segir að þannig að vísbendingar séu um að hringrásin í Atlantshafi hafi brotnað upp þegar mikil flóð ferskvatns urðu út í Norður-Atlantshafið fyrir um 11.000 árum við lok síðustu ísaldar. Þá hafi tekið við um þúsund ára kuldatímabil þar sem hringrásin í hafinu var í öðrum ham en hún er nú. „Menn þekkja ekki nægilega vel hversu mikið þarf til þess að hringrásin sveiflist svona yfir í þennan ísaldarham. Það er fyllsta ástæða til þess að fylgjast mjög vel með öllum vísbendingum um að þetta kunni að vera að gerast. Möguleikinn á þessu er ein ástæða þess að það er mjög brýnt að grípa til aðgerða til þess að stöðva þessa þróun,“ segir Tómas. Ný greining á athugunum á hita og seltu sjávar sem birtist í síðustu viku benti til þess að veltihringrásin væri orðin óstöðug og að ekki væri hægt að útiloka að hún stöðvaðist algerlega haldi hlýnun sjávar áfram. Hafa séð skriður í sífrera á Íslandi Hlýnun jarðar og breytingar á vatnshringrásinni og úrkomumynstri gæti auki skriðuhættu á Íslandi, sérstaklega með þiðnun sífrera í fjalllendi og hopi jökla. Aukin ákefð í úrkomu og rigning í stað snjókomu að vetrarlagi gæti einnig auki hættuna á skriðuföllum. Tómas segir að á Íslandi telji menn sig þegar hafa séð skriðuföll sem tengjast þiðnun sífrera í fjallendi, þar á meðal í Eyjafirði, á Ströndum og í Fljótum. „Menn sjá í skriðutungunni ísklumpa upp í marga metra á kant sem hafa borist niður á jafnsléttu úr upptakasvæði skriðunnar. Þessi tegund af skriðum er að verða algengari í Ölpunum og víðar á jörðinni og við teljum okkur sjá að hún sé að verða algengari hér,“ segir hann. Þegar yfirborð jökla lækkar eftir því sem þeir bráðna og hopa standa eftir veikar fjallshlíðar. Talið er að skriðuföll geti orðið úr óstöðugum hlíðum eftir að jöklar minnka. Á meðal þess sem hefur verið rannsakað hér á landi er möguleg hætta á flóðbylgju ef skriður falla í jökullón sem sem hafa myndast við sporð fjölda jökla. Skriðuhætta gæti einnig aukist þegar rigningartímabil að vetrarlagi verða algengari eftir því sem hlýnar á jörðinni. Tómas segir að það hafi einhver áhrif á tíðni skriðufalla en skriður falli þó fyrir í öllum mánuðum ársins, mest að vori, sumri og hausti þegar úrkoma fellur fyrst og fremst sem rigning. Þegar rigningartímabil lengist megi eiga von á samsvarandi aukningi í tíðni skriðufalla. Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og sérfræðingur í ofanflóðum.Vísir/Baldur „Þetta kannski breytir ekki eðli skriðuvandans vegna þess að skriður eru þegar að falla í mörgum öðrum mánuðum ársins öfugt við skriður í sífreranum og skriður sem falla á jöklana. Þar erum við að sjá skriðu falla á svæðum þar sem við höfum ekki gert ráð fyrir að skriðuföll yrðu eða voru áður fátíð,“ segir Tómas. Þannig segir hann að tenging hlýnunar við skriðuföllin á Seyðisfirði í desember séu ekki eins augljós og við skriður í sífrera og við jökla. Mögulega hefðu áhrifin skriðanna verið mildari í kaldara veðri og meiri snjó en ekki sé augljóst út frá mælingum að hlýun loftslags hafi haft bein áhrif. Þá sé mikil skriðuhætta á svæðinu og heimildir um skriður á ýmsum tíma, sérstaklega forsögulegri tíð. Að minnsta kosti fjórar skriður hafi fallið í suðurhluta Seyðisfjarðar sem voru verulegar stærri en þær sem féllu í vetur. Miklar skriður féllu á Seyðisfirði sem eyðilögðu hús og leiddu til rýmingar í desember. Aukin úrkomuákefð og vetrarrigningar gætu aukið líkur á skriðuföllu hér á landi.Vísir/Egill Allt að tveggja metra hækkun sjávarstöðu Veruleg óvissa er um hversu mikið yfirborð sjávar kemur til með að hækka á þessari öld. Hún hækkar vegna þess að sjórinn þenst út eftir því sem hann hlýnar og vegna stófelldrar bráðnunar íss á landi. Á síðust öld hækkaði sjávarstaða hraðar en hún hefur gert í að minnsta kosti 3.000 ár og jókst hraðinn eftir því sem leið á öldina. IPCC telur nánast öruggt að sjávarstaðan haldi áfram að hækka. Í sviðsmynd þar sem gert er ráð fyrir mestu losun gróðurhúsalofttegunda er talið að efri mörk sjávarmálshækkunar geti verið einn metri í lok aldarinnar og einn til tveir metrar um miðbik þeirrar næstu. Tómas segir það stefnu loftslagsnefndar SÞ að tilgreina ekki óvissar afleiðingar loftslagsbreytinga ef ekki er hægt að reikna þær út með líkönum. Því gangi skýrsluhöfundar skammt í nákvæmum spám um hækkun sjávarstöðu. Ástæðan er fyrst og fremst óvissa um afdrif og stöðugleika stóru ísbreiðanna á Suðurskautslandinu og Grænlandi. Þær hafa tapað gríðarlegum massa og hefur hert mjög á tapinu undanfarna áratugi. Rýrnun Grænlandsjökul hefur þannig sexfaldast á síðustu þremur áratugum. Í ljósi þessarar óvissu segja skýrsluhöfundar að ekki sé hægt að útiloka að hækkun sjávarstöðu verði mun meiri en núverandi spár gera ráð fyrir, allt að tveimur metrum í lok þessarar aldar og fimm metra um miðbik 22. aldarinnar. „Hækkun upp á einn til tvo metra fyrir aldarlok er náttúrulega gríðarlega alvarlegt mál,“ segir Tómas. Í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem kom út árið 2018 kom fram að mögulega verði hækkun sjávarstöðu við Ísland aðeins 30-40% af heimsmeðaltalinu. Ástæðan er sú að þyngdarsvið Grænlandsjökul hækkar sjávarstöðu í nágrenni sínu. Þegar jökullinn tapar massa slaknar á þyngdarkrafti hans og sjávarstaðan lækkar í næsta umhverfi hans þó að leysingavatnið hækki sjávarstöðuna á jörðinni að meðaltali. Örlög stranda Íslands eru því frekar bundin afdrifum Suðurskautslandsíssins en líkur á hruni hans eru sagðar vaxa með tíma í nýju skýrslunni. Loftslagsmál Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Útlit er fyrir að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C bresti þegar á næsta áratug samkvæmt 6. úttektarskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í dag. Skýrslan er samantekt á vísindalegri þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga og er hún afdráttarlausari um ábyrgð manna og alvarleika afleiðinganna en síðasta skýrsla sem kom út fyrir sjö árum. Aftakaatburðir verða tíðari og afdrifaríkari, þar á meðal ákafari úrkoma og meiri öfgar í hitabylgjum og þurrkum. Tómas Jóhannesson, fagstjóri á sviði jöklafræði og sérfræðingur í ofanflóðateymi Veðurstofu Íslands, segir áhrifin á hafið í grennd við Ísland sé eitt helsta áhyggjuefnið við loftslagsbreytingar hér á landi. Höf jarðar hafa tekið við um 90% af þeim varma sem hefur safnast upp vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa. Vegna þess hversu Íslendingar eru háðir hafinu geti súrnun sjávar vegna koltvísýrings sem það tekur upp úr andrúmsloftinu verið stærsta málið fyrir Ísland til lengri tíma litið. Súrnunin sé ein meginafleiðing loftslagsbreytinga á lífríkið í hafinu en hún getur meðal annars truflað kalkmyndandi lífverur sem aðrar stærri lífverur reiða sig á sem æti. „Súrnun sjávarins er alveg ótvíræð og það er algerlega jafnmikil ástæða til að stöðva losunina eins og hlýnunina,“ segir Tómas. Vita ekki hve mikið þarf til að raska hafstraumum Veiking og jafnvel stöðvun hafstrauma er ólíkleg en ákaflega afdrifarík breyting sem gæti fylgt áframhaldandi hlýnun loftslags. Í skýrslu IPCC er talið mjög líklegt að styrkur svonefndrar veltihringrásar Altantshafsins (AMOC) veikist á þessari öld en það hefði mikil svæðisbundin áhrif á veðrakerfi og úrkomu. Golfstraumurinn er hluti af AMOC en hann færir hlýjan sjó suður úr höfum norður á bóginn og svalari sjó suður. Þekkt er að breytingar hafi orðið á straumum í hafsvæðinu í kringum Íslands í jarðsögunni. Tómas segir að þannig að vísbendingar séu um að hringrásin í Atlantshafi hafi brotnað upp þegar mikil flóð ferskvatns urðu út í Norður-Atlantshafið fyrir um 11.000 árum við lok síðustu ísaldar. Þá hafi tekið við um þúsund ára kuldatímabil þar sem hringrásin í hafinu var í öðrum ham en hún er nú. „Menn þekkja ekki nægilega vel hversu mikið þarf til þess að hringrásin sveiflist svona yfir í þennan ísaldarham. Það er fyllsta ástæða til þess að fylgjast mjög vel með öllum vísbendingum um að þetta kunni að vera að gerast. Möguleikinn á þessu er ein ástæða þess að það er mjög brýnt að grípa til aðgerða til þess að stöðva þessa þróun,“ segir Tómas. Ný greining á athugunum á hita og seltu sjávar sem birtist í síðustu viku benti til þess að veltihringrásin væri orðin óstöðug og að ekki væri hægt að útiloka að hún stöðvaðist algerlega haldi hlýnun sjávar áfram. Hafa séð skriður í sífrera á Íslandi Hlýnun jarðar og breytingar á vatnshringrásinni og úrkomumynstri gæti auki skriðuhættu á Íslandi, sérstaklega með þiðnun sífrera í fjalllendi og hopi jökla. Aukin ákefð í úrkomu og rigning í stað snjókomu að vetrarlagi gæti einnig auki hættuna á skriðuföllum. Tómas segir að á Íslandi telji menn sig þegar hafa séð skriðuföll sem tengjast þiðnun sífrera í fjallendi, þar á meðal í Eyjafirði, á Ströndum og í Fljótum. „Menn sjá í skriðutungunni ísklumpa upp í marga metra á kant sem hafa borist niður á jafnsléttu úr upptakasvæði skriðunnar. Þessi tegund af skriðum er að verða algengari í Ölpunum og víðar á jörðinni og við teljum okkur sjá að hún sé að verða algengari hér,“ segir hann. Þegar yfirborð jökla lækkar eftir því sem þeir bráðna og hopa standa eftir veikar fjallshlíðar. Talið er að skriðuföll geti orðið úr óstöðugum hlíðum eftir að jöklar minnka. Á meðal þess sem hefur verið rannsakað hér á landi er möguleg hætta á flóðbylgju ef skriður falla í jökullón sem sem hafa myndast við sporð fjölda jökla. Skriðuhætta gæti einnig aukist þegar rigningartímabil að vetrarlagi verða algengari eftir því sem hlýnar á jörðinni. Tómas segir að það hafi einhver áhrif á tíðni skriðufalla en skriður falli þó fyrir í öllum mánuðum ársins, mest að vori, sumri og hausti þegar úrkoma fellur fyrst og fremst sem rigning. Þegar rigningartímabil lengist megi eiga von á samsvarandi aukningi í tíðni skriðufalla. Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og sérfræðingur í ofanflóðum.Vísir/Baldur „Þetta kannski breytir ekki eðli skriðuvandans vegna þess að skriður eru þegar að falla í mörgum öðrum mánuðum ársins öfugt við skriður í sífreranum og skriður sem falla á jöklana. Þar erum við að sjá skriðu falla á svæðum þar sem við höfum ekki gert ráð fyrir að skriðuföll yrðu eða voru áður fátíð,“ segir Tómas. Þannig segir hann að tenging hlýnunar við skriðuföllin á Seyðisfirði í desember séu ekki eins augljós og við skriður í sífrera og við jökla. Mögulega hefðu áhrifin skriðanna verið mildari í kaldara veðri og meiri snjó en ekki sé augljóst út frá mælingum að hlýun loftslags hafi haft bein áhrif. Þá sé mikil skriðuhætta á svæðinu og heimildir um skriður á ýmsum tíma, sérstaklega forsögulegri tíð. Að minnsta kosti fjórar skriður hafi fallið í suðurhluta Seyðisfjarðar sem voru verulegar stærri en þær sem féllu í vetur. Miklar skriður féllu á Seyðisfirði sem eyðilögðu hús og leiddu til rýmingar í desember. Aukin úrkomuákefð og vetrarrigningar gætu aukið líkur á skriðuföllu hér á landi.Vísir/Egill Allt að tveggja metra hækkun sjávarstöðu Veruleg óvissa er um hversu mikið yfirborð sjávar kemur til með að hækka á þessari öld. Hún hækkar vegna þess að sjórinn þenst út eftir því sem hann hlýnar og vegna stófelldrar bráðnunar íss á landi. Á síðust öld hækkaði sjávarstaða hraðar en hún hefur gert í að minnsta kosti 3.000 ár og jókst hraðinn eftir því sem leið á öldina. IPCC telur nánast öruggt að sjávarstaðan haldi áfram að hækka. Í sviðsmynd þar sem gert er ráð fyrir mestu losun gróðurhúsalofttegunda er talið að efri mörk sjávarmálshækkunar geti verið einn metri í lok aldarinnar og einn til tveir metrar um miðbik þeirrar næstu. Tómas segir það stefnu loftslagsnefndar SÞ að tilgreina ekki óvissar afleiðingar loftslagsbreytinga ef ekki er hægt að reikna þær út með líkönum. Því gangi skýrsluhöfundar skammt í nákvæmum spám um hækkun sjávarstöðu. Ástæðan er fyrst og fremst óvissa um afdrif og stöðugleika stóru ísbreiðanna á Suðurskautslandinu og Grænlandi. Þær hafa tapað gríðarlegum massa og hefur hert mjög á tapinu undanfarna áratugi. Rýrnun Grænlandsjökul hefur þannig sexfaldast á síðustu þremur áratugum. Í ljósi þessarar óvissu segja skýrsluhöfundar að ekki sé hægt að útiloka að hækkun sjávarstöðu verði mun meiri en núverandi spár gera ráð fyrir, allt að tveimur metrum í lok þessarar aldar og fimm metra um miðbik 22. aldarinnar. „Hækkun upp á einn til tvo metra fyrir aldarlok er náttúrulega gríðarlega alvarlegt mál,“ segir Tómas. Í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem kom út árið 2018 kom fram að mögulega verði hækkun sjávarstöðu við Ísland aðeins 30-40% af heimsmeðaltalinu. Ástæðan er sú að þyngdarsvið Grænlandsjökul hækkar sjávarstöðu í nágrenni sínu. Þegar jökullinn tapar massa slaknar á þyngdarkrafti hans og sjávarstaðan lækkar í næsta umhverfi hans þó að leysingavatnið hækki sjávarstöðuna á jörðinni að meðaltali. Örlög stranda Íslands eru því frekar bundin afdrifum Suðurskautslandsíssins en líkur á hruni hans eru sagðar vaxa með tíma í nýju skýrslunni.
Loftslagsmál Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira