Misstu fyrst Messi og svo Aguero þar til í nóvember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2021 16:01 Sergio „Kun“ Aguero byrjar tímabilið á meiðslalistanum. EPA-EFE/Alejandro Garcia Aðeins nokkrum dögum eftir að Barcelona tilkynnti að Lionel Messi yrði ekki lengur hjá félaginu þá kom annað áfall. Sergio Aguero gekk til liðs við Barcelona í sumar á frjálsri sölu frá Manchester City en hann missir af fyrstu tíu vikum tímabilsins. Sergio Aguero will have to wait to make his Barcelona debut after it was confirmed a calf injury has ruled the striker out for 10 weeks.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 9, 2021 Aguero var mikið meiddur síðustu árin sín hjá Manchester City og hann var ekki lengi að meiðast hjá Barca. Hann meiddist á kálfa á æfingu á sunnudaginn og nú er ljóst að meiðslin eru alvarleg. Hinn 33 ára gamli argentínski framherji gat ekki spilað sinn fyrsta leik í gær vegna meiðslanna en Barcelona vann þá 3-0 sigur á Juventus í árlega Joan Gamper bikarnum á Nývangi. „Það er synd að hann skyldi meiðast og gat ekki spilað þrjátíu mínútur í Gamper leiknum. Þetta er áfall fyrir liðið því hann var að æfa á fullu og getur komið með gæði inn í framlínu liðsins,“ sagði Ronald Koeman, þjálfari Barcelona. Sergio Aguero will miss two months with an injury, per multiple reports.He s yet to make an appearance for Barcelona pic.twitter.com/e7d7U1vGNf— B/R Football (@brfootball) August 9, 2021 Fyrsti leikur Barcelona í spænsku deildinni verður á móti Real Sociedad á sunnudaginn. Þar verður auðvitað enginn Messi, enginn Sergio Aguero og þá eru þeir Ansu Fati og Ousmane Dembele líka fjarri góðu gamni. Nú reynir því meira á Antoine Griezmann og danska landsliðsframherjann Martin Braithwaite. Memphis Depay er líka mættur og hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu. Depay og Braithwaite voru báðir á skotskónum í sigrinum á Juve. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Sergio Aguero gekk til liðs við Barcelona í sumar á frjálsri sölu frá Manchester City en hann missir af fyrstu tíu vikum tímabilsins. Sergio Aguero will have to wait to make his Barcelona debut after it was confirmed a calf injury has ruled the striker out for 10 weeks.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 9, 2021 Aguero var mikið meiddur síðustu árin sín hjá Manchester City og hann var ekki lengi að meiðast hjá Barca. Hann meiddist á kálfa á æfingu á sunnudaginn og nú er ljóst að meiðslin eru alvarleg. Hinn 33 ára gamli argentínski framherji gat ekki spilað sinn fyrsta leik í gær vegna meiðslanna en Barcelona vann þá 3-0 sigur á Juventus í árlega Joan Gamper bikarnum á Nývangi. „Það er synd að hann skyldi meiðast og gat ekki spilað þrjátíu mínútur í Gamper leiknum. Þetta er áfall fyrir liðið því hann var að æfa á fullu og getur komið með gæði inn í framlínu liðsins,“ sagði Ronald Koeman, þjálfari Barcelona. Sergio Aguero will miss two months with an injury, per multiple reports.He s yet to make an appearance for Barcelona pic.twitter.com/e7d7U1vGNf— B/R Football (@brfootball) August 9, 2021 Fyrsti leikur Barcelona í spænsku deildinni verður á móti Real Sociedad á sunnudaginn. Þar verður auðvitað enginn Messi, enginn Sergio Aguero og þá eru þeir Ansu Fati og Ousmane Dembele líka fjarri góðu gamni. Nú reynir því meira á Antoine Griezmann og danska landsliðsframherjann Martin Braithwaite. Memphis Depay er líka mættur og hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu. Depay og Braithwaite voru báðir á skotskónum í sigrinum á Juve.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira