Fagráð kallar eftir breytingum: „Það þýðir ekki að hika lengur“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2021 10:05 Landspítali Fossvogi Vísir/vilhelm Fagráð Landspítalans segir stjórnvöld og stjórnendur sjúkrahússins þurfa aða leita allra leiða til að veita starfsfólki viðunandi vinnuaðstæður. Skapa þurfi umhverfi þar sem ekki sé þörf á að kalla fólk inn úr sumarfríi og tryggja að ekki sé gengið á réttindi starfsfólk. Í áskorun frá fagráðinu, sem Marta Jóns Hjördísardóttir formaður skrifar undir, segir að í mörg ár hafi það verið áskorun að manna spítalann eins og þurfi. Skortur á menntuðu fagfólki hafi orðið til þess að fækka hafi þurfti legurýmum. Við það hafi síðustu ár bæst við fordæmalaust álag vegna faraldurs Nýju kórónuveirunnar. Mörgu hafi verið ýtt til hliðar vegna faraldursins. „Í maí 2021 var rúmanýting á meðferðarsviði á Landspítala hvergi undir 96 prósent, þar sem æskileg rúmanýting á bráðasjúkrahúsi er 85 prósent. Á smitsjúkdómadeild er rúmanýting í maí 99 prósent, en það er deildin sem tekur fyrst við sjúklingum með COVID. Þegar hún er orðin full þá er Lungnadeild A6 breytt í COVID deild og þar er rúmanýting í maí 101 prósent,“ segir í áskoruninni. Þar segir einnig að það hafi ekki verið sjúklingar með Covid-19 sem lágu á þessum deildum heldur aðrir sem þurfi sérhæfða þjónustu. „…Þjónustu sem þarf nú að veita á öðrum deildum sem eru flestar með rúmanýtingu yfir 95 prósentum. Það gefur augaleið að svigrúmið er ekki til staðar.“ Störf hafi orðið erfiðari Í áskoruninni segir einnig að störf á spítalanum hafi orðið erfiðari og þá meðal annars vegna íþyngjandi hlífðarbúnaði og þess að starfsfólk þurfi að vera stöðugt á verði, sýna sveigjanleika og ganga inn í aðstæður þar sem ríki óvissa. Ofan á það búi starfsfólk við áreiti utan vinnu. Til dæmis varðandi það að þau eigi að búa í einhvers konar sóttvarnarkúlu umfram aðra í samfélaginu. „Á sama tíma er starfsfólk í sumarfríi, fólk sem er margt búið að standa vaktina í meira en ár, undir gríðarlegu álagi,“ segir í áskoruninni. „Starfsfólk er kjarni hverrar stofnunar. Á álagstíma þarf að hlúa sérstaklega vel að starfsfólki, þar er svo sannarlega svigrúm til að gera betur.“ Fagráðið segir þörf á að veita starfsfólki viðunandi vinnuaðstæður. Eins og áður segir þurfi að skapa umhverfi þar sem ekki sé þörf á að kalla fólk inn úr sumarfríi og ganga á réttindi starfsfólks. Til þess þurfi verulega uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu öllu. „Stofnanir þurfa að vinna þétt saman. Það þýðir ekki að hika lengur, búið er að benda á vandann í mörg ár, nú sem aldrei fyrr er tækifæri til úrbóta. Fagráð Landspítala skorar á stjórnvöld að gera það sem þarf til að heilbrigðiskerfið, með Landspítala í fararbroddi, sé eftirsóttur vinnustaður þar sem veitt sé besta heilbrigðisþjónusta sem völ er á hverju sinni.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Í áskorun frá fagráðinu, sem Marta Jóns Hjördísardóttir formaður skrifar undir, segir að í mörg ár hafi það verið áskorun að manna spítalann eins og þurfi. Skortur á menntuðu fagfólki hafi orðið til þess að fækka hafi þurfti legurýmum. Við það hafi síðustu ár bæst við fordæmalaust álag vegna faraldurs Nýju kórónuveirunnar. Mörgu hafi verið ýtt til hliðar vegna faraldursins. „Í maí 2021 var rúmanýting á meðferðarsviði á Landspítala hvergi undir 96 prósent, þar sem æskileg rúmanýting á bráðasjúkrahúsi er 85 prósent. Á smitsjúkdómadeild er rúmanýting í maí 99 prósent, en það er deildin sem tekur fyrst við sjúklingum með COVID. Þegar hún er orðin full þá er Lungnadeild A6 breytt í COVID deild og þar er rúmanýting í maí 101 prósent,“ segir í áskoruninni. Þar segir einnig að það hafi ekki verið sjúklingar með Covid-19 sem lágu á þessum deildum heldur aðrir sem þurfi sérhæfða þjónustu. „…Þjónustu sem þarf nú að veita á öðrum deildum sem eru flestar með rúmanýtingu yfir 95 prósentum. Það gefur augaleið að svigrúmið er ekki til staðar.“ Störf hafi orðið erfiðari Í áskoruninni segir einnig að störf á spítalanum hafi orðið erfiðari og þá meðal annars vegna íþyngjandi hlífðarbúnaði og þess að starfsfólk þurfi að vera stöðugt á verði, sýna sveigjanleika og ganga inn í aðstæður þar sem ríki óvissa. Ofan á það búi starfsfólk við áreiti utan vinnu. Til dæmis varðandi það að þau eigi að búa í einhvers konar sóttvarnarkúlu umfram aðra í samfélaginu. „Á sama tíma er starfsfólk í sumarfríi, fólk sem er margt búið að standa vaktina í meira en ár, undir gríðarlegu álagi,“ segir í áskoruninni. „Starfsfólk er kjarni hverrar stofnunar. Á álagstíma þarf að hlúa sérstaklega vel að starfsfólki, þar er svo sannarlega svigrúm til að gera betur.“ Fagráðið segir þörf á að veita starfsfólki viðunandi vinnuaðstæður. Eins og áður segir þurfi að skapa umhverfi þar sem ekki sé þörf á að kalla fólk inn úr sumarfríi og ganga á réttindi starfsfólks. Til þess þurfi verulega uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu öllu. „Stofnanir þurfa að vinna þétt saman. Það þýðir ekki að hika lengur, búið er að benda á vandann í mörg ár, nú sem aldrei fyrr er tækifæri til úrbóta. Fagráð Landspítala skorar á stjórnvöld að gera það sem þarf til að heilbrigðiskerfið, með Landspítala í fararbroddi, sé eftirsóttur vinnustaður þar sem veitt sé besta heilbrigðisþjónusta sem völ er á hverju sinni.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira