Loftslagsskýrslan sýni að markmið þjóða duga ekki til Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2021 12:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir skýrsluna áhyggjuefni. vilhelm gunnarsson Ný og svört skýrsla um loftslagsmál sýnir að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér dugi ekki til þess að halda hnattrænni hlýnun innan marka Parísarsamkomulagsins. Þetta er mat forsætisráðherra sem segir stjórnvöld þurfa að fara yfir sín markmið í loftslagsmálum. Ný og afdráttarlaus skýrsla Sameinuðu þjóðanna var kynnt í fyrradag og segir einn höfunda tímann til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga að renna okkur úr greipum. Skýrslan sýni þörfina á tafarlausum aðgerðum. Formenn ríkisstjórnarflokkanna lýsa yfir áhyggjum og segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, skýrsluna afgerandi um að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér duga ekki til. „Þessi skýrsla er algjörlega afgerandi með það að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér þau duga ekki til. Þau duga ekki til þess að ná þeim markmiðum sem við höfum sammælst um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu og ef við bara horfum á þau markmið sem eru núna í gildi þá erum við samt að horfa á þriggja gráðu hlýnun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Stórlosendur þurfi að taka þátt Það sé afgerandi niðurstaða skýrslunnar að loftslagsbreytingar séu beintengdar við mannana verk. „Þetta er mjög mikilvæg brýning og kallar á það bæði að íslensk stjórnvöld fari yfir sín markmið og hvað við getum gert betur en auðvitað kallar hún líka á að þessar stóru þjóðir og stórlosendur, stórfyrirtæki taki þetta til sín.“ Alþjóðasamstarf mikilvægt Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir alþjóðasamstarf og skuldbindingu þjóða lykilinn að árangri. Ríkisstjórnin sé með metnaðarfull áform. „En til þess að það gerist eitthvað raunverulegt vegna þeirrar ógnar sem birtist okkur í þessari skýrslu þá þurfa auðvitað stóru mengunarvaldarnir í heiminum að skuldbinda sig og taka þátt. Þess vegna segi ég að alþjóðasamstarf og þátttaka okkar í því að deila góðum hugmyndum, góðri reynslu, þekkingu og taka upp hér á landi líka það sem reynist vel annars staðar það held ég að muni skila okkur lengst,“ sagði Bjarni Benediktsson. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir tækifæri til að snúa stöðunni við og nefnir grænar fjárfestingar. „Þar getum við lagt bæði mjög góða hluti hér inn á Íslandi en jafnvel til hjálpar heiminum.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ný og afdráttarlaus skýrsla Sameinuðu þjóðanna var kynnt í fyrradag og segir einn höfunda tímann til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga að renna okkur úr greipum. Skýrslan sýni þörfina á tafarlausum aðgerðum. Formenn ríkisstjórnarflokkanna lýsa yfir áhyggjum og segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, skýrsluna afgerandi um að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér duga ekki til. „Þessi skýrsla er algjörlega afgerandi með það að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér þau duga ekki til. Þau duga ekki til þess að ná þeim markmiðum sem við höfum sammælst um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu og ef við bara horfum á þau markmið sem eru núna í gildi þá erum við samt að horfa á þriggja gráðu hlýnun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Stórlosendur þurfi að taka þátt Það sé afgerandi niðurstaða skýrslunnar að loftslagsbreytingar séu beintengdar við mannana verk. „Þetta er mjög mikilvæg brýning og kallar á það bæði að íslensk stjórnvöld fari yfir sín markmið og hvað við getum gert betur en auðvitað kallar hún líka á að þessar stóru þjóðir og stórlosendur, stórfyrirtæki taki þetta til sín.“ Alþjóðasamstarf mikilvægt Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir alþjóðasamstarf og skuldbindingu þjóða lykilinn að árangri. Ríkisstjórnin sé með metnaðarfull áform. „En til þess að það gerist eitthvað raunverulegt vegna þeirrar ógnar sem birtist okkur í þessari skýrslu þá þurfa auðvitað stóru mengunarvaldarnir í heiminum að skuldbinda sig og taka þátt. Þess vegna segi ég að alþjóðasamstarf og þátttaka okkar í því að deila góðum hugmyndum, góðri reynslu, þekkingu og taka upp hér á landi líka það sem reynist vel annars staðar það held ég að muni skila okkur lengst,“ sagði Bjarni Benediktsson. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir tækifæri til að snúa stöðunni við og nefnir grænar fjárfestingar. „Þar getum við lagt bæði mjög góða hluti hér inn á Íslandi en jafnvel til hjálpar heiminum.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira