Rasmus: Hefðum átt að ljúka þessum leik fyrr Árni Jóhannsson skrifar 15. ágúst 2021 21:32 Rasmus Christiansen var mjög ánægður með sigurinn í kvöld Vísir/Bára Dröfn Valur lagði Keflavík að velli á Hlíðarenda fyrr í kvöld 2-1. Leikurinn var hluti af 17. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu en Sigurður Egill Lárusson skoraði bæði mörk Keflvíkinga. Rasmus Christiansen stóð í ströngu í vörn heimamanna á löngum köflum en Keflvíkingar reyndu eins og þeir gátu í lok leiksins að jafna metin. Rasmus var gríðarlega ánægður með að hafa landað öllum stigunum. „Við erum virkilega sáttir með þessi þrjú stig“, sagði Rasmus og var sýnilega létt að leiknum hafi lokið með sigri hans manna. „Sigurinn var það sem skipti öllu máli. Frammistaðan og spilamennskan var mjög fín hjá okkur en við hefðum getað skorað ennþá fleiri mörk og hefðum mátt ljúka þessum leik fyrr. Það var algjör óþarfi að gera þetta svona spennandi í lokin. Við vorum með góða stjórn á þessum leik og það gekk ágætlega á löngum köflum. Komum fínt út í seinni hálfleikinn en fáum á okkur mark sem gerir þetta að leik aftur. Við hefðum mátt vera betrí færunum og lokasendingunum og það hefði getað lokað þessum leik fyrr. Frammistaðan var alveg þannig að við áttum það skilið.“ Rasmus var þá spurður að því hvort reynsla Valsmanna í að ljúka leikjum hefði skipt sköpum í kvöld. „Það getur vel verið og það lítur kannski þannig út. Maður er ekkert að hugsa út í það á meðan leik stendur en það er fín pæling hjá þér. Fyrst og fremst hefðum viljað skora fleiri mörk í kvöld því við spiluðum vel og sköpuðum fullt af færum.“ Að lokum var Rasmus spurður út í mikilvægi þess að vinna í kvöld. Liðin í næstu sætum eru skammt undan og skipta öll stig máli núna þegar lítið er eftir af móti. „Já það skipti öllu máli að vinna þessi þrjú stig. Við áttum það líka alveg skilið eins og ég hef sagt áður.“ Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
„Við erum virkilega sáttir með þessi þrjú stig“, sagði Rasmus og var sýnilega létt að leiknum hafi lokið með sigri hans manna. „Sigurinn var það sem skipti öllu máli. Frammistaðan og spilamennskan var mjög fín hjá okkur en við hefðum getað skorað ennþá fleiri mörk og hefðum mátt ljúka þessum leik fyrr. Það var algjör óþarfi að gera þetta svona spennandi í lokin. Við vorum með góða stjórn á þessum leik og það gekk ágætlega á löngum köflum. Komum fínt út í seinni hálfleikinn en fáum á okkur mark sem gerir þetta að leik aftur. Við hefðum mátt vera betrí færunum og lokasendingunum og það hefði getað lokað þessum leik fyrr. Frammistaðan var alveg þannig að við áttum það skilið.“ Rasmus var þá spurður að því hvort reynsla Valsmanna í að ljúka leikjum hefði skipt sköpum í kvöld. „Það getur vel verið og það lítur kannski þannig út. Maður er ekkert að hugsa út í það á meðan leik stendur en það er fín pæling hjá þér. Fyrst og fremst hefðum viljað skora fleiri mörk í kvöld því við spiluðum vel og sköpuðum fullt af færum.“ Að lokum var Rasmus spurður út í mikilvægi þess að vinna í kvöld. Liðin í næstu sætum eru skammt undan og skipta öll stig máli núna þegar lítið er eftir af móti. „Já það skipti öllu máli að vinna þessi þrjú stig. Við áttum það líka alveg skilið eins og ég hef sagt áður.“
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira