Spítalinn í viðræðum við erlendar starfsmannaleigur vegna skorts á hjúkrunarfræðingum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2021 12:00 Ólafur G. Skúlason er forstöðumaður skurðdeilda og gjörgæslu á Landspítala. Viðræður standa nú yfir á milli Landspítala og starfsmannaleiga erlendis vegna vöntunar á sérhæfðum gjörgæsluhjúkrunarfræðingum. Þetta segir forstöðumaður á spítalanum sem fagnar samningi heilbrigðisráðherra og einkarekinna læknamiðstöðva en segir aðgerðina ekki duga til. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra mun semja við einkafyrirtæki í heilbrigðisþjónustu um að létta undir með Landspítalanum vegna manneklu. Þetta kom fram á Fréttavaktinni á Hringbraut í gærkvöldi. Með þessu sé leitað leiða til að manna vaktir á gjörgæsludeildum spítalans. Heilbrigðisstarfsmenn frá Klíníkinni Ármúla voru sendir á Landspítalann í gær til að svara kallinu. Samningur við innlenda aðila dugi ekki til Rætt var við Ólaf G. Skúlason, forstöðumann skurðstofa og gjörgæsludeilda á Landspítala, sem segir útspilið gott skref en að það dugi ekki til. „Við höfum núna fengið fjóra hjúkrunarfræðinga og svæfingalækna til að hjálpa okkur og munar mjög um það og erum þakklát fyrir þennan samning. Hins vegar verðum við að viðurkenna það að til þess að manna gjörgæslurnar í núverandi ástandi þurfum við um hundrað manns á dag til þess að sinna þessum sjúklingum. Þannig að við þurfum að leita frekari leiða til að manna þetta enn frekar.“ Hóflega bjartsýn Ólafur hefur ekki upplýsingar um það hve mikið aðgerðin muni kosta skattgreiðendur. Hann segir að vöntun sé á sérhæfðu starfsfólki og því þurfi einnig að leita annarra leiða til að nálgast vandann. „Við erum meðal annars að ræða við starfsmannaleigur erlendis og á Norðurlöndunum til þess að fá þessa sérhæfðu gjörgæsluhjúkrunarfræðinga sem hafa reynslu af því að ferðast á milli landa. Sænskir hjúkrunarfræðingar hafa til dæmis mjög mikla reynslu af því en við vitum jafnframt að önnur lönd eru líka í vandræðum með gjörgæslur og legupláss og þurfa á sínu starfsfólki að halda. Þannig að við vonum að það skili okkur einhverju en við erum hóflega bjartsýn.“ Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra mun semja við einkafyrirtæki í heilbrigðisþjónustu um að létta undir með Landspítalanum vegna manneklu. Þetta kom fram á Fréttavaktinni á Hringbraut í gærkvöldi. Með þessu sé leitað leiða til að manna vaktir á gjörgæsludeildum spítalans. Heilbrigðisstarfsmenn frá Klíníkinni Ármúla voru sendir á Landspítalann í gær til að svara kallinu. Samningur við innlenda aðila dugi ekki til Rætt var við Ólaf G. Skúlason, forstöðumann skurðstofa og gjörgæsludeilda á Landspítala, sem segir útspilið gott skref en að það dugi ekki til. „Við höfum núna fengið fjóra hjúkrunarfræðinga og svæfingalækna til að hjálpa okkur og munar mjög um það og erum þakklát fyrir þennan samning. Hins vegar verðum við að viðurkenna það að til þess að manna gjörgæslurnar í núverandi ástandi þurfum við um hundrað manns á dag til þess að sinna þessum sjúklingum. Þannig að við þurfum að leita frekari leiða til að manna þetta enn frekar.“ Hóflega bjartsýn Ólafur hefur ekki upplýsingar um það hve mikið aðgerðin muni kosta skattgreiðendur. Hann segir að vöntun sé á sérhæfðu starfsfólki og því þurfi einnig að leita annarra leiða til að nálgast vandann. „Við erum meðal annars að ræða við starfsmannaleigur erlendis og á Norðurlöndunum til þess að fá þessa sérhæfðu gjörgæsluhjúkrunarfræðinga sem hafa reynslu af því að ferðast á milli landa. Sænskir hjúkrunarfræðingar hafa til dæmis mjög mikla reynslu af því en við vitum jafnframt að önnur lönd eru líka í vandræðum með gjörgæslur og legupláss og þurfa á sínu starfsfólki að halda. Þannig að við vonum að það skili okkur einhverju en við erum hóflega bjartsýn.“
Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira