Borgin hefur lofað að drengurinn fái pláss í skóla Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. ágúst 2021 19:09 Guðrún Eva Jónsdóttir, móðir drengsins. stöð 2 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur fullvissað móður tólf ára drengs með þroskahömlun, sem hafði verið synjað um skólavist, að hann fái pláss í Brúarskóla. Móðir hans er viss um að málinu hefði ekki verið reddað á sunnudegi nema vegna þess að fjallað var um það í fjölmiðlum. Rætt var við móðurina Guðrúnu Evu Jónsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði hún frá því hvernig Hjörtur Hlíðar, sonur hennar sem er með ódæmigerða einhverfu og mikla þroskaröskun, hafi ekki fengið inn í Brúarskóla því þar væri ekki laust pláss. Þau mæðgin fluttu til Reykjavíkur frá Akureyri í vor. Brúarskóli er skóli fyrir börn sem eiga í alvarlegum geðrænum-, hegðunar- eða félagslegum erfiðleikum. Þegar Guðrúnu var tilkynnt um að hann fengi ekki inn þar sótti hún um fyrir hann í hverfisskóla þeirra, Árbæjarskóla, en fékk einnig höfnun um skólavist þar. „Skólarnir að byrja á mánudag og ég veit ekkert hvað verður um barnið,“ sagði hún í gær: Borgin baðst afsökunar Í dag hringdi síðan skóla- og frístundasvið í hana og fullvissaði hana um að Hjörtur Hlíðar fengi skólavist í Brúarskóla. „Það eina sem hún gat ekki lofað mér var að hann gæti byrjað strax á morgun en lofaði að það yrði allavega ekki seinna en á þriðjudag,“ segir Guðrún Eva. Hún er auðvitað ánægð með útkomuna: „Þetta er náttúrulega það sem ég vildi fyrir hann. Hann hefur ekkert að gera með að fara í venjulegan skóla. En ég sótti líka um í Árbæjarskóla því mér ber skylda til að koma barninu í skóla, alveg sama hvar það er. Þannig að ég er mjög sátt,“ segir hún. Hún segir borgina hafa beðið sig afsökunar á málinu. „Biðjast afsökunar á öllu, að það væri ekki búið að hafa samband við mig. En ég veit það fyrir víst að hún hefði ekki haft samband við mig á sunnudegi ef ég hefði ekki farið í fréttirnar á laugardeginum.“ Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Rætt var við móðurina Guðrúnu Evu Jónsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði hún frá því hvernig Hjörtur Hlíðar, sonur hennar sem er með ódæmigerða einhverfu og mikla þroskaröskun, hafi ekki fengið inn í Brúarskóla því þar væri ekki laust pláss. Þau mæðgin fluttu til Reykjavíkur frá Akureyri í vor. Brúarskóli er skóli fyrir börn sem eiga í alvarlegum geðrænum-, hegðunar- eða félagslegum erfiðleikum. Þegar Guðrúnu var tilkynnt um að hann fengi ekki inn þar sótti hún um fyrir hann í hverfisskóla þeirra, Árbæjarskóla, en fékk einnig höfnun um skólavist þar. „Skólarnir að byrja á mánudag og ég veit ekkert hvað verður um barnið,“ sagði hún í gær: Borgin baðst afsökunar Í dag hringdi síðan skóla- og frístundasvið í hana og fullvissaði hana um að Hjörtur Hlíðar fengi skólavist í Brúarskóla. „Það eina sem hún gat ekki lofað mér var að hann gæti byrjað strax á morgun en lofaði að það yrði allavega ekki seinna en á þriðjudag,“ segir Guðrún Eva. Hún er auðvitað ánægð með útkomuna: „Þetta er náttúrulega það sem ég vildi fyrir hann. Hann hefur ekkert að gera með að fara í venjulegan skóla. En ég sótti líka um í Árbæjarskóla því mér ber skylda til að koma barninu í skóla, alveg sama hvar það er. Þannig að ég er mjög sátt,“ segir hún. Hún segir borgina hafa beðið sig afsökunar á málinu. „Biðjast afsökunar á öllu, að það væri ekki búið að hafa samband við mig. En ég veit það fyrir víst að hún hefði ekki haft samband við mig á sunnudegi ef ég hefði ekki farið í fréttirnar á laugardeginum.“
Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira