„Ég þakka Gumma Ben fyrir þetta“ Atli Arason skrifar 29. ágúst 2021 22:30 Höskuldur Gunnlaugsson og félagar hans í Breiðabliki eru á toppi Pepsi Max-deildarinnar. vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, átti frábæran leik í 0-7 sigrinum á Fylki í Árbænum í kvöld. Höskuldur skoraði tvö mörk en seinna mark Höskulds var afar glæsilegt. Davíð Örn Atlason, leikmaður Breiðabliks, á þá fyrirgjöf af vinstri vængnum sem fer af varnarmanni Fylkis og þaðan upp í loftið. Höskuldur er fyrstur að átta sig á aðstæðum og þrumar boltanum viðstöðulaust í fjær hornið. „Þetta var eitthvað spontant fyrstu viðbrögð. Ég ætlaði að snerta boltann fyrst en svo lá hann bara svona helvíti vel og þá rifjar maður upp gamlar volley æfingar með Gumma Ben þar sem hann niðurlægði mann með því með því að sýna sig sjálfur. Þannig ég þakka Gumma fyrir þetta,“ svarði Höskuldur, aðspurður út í seinna markið sitt. Höskuldur var ánægður með frammistöðu alla leikmanna og öllum sem koma að liðinu í kvöld. Hann þakkar nálguninni og andlega hlutanum fyrir sigurinn í kvöld. „Frábær frammistaða hjá öllum, alveg frá aftasta manni til þess fremsta.“ „Nálguninn okkar [skilar sigrinum], að sýna enga værukærð. Að æfa vel og hugsa vel um okkur milli leikja. Við erum nýkomnir úr hrinu gegn KA sem var svona toppbarátta. Það hefði verið auðvelt og skiljanlegt ef menn ætluðu ósjálfrátt að taka þessu léttara núna. Við vissum samt að Fylkir er hörku lið og þeir eru að berjast fyrir lífinu sínu. Við viljum halda standardinum okkar háum og mér fannst við gera það í dag.“ Undir lok fyrri hálfleiks var flösku kastað í áttina af Höskuldi úr stúkunni. Flaskan fór reyndar ekki í Höskuld og hann vissi raunverulega ekki að einhverju hafi verið kastað í hans átt þegar leitast var eftir svörum frá honum eftir leik. „Ég fékk bara að heyra af því. Hittu þeir þig var ég spurður, hverjir? Þá var mér sagt að einhverju hefði verið kastað. Þetta er bara gaman, þar sem þetta fór ekki í mig.“ Næsta verkefni Breiðabliks er stórleikur gegn Val á Kópavogsvelli. Höskuldur hvetur alla til að mæta á völlinn fyrir þann leik. „Það væri gaman ef það mæta hátt í 2.000 manns sem ég held að megi mæta með þessum hraðprófum og mynda alvöru stemningu eins og var í dag. Frábærir stuðningsmenn hjá báðum liðum,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Davíð Örn Atlason, leikmaður Breiðabliks, á þá fyrirgjöf af vinstri vængnum sem fer af varnarmanni Fylkis og þaðan upp í loftið. Höskuldur er fyrstur að átta sig á aðstæðum og þrumar boltanum viðstöðulaust í fjær hornið. „Þetta var eitthvað spontant fyrstu viðbrögð. Ég ætlaði að snerta boltann fyrst en svo lá hann bara svona helvíti vel og þá rifjar maður upp gamlar volley æfingar með Gumma Ben þar sem hann niðurlægði mann með því með því að sýna sig sjálfur. Þannig ég þakka Gumma fyrir þetta,“ svarði Höskuldur, aðspurður út í seinna markið sitt. Höskuldur var ánægður með frammistöðu alla leikmanna og öllum sem koma að liðinu í kvöld. Hann þakkar nálguninni og andlega hlutanum fyrir sigurinn í kvöld. „Frábær frammistaða hjá öllum, alveg frá aftasta manni til þess fremsta.“ „Nálguninn okkar [skilar sigrinum], að sýna enga værukærð. Að æfa vel og hugsa vel um okkur milli leikja. Við erum nýkomnir úr hrinu gegn KA sem var svona toppbarátta. Það hefði verið auðvelt og skiljanlegt ef menn ætluðu ósjálfrátt að taka þessu léttara núna. Við vissum samt að Fylkir er hörku lið og þeir eru að berjast fyrir lífinu sínu. Við viljum halda standardinum okkar háum og mér fannst við gera það í dag.“ Undir lok fyrri hálfleiks var flösku kastað í áttina af Höskuldi úr stúkunni. Flaskan fór reyndar ekki í Höskuld og hann vissi raunverulega ekki að einhverju hafi verið kastað í hans átt þegar leitast var eftir svörum frá honum eftir leik. „Ég fékk bara að heyra af því. Hittu þeir þig var ég spurður, hverjir? Þá var mér sagt að einhverju hefði verið kastað. Þetta er bara gaman, þar sem þetta fór ekki í mig.“ Næsta verkefni Breiðabliks er stórleikur gegn Val á Kópavogsvelli. Höskuldur hvetur alla til að mæta á völlinn fyrir þann leik. „Það væri gaman ef það mæta hátt í 2.000 manns sem ég held að megi mæta með þessum hraðprófum og mynda alvöru stemningu eins og var í dag. Frábærir stuðningsmenn hjá báðum liðum,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira