Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2021 13:15 Znak og Kólesníkóva við dómsuppkvaðningu. Þau létu þunga dóma ekki draga sig niður og brostu í myndavélarnar. Getty/Stringer Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. Stjórnarandstæðingurinn Maria Kólesníkóva hefur verið dæmd í ellefu ára fangelsi og lögmaðurinn Maxim Znak hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi. Þau voru bæði meðlimir í sérstöku samhæfingarráði stjórnarandstöðunnar. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Ráðið var stofnað af forsetaframbjóðandanum Svetlönu Tíkanovskaju eftir að niðurstöður forsetakosninganna í Hvíta-Rússlandi lágu fyrir í fyrra. Alexander Lúkasjenka bar sigur úr bítum í forsetakosningunum, þó svo að margir telji að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli til að koma í veg fyrir að hann missti völd, eftir 26 ár á valdastóli. Tvímenningarnir voru handteknir í fyrra vegna þátttöku sinnar í mótmælum gegn forsetanum. Samhæfingarráðið og meðlimir þess hefur verið sakað um að hafa reynt að fremja valdarán. Mál Kólesníkóvu og Znaks voru tekin fyrir af dómstóli í höfuðborginni Mínsk í dag, mánudag, þar sem þau voru sakfelld meðal annars fyrir öfgahyggju, tilraun til valdaráns og fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi. Þau neituðu bæði sök í öllum ákæruliðum og lýstu því yfir að málsmeðferðin hafi verið óréttmæt. Lögmenn þeirra hafa þegar tilkynnt að dómnum verði áfrýjað. Mótmælin vegna forsetakosninganna stóðu yfir mánuðum saman, en bæði Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið hafa fordæmt niðurstöður kosninganna. Tugir þúsunda mótmælenda voru handteknir og margir voru pyntaðir í haldi lögreglu, á meðan Lúkasjenka, sem hefur verið við völd síðan 1994, reyndi að kveða mótmælin niður. Aðgerðasinnar hafa lýst því yfir að allt að 650 pólitískir fangar séu í haldi stjórnvalda, þar á meðal aðgerðasinnar og blaðamenn. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótframbjóðandi Lúkasjenka dæmdur í fjórtán ára fangelsi Dómstóll í Hvíta-Rússlandi dæmdi Viktor Babariko, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, í fjórtán ára fangelsi fyrir spillingu í dag. Babariko neitaði sök og eru ákærurnar gegn honum almennt taldar hafa átt sér pólitískar rætur. 6. júlí 2021 10:09 Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. 16. september 2020 21:35 Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Stjórnarandstæðingurinn Maria Kólesníkóva hefur verið dæmd í ellefu ára fangelsi og lögmaðurinn Maxim Znak hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi. Þau voru bæði meðlimir í sérstöku samhæfingarráði stjórnarandstöðunnar. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Ráðið var stofnað af forsetaframbjóðandanum Svetlönu Tíkanovskaju eftir að niðurstöður forsetakosninganna í Hvíta-Rússlandi lágu fyrir í fyrra. Alexander Lúkasjenka bar sigur úr bítum í forsetakosningunum, þó svo að margir telji að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli til að koma í veg fyrir að hann missti völd, eftir 26 ár á valdastóli. Tvímenningarnir voru handteknir í fyrra vegna þátttöku sinnar í mótmælum gegn forsetanum. Samhæfingarráðið og meðlimir þess hefur verið sakað um að hafa reynt að fremja valdarán. Mál Kólesníkóvu og Znaks voru tekin fyrir af dómstóli í höfuðborginni Mínsk í dag, mánudag, þar sem þau voru sakfelld meðal annars fyrir öfgahyggju, tilraun til valdaráns og fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi. Þau neituðu bæði sök í öllum ákæruliðum og lýstu því yfir að málsmeðferðin hafi verið óréttmæt. Lögmenn þeirra hafa þegar tilkynnt að dómnum verði áfrýjað. Mótmælin vegna forsetakosninganna stóðu yfir mánuðum saman, en bæði Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið hafa fordæmt niðurstöður kosninganna. Tugir þúsunda mótmælenda voru handteknir og margir voru pyntaðir í haldi lögreglu, á meðan Lúkasjenka, sem hefur verið við völd síðan 1994, reyndi að kveða mótmælin niður. Aðgerðasinnar hafa lýst því yfir að allt að 650 pólitískir fangar séu í haldi stjórnvalda, þar á meðal aðgerðasinnar og blaðamenn.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótframbjóðandi Lúkasjenka dæmdur í fjórtán ára fangelsi Dómstóll í Hvíta-Rússlandi dæmdi Viktor Babariko, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, í fjórtán ára fangelsi fyrir spillingu í dag. Babariko neitaði sök og eru ákærurnar gegn honum almennt taldar hafa átt sér pólitískar rætur. 6. júlí 2021 10:09 Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. 16. september 2020 21:35 Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Mótframbjóðandi Lúkasjenka dæmdur í fjórtán ára fangelsi Dómstóll í Hvíta-Rússlandi dæmdi Viktor Babariko, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, í fjórtán ára fangelsi fyrir spillingu í dag. Babariko neitaði sök og eru ákærurnar gegn honum almennt taldar hafa átt sér pólitískar rætur. 6. júlí 2021 10:09
Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. 16. september 2020 21:35
Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05