Kári Stefánsson vill afnema allar fjöldatakmarkanir Árni Sæberg skrifar 6. september 2021 18:31 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir kominn tíma á að afnema fjöldatakmarkanir. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson segir málum nú vera svo háttað að afnema eigi allar fjöldatakmarkanir enda séu núgildandi takmarkanir illverjanlegar. Í aðsendri grein á Vísi varpar Kári Stefánsson fram sýn sinni á sóttvarnaraðgerðir innanlands. Hann segir ómögulegt fyrir almenning að átta sig á stöðu mála í heimsfaraldrinum og að hann óttist að það sama gildi um sóttvarnaryfirvöld. „Þau eru farin að hljóma eins og þau séu ekki alveg viss um að fyrirmæli þeirra séu öll af hinu góða og um leið og þau hætta að trúa eigin orðum er hætta á því að aðrir geri það líka. Þegar fyrirmæli sem sóttvarnaryfirvöld eru að vandræðast með skerða lífsgæði okkar er kominn tími til þess að endurskoða,“ segir Kári. Vill engar fjöldatakmarkanir Kári vill afnema allar fjöldatakmarkanir og segir erfitt að sýna fram á að smitaður einstaklingur myndi smita fleiri á tvö hundruð manna samkomu en tvö þúsund manna samkomu. Kári vill að leikhúsum og tónleikasölum verði leyft að nýta öll sín sæti með vissum skilyrðum. Hleypt verði inn og út í hollum, engin hlé yrðu og allir gestir bæru andlitsgrímur. „Kannski fælist í þessu einhver áhætta sem er erfitt að meta en hún er ekki mikil. Með þessu væri hægt að endurvekja menningarlíf í landinu og bjarga sviðslistum frá útrýmingu,“ segir Kári. Opnunartími enn takmarkaður „Vínveitingastöðum yrði hins vegar enn um sinn lokað klukkan ellefu á kvöldin vegna þess að eins og bæði bylgja þrjú og fjögur sýndu okkur þá minnkar áfengisnotkun hömlur og breytir hegðun manna að því marki að það eykur til muna líkur á smitum,“ segir Kári um opnunartíma vínveitingarstaða. Þá segir Kári hugmyndina um notkun hraðprófa ekki góða. „Þau eru ónákvæm, villandi og í alla staði óþörf peningaeyðsla,“ segir hann um hraðpróf. Að lokum segir Kári að verja þurfi landamærin áfram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Í aðsendri grein á Vísi varpar Kári Stefánsson fram sýn sinni á sóttvarnaraðgerðir innanlands. Hann segir ómögulegt fyrir almenning að átta sig á stöðu mála í heimsfaraldrinum og að hann óttist að það sama gildi um sóttvarnaryfirvöld. „Þau eru farin að hljóma eins og þau séu ekki alveg viss um að fyrirmæli þeirra séu öll af hinu góða og um leið og þau hætta að trúa eigin orðum er hætta á því að aðrir geri það líka. Þegar fyrirmæli sem sóttvarnaryfirvöld eru að vandræðast með skerða lífsgæði okkar er kominn tími til þess að endurskoða,“ segir Kári. Vill engar fjöldatakmarkanir Kári vill afnema allar fjöldatakmarkanir og segir erfitt að sýna fram á að smitaður einstaklingur myndi smita fleiri á tvö hundruð manna samkomu en tvö þúsund manna samkomu. Kári vill að leikhúsum og tónleikasölum verði leyft að nýta öll sín sæti með vissum skilyrðum. Hleypt verði inn og út í hollum, engin hlé yrðu og allir gestir bæru andlitsgrímur. „Kannski fælist í þessu einhver áhætta sem er erfitt að meta en hún er ekki mikil. Með þessu væri hægt að endurvekja menningarlíf í landinu og bjarga sviðslistum frá útrýmingu,“ segir Kári. Opnunartími enn takmarkaður „Vínveitingastöðum yrði hins vegar enn um sinn lokað klukkan ellefu á kvöldin vegna þess að eins og bæði bylgja þrjú og fjögur sýndu okkur þá minnkar áfengisnotkun hömlur og breytir hegðun manna að því marki að það eykur til muna líkur á smitum,“ segir Kári um opnunartíma vínveitingarstaða. Þá segir Kári hugmyndina um notkun hraðprófa ekki góða. „Þau eru ónákvæm, villandi og í alla staði óþörf peningaeyðsla,“ segir hann um hraðpróf. Að lokum segir Kári að verja þurfi landamærin áfram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira