Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2021 08:20 Maximilian Conrad stjórnmálafræðiprófessor segir ómögulegt að segja til um hvaða stjórn verði mynduð eftir kosningar. Flokkarnir eru margir líkir og margir möguleikar í stöðunni. Vísir Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. Maximilian Conrad, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að það sem hafi verið mest sláandi það sem af er kosningabaráttunnar sé líklega hvernig fylgi flokkanna hafi breyst í aðdraganda kosninganna. „Ef maður horfir til skoðanakannanna fyrr á árinu eða fyrir um ári, þá var enginn sem hélt að það yrði mögulegt að Jafnaðarmannaflokkurinn yrði stærsti flokkurinn. Þetta hefur breyst á síðustu mánuðum. Nú er mjög raunhæfur möguleiki að Olaf Scholz verði næsti kanslari Þýskalands. Það þarf ekki endilega að verða niðurstaðan, en skoðanakannanir benda í þá átt,“ segir Maximilian. Olaf Scholz þykir líklegur til að verða næsti kanslari Þýskalands. Hér fær hann sér einn kaldan.EPA Umdeilt val á kanslaraefni CDU Maximilian segir kosningabaráttuna framan af að stærstum hluta hafa snúist um val flokkanna á kanslaraefnum og stöðu kanslaraefnanna innan flokkanna sem utan eftir að þau voru valin, styrkleika þeirra og veikleika. „Stærsta spurningin áður en kosningabaráttan fór af stað var hver yrði kanslaraefni Kristilegra demókrata (CDU), flokks Merkels. Það var nokkuð umdeilt val af hálfu flokksins. Þeir þurftu að velja milli Armin Laschet, forsætisráðherra Norðurrín-Vestfalíu, og svo forsætisráðherra Bæjaralands, Markus Söder. Söder var auðvitað mjög áberandi í umræðunni í vegna viðbragða við kórónuveirufaraldrinum og um tíma leit út fyrir að hann yrði æskilegur kandidat fyrir flokkinn þar sem hann naut mikilla vinsælda hjá þýsku þjóðinni. Flokksstjórnin valdi hins vegar Laschet. Þetta var umdeild ákvörðun en ég held að valið hafi haft umfangsmikil áhrif kosningabaráttuna og þá möguleika Kristilegra demókrata að vinna kosningarnar,“ segir Maximilian, en fylgi flokksins hefur ekki mælst minna í könnunum í fjölda ára, um 22 prósent síðustu dagana. Armin Laschet er kanslaraefni Kristilegra demókrata.EPA Baerbock í vandræðum Maximilian segir að snemma í kosningabaráttunni hafi litið út fyrir að Græningjar gætu vel orðið stærsti flokkurinn á þingi. Þeir hafi valið Annalena Baerbock sem kanslaraefni, fram yfir Robert Habeck, hins formanns flokksins. „Fjölmörg mál hafa síðan komið upp í tengslum við Baerbock. Hún gaf til dæmis út bók og kom í ljós að þar hafi heimilda ekki verið getið með fullnægjandi hætti. Svo var ferilskrá hennar til umræðu, að hún hafi ekki verið alveg sannleikanum samkvæm. Sú umræða hefur veikt Græningja og sömuleiðis möguleika Baerbock sem frambjóðenda.“ Annalena Baebock er annar leiðtoga Græningja.EPA Veikari kanslaraefni en kunni að hafa virst í fyrstu Maxilimian segir að kanslaraefnin séu því ef til vill veikari en þeir kunni að hafa virst í fyrstu. Hann segir Merkel verið virka í kosningabaráttunni, en að eðli málsins samkvæmt sé staða hennar ekki eins sterk og ef hún hefði sjálf verið í framboði. Merkel hefur sjálf eitthvað gagnrýnt Olaf Scholz, kanslaraefni Jafnaðarmanna og fjármálaráðherrann í ríkisstjórn sinni. „Það væri hins vegar undarlegt ef hún væri virkari í kosningabaráttunni. Síðustu vikurnar hefur hún meðal annars sótt flóðasvæðin heim í vesturhluta landsins í fylgd með Armin Laschet. Það er auðvitað augljós stuðningsyfirlýsing.“ Ómögulegt að spá fyrir um stjórnarmynstur Maximilian segir nær ómögulegt að spá fyrir um hvaða ríkisstjórn verði mynduð eftir kosningar. „Eins og staðan er núna þá eru of margir flokkar og þeir of nálægt hver öðrum á hinu pólitíska litrófi til að hægt sé að spá almennilega fyrir um næstu ríkisstjórn. Á þessari stundu benda kannanir til að Jafnaðarmannaflokkurinn verði stærsti flokkurinn á þingi. Sé niðurstaðan á þá leið þá eykur það, eitt og sér, líkurnar á að flokkurinn muni leiða næstu stjórn og þá með Scholz með kanslara.“ Olaf Scholz, Annalena Baebock og Armin Laschet í sjónvarpsstúdíói.EPA Ýmsir möguleikar séu þó í stöðunni. „Það er möguleiki að það verði samsteypustjórn Jafnaðarmannaflokksins, Græningja og Vinstriflokksins. Það yrði samt umdeild stjórn, þar sem sérstaklega er deilt um Vinstriflokkinn og stöðu hans. Flokkarnir eiga samleið í mörgum málum, en þegar kemur að NATO-aðild Þýskalands þá eru mjög skiptar skoðanir. Vinstriflokkurinn hefur ekki áhuga á slíkri aðild. NATO-aðild og Evrópusamvinna er jú hornsteinar þýskrar utanríkisstefnu, svo NATO-aðildin yrði mikið þrætuepli kæmi til viðræðra um myndun stjórnar þessara þriggja flokka.“ Einnig sé möguleiki á að framhald verði á „Große Koalition“, stjórnarsamstarfi „stóru“ flokkanna tveggja – það er Jafnaðarmanna og Kristilegra demókrata. „En það eru margir aðrir möguleikar í stöðunni. Kristilegir demókratar, Frjálslyndir og Græningjar saman er einn möguleikinn þó það sé ólíklegt. Öll stjórnarmynstur eru í raun möguleiki, ef þá frá er talinn flokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) sem enginn vill starfa með. En Vinstriflokkurinn er klárlega með í umræðunni varðandi næstu ríkisstjórn. Scholz hefur ekki útilokað samstarf með þeim.“ Mikið af neikvæðum auglýsingum Maximilian segir kosningabaráttuna um margt hafa líkst þeim sem voru á tíunda áratugnum þar sem „neikvæðar“ auglýsingar hafa verið áberandi. „Þannig hafa flokkar auglýst á þann veg: „Ef þú kýst Jafnaðarmannaflokkinn þá ertu að greiða atkvæði með ríkisstjórn sem inniheldur Vinstriflokkinn“. Hafa flokkar á hægri vængnum hamrað á að flokkurinn vilji enga NATO-aðild og sömuleiðis sé með fólk innan sinna raða sem hafi neitað að gangast við og viðurkenna glæpi forvera flokksins, það er Kommúnistaflokksins í Austur-Þýskalandi og svo framvegis. Það er mikið um slíkar auglýsingar bæði hjá Kristilegum demókrötum og Frjálslyndum.“ Uppsafnaðar skoðanakannanir síðustu tveggja vikna. 13. september Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD): 25,5% Kristilegir demókratar (CDU/CSU): 21,4% Græningjar: 16,2% Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (FDP): 11,6% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 11,4% Vinstriflokkurinn (Linke): 6,1% (Heimild: Guardian) Litlaus og leiðinleg Aðspurður um hvað einkenni málflutning Olaf Scholz, fjármálaráðherra, kanslaraefni Jafnaðarmanna og líklegan arftaka Merkels í stóli kanslara, segir Maximilian að síðustu vikur hafi hann talað fyrir því og sent þau skilaboð að hann sé hinn náttúrulegi arftaki Angelu Merkel sem kanslari. „Að hann sé ráðherra í ríkisstjórn Merkels og því sá eini sem gæti staðið fyrir einhvers konar samfellu milli núverandi stjórnar og þeirrar næstu, þó að hann sé ekki Kristilegur demókrati. Varðandi stíl hans sem stjórnmálamanns þá hafa margir lýst því þannig að hann sé stjórnmálamaður sem sé ekki gæddur miklum persónutöfrum. Líta á hann sem leiðinlegan. En það hefur líka verið samt um kosningabaráttuna alla. Ekkert kanslaraefnanna er gætt miklum persónutöfrum sem mætti kannski búast við í svona baráttu. En það átti reyndar við um Merkel líka.“ Maximilian segir ennfremur að reynslu og reynsluleysi frambjóðenda af því að stýra mikið hafa verið til umræðu í kosningabaráttunni. „Sjónum hefur sérstaklega verið beint að Baerbock sem hefur enga reynslu af því að vera í valdastöðu í þýskum stjórnmálum.“ Angela Merkel (til vinstri) hefur verið kanslari Þýskalands frá árinu 2005. Armin Laschet er kanslaraefni Kristilegra demókrata (CDU) fyrir kosningarnar sem fram fara 26. september næstkomandi.AP Ekki mikil ástríða Maximilian segir þó enn vera tiltölulega langt til kosninga og skoðanakannanir hafa breyst dag frá degi, en kosningarnar fara fram sunnudaginn, 26. september, daginn eftir Alþingiskosningarnar hér á landi. „Það sem flækir þetta eru þeir miklu möguleikar sem eru til stjórnarmyndunar. Þetta hefur ekki verið sérlega spennandi kosningabarátta. Hún hefur ekki einkennst af mikilli ástríðu frambjóðenda. Það er erfitt að velja hvern skuli kjósa þar sem ómögulegt er að spá fyrir um hvers konar stjórn verði mynduð eftir kosningar. Frambjóðendurnir hafa sömuleiðis gert það að verkum. Það var hart deilt um kanslaraefni Græningja og Kristilegra demókrata, og Scholz er þannig stjórnmálamaður að hann mun ekki framkalla miklar tilfinningar í fólki. Margir segja þetta hafa verið leiðinlega kosningabaráttu sem skortir litríka frambjóðendur,“ segir Maximilian Conrad, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Fréttaskýringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Maximilian Conrad, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að það sem hafi verið mest sláandi það sem af er kosningabaráttunnar sé líklega hvernig fylgi flokkanna hafi breyst í aðdraganda kosninganna. „Ef maður horfir til skoðanakannanna fyrr á árinu eða fyrir um ári, þá var enginn sem hélt að það yrði mögulegt að Jafnaðarmannaflokkurinn yrði stærsti flokkurinn. Þetta hefur breyst á síðustu mánuðum. Nú er mjög raunhæfur möguleiki að Olaf Scholz verði næsti kanslari Þýskalands. Það þarf ekki endilega að verða niðurstaðan, en skoðanakannanir benda í þá átt,“ segir Maximilian. Olaf Scholz þykir líklegur til að verða næsti kanslari Þýskalands. Hér fær hann sér einn kaldan.EPA Umdeilt val á kanslaraefni CDU Maximilian segir kosningabaráttuna framan af að stærstum hluta hafa snúist um val flokkanna á kanslaraefnum og stöðu kanslaraefnanna innan flokkanna sem utan eftir að þau voru valin, styrkleika þeirra og veikleika. „Stærsta spurningin áður en kosningabaráttan fór af stað var hver yrði kanslaraefni Kristilegra demókrata (CDU), flokks Merkels. Það var nokkuð umdeilt val af hálfu flokksins. Þeir þurftu að velja milli Armin Laschet, forsætisráðherra Norðurrín-Vestfalíu, og svo forsætisráðherra Bæjaralands, Markus Söder. Söder var auðvitað mjög áberandi í umræðunni í vegna viðbragða við kórónuveirufaraldrinum og um tíma leit út fyrir að hann yrði æskilegur kandidat fyrir flokkinn þar sem hann naut mikilla vinsælda hjá þýsku þjóðinni. Flokksstjórnin valdi hins vegar Laschet. Þetta var umdeild ákvörðun en ég held að valið hafi haft umfangsmikil áhrif kosningabaráttuna og þá möguleika Kristilegra demókrata að vinna kosningarnar,“ segir Maximilian, en fylgi flokksins hefur ekki mælst minna í könnunum í fjölda ára, um 22 prósent síðustu dagana. Armin Laschet er kanslaraefni Kristilegra demókrata.EPA Baerbock í vandræðum Maximilian segir að snemma í kosningabaráttunni hafi litið út fyrir að Græningjar gætu vel orðið stærsti flokkurinn á þingi. Þeir hafi valið Annalena Baerbock sem kanslaraefni, fram yfir Robert Habeck, hins formanns flokksins. „Fjölmörg mál hafa síðan komið upp í tengslum við Baerbock. Hún gaf til dæmis út bók og kom í ljós að þar hafi heimilda ekki verið getið með fullnægjandi hætti. Svo var ferilskrá hennar til umræðu, að hún hafi ekki verið alveg sannleikanum samkvæm. Sú umræða hefur veikt Græningja og sömuleiðis möguleika Baerbock sem frambjóðenda.“ Annalena Baebock er annar leiðtoga Græningja.EPA Veikari kanslaraefni en kunni að hafa virst í fyrstu Maxilimian segir að kanslaraefnin séu því ef til vill veikari en þeir kunni að hafa virst í fyrstu. Hann segir Merkel verið virka í kosningabaráttunni, en að eðli málsins samkvæmt sé staða hennar ekki eins sterk og ef hún hefði sjálf verið í framboði. Merkel hefur sjálf eitthvað gagnrýnt Olaf Scholz, kanslaraefni Jafnaðarmanna og fjármálaráðherrann í ríkisstjórn sinni. „Það væri hins vegar undarlegt ef hún væri virkari í kosningabaráttunni. Síðustu vikurnar hefur hún meðal annars sótt flóðasvæðin heim í vesturhluta landsins í fylgd með Armin Laschet. Það er auðvitað augljós stuðningsyfirlýsing.“ Ómögulegt að spá fyrir um stjórnarmynstur Maximilian segir nær ómögulegt að spá fyrir um hvaða ríkisstjórn verði mynduð eftir kosningar. „Eins og staðan er núna þá eru of margir flokkar og þeir of nálægt hver öðrum á hinu pólitíska litrófi til að hægt sé að spá almennilega fyrir um næstu ríkisstjórn. Á þessari stundu benda kannanir til að Jafnaðarmannaflokkurinn verði stærsti flokkurinn á þingi. Sé niðurstaðan á þá leið þá eykur það, eitt og sér, líkurnar á að flokkurinn muni leiða næstu stjórn og þá með Scholz með kanslara.“ Olaf Scholz, Annalena Baebock og Armin Laschet í sjónvarpsstúdíói.EPA Ýmsir möguleikar séu þó í stöðunni. „Það er möguleiki að það verði samsteypustjórn Jafnaðarmannaflokksins, Græningja og Vinstriflokksins. Það yrði samt umdeild stjórn, þar sem sérstaklega er deilt um Vinstriflokkinn og stöðu hans. Flokkarnir eiga samleið í mörgum málum, en þegar kemur að NATO-aðild Þýskalands þá eru mjög skiptar skoðanir. Vinstriflokkurinn hefur ekki áhuga á slíkri aðild. NATO-aðild og Evrópusamvinna er jú hornsteinar þýskrar utanríkisstefnu, svo NATO-aðildin yrði mikið þrætuepli kæmi til viðræðra um myndun stjórnar þessara þriggja flokka.“ Einnig sé möguleiki á að framhald verði á „Große Koalition“, stjórnarsamstarfi „stóru“ flokkanna tveggja – það er Jafnaðarmanna og Kristilegra demókrata. „En það eru margir aðrir möguleikar í stöðunni. Kristilegir demókratar, Frjálslyndir og Græningjar saman er einn möguleikinn þó það sé ólíklegt. Öll stjórnarmynstur eru í raun möguleiki, ef þá frá er talinn flokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) sem enginn vill starfa með. En Vinstriflokkurinn er klárlega með í umræðunni varðandi næstu ríkisstjórn. Scholz hefur ekki útilokað samstarf með þeim.“ Mikið af neikvæðum auglýsingum Maximilian segir kosningabaráttuna um margt hafa líkst þeim sem voru á tíunda áratugnum þar sem „neikvæðar“ auglýsingar hafa verið áberandi. „Þannig hafa flokkar auglýst á þann veg: „Ef þú kýst Jafnaðarmannaflokkinn þá ertu að greiða atkvæði með ríkisstjórn sem inniheldur Vinstriflokkinn“. Hafa flokkar á hægri vængnum hamrað á að flokkurinn vilji enga NATO-aðild og sömuleiðis sé með fólk innan sinna raða sem hafi neitað að gangast við og viðurkenna glæpi forvera flokksins, það er Kommúnistaflokksins í Austur-Þýskalandi og svo framvegis. Það er mikið um slíkar auglýsingar bæði hjá Kristilegum demókrötum og Frjálslyndum.“ Uppsafnaðar skoðanakannanir síðustu tveggja vikna. 13. september Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD): 25,5% Kristilegir demókratar (CDU/CSU): 21,4% Græningjar: 16,2% Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (FDP): 11,6% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 11,4% Vinstriflokkurinn (Linke): 6,1% (Heimild: Guardian) Litlaus og leiðinleg Aðspurður um hvað einkenni málflutning Olaf Scholz, fjármálaráðherra, kanslaraefni Jafnaðarmanna og líklegan arftaka Merkels í stóli kanslara, segir Maximilian að síðustu vikur hafi hann talað fyrir því og sent þau skilaboð að hann sé hinn náttúrulegi arftaki Angelu Merkel sem kanslari. „Að hann sé ráðherra í ríkisstjórn Merkels og því sá eini sem gæti staðið fyrir einhvers konar samfellu milli núverandi stjórnar og þeirrar næstu, þó að hann sé ekki Kristilegur demókrati. Varðandi stíl hans sem stjórnmálamanns þá hafa margir lýst því þannig að hann sé stjórnmálamaður sem sé ekki gæddur miklum persónutöfrum. Líta á hann sem leiðinlegan. En það hefur líka verið samt um kosningabaráttuna alla. Ekkert kanslaraefnanna er gætt miklum persónutöfrum sem mætti kannski búast við í svona baráttu. En það átti reyndar við um Merkel líka.“ Maximilian segir ennfremur að reynslu og reynsluleysi frambjóðenda af því að stýra mikið hafa verið til umræðu í kosningabaráttunni. „Sjónum hefur sérstaklega verið beint að Baerbock sem hefur enga reynslu af því að vera í valdastöðu í þýskum stjórnmálum.“ Angela Merkel (til vinstri) hefur verið kanslari Þýskalands frá árinu 2005. Armin Laschet er kanslaraefni Kristilegra demókrata (CDU) fyrir kosningarnar sem fram fara 26. september næstkomandi.AP Ekki mikil ástríða Maximilian segir þó enn vera tiltölulega langt til kosninga og skoðanakannanir hafa breyst dag frá degi, en kosningarnar fara fram sunnudaginn, 26. september, daginn eftir Alþingiskosningarnar hér á landi. „Það sem flækir þetta eru þeir miklu möguleikar sem eru til stjórnarmyndunar. Þetta hefur ekki verið sérlega spennandi kosningabarátta. Hún hefur ekki einkennst af mikilli ástríðu frambjóðenda. Það er erfitt að velja hvern skuli kjósa þar sem ómögulegt er að spá fyrir um hvers konar stjórn verði mynduð eftir kosningar. Frambjóðendurnir hafa sömuleiðis gert það að verkum. Það var hart deilt um kanslaraefni Græningja og Kristilegra demókrata, og Scholz er þannig stjórnmálamaður að hann mun ekki framkalla miklar tilfinningar í fólki. Margir segja þetta hafa verið leiðinlega kosningabaráttu sem skortir litríka frambjóðendur,“ segir Maximilian Conrad, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Uppsafnaðar skoðanakannanir síðustu tveggja vikna. 13. september Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD): 25,5% Kristilegir demókratar (CDU/CSU): 21,4% Græningjar: 16,2% Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (FDP): 11,6% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 11,4% Vinstriflokkurinn (Linke): 6,1% (Heimild: Guardian)
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Fréttaskýringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira