Juventus í fallsæti og fær alltaf á sig mark Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2021 16:01 Paulo Dybala og félagar eru í tómu veseni. Getty/Nderim Kaceli Það er ýmislegt sögulegt að eiga sér stað hjá ítalska stórveldinu Juventus. Allt á mjög slæman hátt. Juventus hefur, á sinn mælikvarða, byrjað leiktíðina á Ítalíu skelfilega og er í fallsæti eftir fjórar umferðir, með tvö stig. Það hefur þrisvar sinnum gerst í sögu félagsins að Juventus vinni ekki neinn af fyrstu fjórum deildarleikjum sínum – síðast árið 1960. Samt hefur Juventus komist yfir í þremur leikjanna; 2-0 gegn Udinese, 1-0 gegn Napoli og 1-0 gegn AC Milan í gær, en alltaf misst niður forskotið og jafnvel tapað. Þrátt fyrir endurkomu þjálfarans Massimiliano Allegri, sem vann ítalska meistaratitilinn öll fimm árin sín hjá félaginu, 2014-2019, þá hefur varnarleikurinn verið vandamál, frekar en brottför Cristianos Ronaldo. Það er framhald af lokum síðasta tímabils og hefur Juventus nú fengið á sig mark í hverjum einasta af síðustu átján leikjum sínum. Juventus er raunar að ganga í gegnum lengstu hrinu leikja án þess að halda markinu hreinu, af öllum liðunum í fimm bestu deildum Evrópu. Og það með Evrópumeistaramiðvarðaparið Giorgio Chiellini og Leonardo Bonucci í hjarta varnarinnar, og hollenska landsliðsmiðvörðinn Matthijs de Ligt einnig til taks. Allegri tók þó skýrt fram eftir jafnteflið við Milan í gær að þeir Chiellini og Bonucci hefðu átt frábæran leik og að sökin væri ekki þeirra. Juventus mætir næst Spezia á miðvikudagskvöld og freistar þess að byrja að rétta úr kútnum en liðið er átta stigum á eftir toppliðunum tveimur frá Mílanó. Napoli getur náð tveggja stiga forystu á toppnum í kvöld með sigri á Udinese. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Juventus enn í leit að fyrsta sigrinum eftir jafntefli gegn AC Milan Juventus og AC Milan gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Juventus hefur ekki enn unnið leik þegar fjórar umferðir eru búnar af deildinni. 19. september 2021 20:40 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Sjá meira
Juventus hefur, á sinn mælikvarða, byrjað leiktíðina á Ítalíu skelfilega og er í fallsæti eftir fjórar umferðir, með tvö stig. Það hefur þrisvar sinnum gerst í sögu félagsins að Juventus vinni ekki neinn af fyrstu fjórum deildarleikjum sínum – síðast árið 1960. Samt hefur Juventus komist yfir í þremur leikjanna; 2-0 gegn Udinese, 1-0 gegn Napoli og 1-0 gegn AC Milan í gær, en alltaf misst niður forskotið og jafnvel tapað. Þrátt fyrir endurkomu þjálfarans Massimiliano Allegri, sem vann ítalska meistaratitilinn öll fimm árin sín hjá félaginu, 2014-2019, þá hefur varnarleikurinn verið vandamál, frekar en brottför Cristianos Ronaldo. Það er framhald af lokum síðasta tímabils og hefur Juventus nú fengið á sig mark í hverjum einasta af síðustu átján leikjum sínum. Juventus er raunar að ganga í gegnum lengstu hrinu leikja án þess að halda markinu hreinu, af öllum liðunum í fimm bestu deildum Evrópu. Og það með Evrópumeistaramiðvarðaparið Giorgio Chiellini og Leonardo Bonucci í hjarta varnarinnar, og hollenska landsliðsmiðvörðinn Matthijs de Ligt einnig til taks. Allegri tók þó skýrt fram eftir jafnteflið við Milan í gær að þeir Chiellini og Bonucci hefðu átt frábæran leik og að sökin væri ekki þeirra. Juventus mætir næst Spezia á miðvikudagskvöld og freistar þess að byrja að rétta úr kútnum en liðið er átta stigum á eftir toppliðunum tveimur frá Mílanó. Napoli getur náð tveggja stiga forystu á toppnum í kvöld með sigri á Udinese.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Juventus enn í leit að fyrsta sigrinum eftir jafntefli gegn AC Milan Juventus og AC Milan gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Juventus hefur ekki enn unnið leik þegar fjórar umferðir eru búnar af deildinni. 19. september 2021 20:40 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Sjá meira
Juventus enn í leit að fyrsta sigrinum eftir jafntefli gegn AC Milan Juventus og AC Milan gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Juventus hefur ekki enn unnið leik þegar fjórar umferðir eru búnar af deildinni. 19. september 2021 20:40