Víkingar streyma í hraðprófin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2021 14:12 Þessir stuðningsmenn þurfa að framvísa neikvæðu hraðprófi við innganginn í Víkina á morgun til að geta skellt sér á leikinn. Vísir/Vilhelm Segja má að Fossvogurinn sé á yfirsnúningi fyrir morgundeginum og það tengist ekki á nokkurn hátt Alþingiskosningum. Karlalið Víkings á risastóran möguleika á að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í þrjátíu ár með sigri á Leikni á heimavelli sínum í Víkinni klukkan 14. Leikurinn er forvitnilegur fyrir þær sakir að 1500 manns munu koma saman í fyrsta skipti á Íslandi samkvæmt þeirri forsendu að hafa gengist undir hraðpróf. Straumur Víkinga, og einhverra stuðningsmanna Leiknis, í hraðpróf á Heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið stöðugur bæði í gær og í dag. 1500 verða saman í einu sóttvarnarhólfi en því til viðbótar bætast við 300 í stæði sem komið hefur verið upp. Þá má reikna með fjölda barna en börn 15 ára og yngri eru undanþegin fjöldatakmörkunum. Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri sýnatöku á Suðurlandsbraut, segir starfsfólk hafa fundið fyrir viðbótinni strax í gær. Um 500 manns hafi mætt í hraðpróf daglega undanfarnar vikur en hafi verið 820 í gær. 1800 hafa boðað komu sína í dag og voru um þúsund búnir um tvöleytið. „Þetta er í fyrsta skipti sem við finnum fyrir einhverri aukningu vegna viðburða,“ segir Ingibjörg Salóme. Hún rekur viðbótina fyrst og fremst til fótboltaleiksins en nefnir þó einnig að einhverjir gætu verið að fara í hraðpróf í tengslum við kosningarnar á morgun. „Það eru nú þegar komnar 600 skráningar í hraðpróf á morgun,“ segir Ingibjörg en opið verður frá 9-15 á morgun. Á virkum dögum er opið til klukkan 20. Leikur Víkings og Leiknis hefst klukkan 14 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Leikurinn er forvitnilegur fyrir þær sakir að 1500 manns munu koma saman í fyrsta skipti á Íslandi samkvæmt þeirri forsendu að hafa gengist undir hraðpróf. Straumur Víkinga, og einhverra stuðningsmanna Leiknis, í hraðpróf á Heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið stöðugur bæði í gær og í dag. 1500 verða saman í einu sóttvarnarhólfi en því til viðbótar bætast við 300 í stæði sem komið hefur verið upp. Þá má reikna með fjölda barna en börn 15 ára og yngri eru undanþegin fjöldatakmörkunum. Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri sýnatöku á Suðurlandsbraut, segir starfsfólk hafa fundið fyrir viðbótinni strax í gær. Um 500 manns hafi mætt í hraðpróf daglega undanfarnar vikur en hafi verið 820 í gær. 1800 hafa boðað komu sína í dag og voru um þúsund búnir um tvöleytið. „Þetta er í fyrsta skipti sem við finnum fyrir einhverri aukningu vegna viðburða,“ segir Ingibjörg Salóme. Hún rekur viðbótina fyrst og fremst til fótboltaleiksins en nefnir þó einnig að einhverjir gætu verið að fara í hraðpróf í tengslum við kosningarnar á morgun. „Það eru nú þegar komnar 600 skráningar í hraðpróf á morgun,“ segir Ingibjörg en opið verður frá 9-15 á morgun. Á virkum dögum er opið til klukkan 20. Leikur Víkings og Leiknis hefst klukkan 14 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira