Fólk með bælt ónæmiskerfi fái þriðja skammtinn fyrr Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. október 2021 16:07 Lyfjastofnun Evrópu hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að einstaklingar 18 ára og eldri geti fengið örvunarskammt af bóluefni Pfizer. Lyfjastofnun Evrópu, EMA, hefur nú hefur nú gefið það út að einstaklingar 18 ára og eldri geti fengið örvunarskammt af bóluefni Pfizer/BioNTech gegn Covid-19. Það er þó í höndum heilbrigðisyfirvalda í hverju landi fyrir sig að ákveða hverjir fá þriðja skammtinn. Þá hefur stofnunin komist að þeirri niðurstöðu að þeir sem eru með verulega skert ónæmiskerfi geti fengið þriðja skammtinn að minnsta kosti 28 dögum eftir seinni skammt. Mælt er með slíku þar sem rannsóknir sýna að aukaskammtur ýti undir mótefnasvar hjá þeim einstaklingum. Á það bæði við um bóluefni Pfizer og bóluefni Moderna. Á það þó aðeins við um þá sem eru með skert ónæmiskerfi en hjá heilbrigðum einstaklingum þurfa að líða í hið minnsta sex mánuðir milli skammtanna. Sérfræðinganefnd EMA um lyf fyrir menn (CHMP) vísar til þess að gögn fyrir bóluefni Pfizer/BioNTech sýni að magn mótefna aukist hjá einstaklingum 18 til 55 ára þegar örvunarskammtur er gefinn um sex mánuðum eftir seinni skammt. Að því er kemur fram í tilkynningu á vef Lyfjastofnunar Evrópu er verið að rannsaka mögulega örvunarskammta með bóluefni Moderna hjá þeim sem eru ekki með skert ónæmiskerfi. Fjölmörg lönd hafa þegar farið að huga að örvunarskömmtum þó að niðurstaða EMA hafi ekki legið fyrir fyrr en nú. Bandaríkin, Bretland og Ísrael hafa þegar gefið leyfi fyrir örvunarskömmtum en Ísraelar eru þeir einu að svo stöddu sem setja engar skorður á hver geti fengið þriðja skammtinn. EMA conclusion: 3rd doses of #COVID19vaccines Comirnaty & Spikevax may be given to people with severely weakened immune systems, at least 28 days after their 2nd dose. https://t.co/v0jiuKbum2 pic.twitter.com/mUHRhru35r— EU Medicines Agency (@EMA_News) October 4, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Dregur nokkuð úr vörninni eftir því sem mánuðirnir líða Vísindamenn segja nokkuð draga úr vörn bóluefna Pfizer og AstraZeneca eftir því sem líður frá bólusetningu. Við þessu sé þó að búast og að bóluefnin veiti áfram góða vörn. 25. ágúst 2021 07:42 Telja ekki brýna þörf á að heilbrigðir fái örvunarskammt Sóttvarnastofnun Evrópu, ECDC, og Lyfjastofnun Evrópu, EMA, telja að í flestum tilvikum sé ekki talin brýn þörf á á örvunarskammti hjá fullbólusettu fólki. 3. september 2021 08:41 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Þá hefur stofnunin komist að þeirri niðurstöðu að þeir sem eru með verulega skert ónæmiskerfi geti fengið þriðja skammtinn að minnsta kosti 28 dögum eftir seinni skammt. Mælt er með slíku þar sem rannsóknir sýna að aukaskammtur ýti undir mótefnasvar hjá þeim einstaklingum. Á það bæði við um bóluefni Pfizer og bóluefni Moderna. Á það þó aðeins við um þá sem eru með skert ónæmiskerfi en hjá heilbrigðum einstaklingum þurfa að líða í hið minnsta sex mánuðir milli skammtanna. Sérfræðinganefnd EMA um lyf fyrir menn (CHMP) vísar til þess að gögn fyrir bóluefni Pfizer/BioNTech sýni að magn mótefna aukist hjá einstaklingum 18 til 55 ára þegar örvunarskammtur er gefinn um sex mánuðum eftir seinni skammt. Að því er kemur fram í tilkynningu á vef Lyfjastofnunar Evrópu er verið að rannsaka mögulega örvunarskammta með bóluefni Moderna hjá þeim sem eru ekki með skert ónæmiskerfi. Fjölmörg lönd hafa þegar farið að huga að örvunarskömmtum þó að niðurstaða EMA hafi ekki legið fyrir fyrr en nú. Bandaríkin, Bretland og Ísrael hafa þegar gefið leyfi fyrir örvunarskömmtum en Ísraelar eru þeir einu að svo stöddu sem setja engar skorður á hver geti fengið þriðja skammtinn. EMA conclusion: 3rd doses of #COVID19vaccines Comirnaty & Spikevax may be given to people with severely weakened immune systems, at least 28 days after their 2nd dose. https://t.co/v0jiuKbum2 pic.twitter.com/mUHRhru35r— EU Medicines Agency (@EMA_News) October 4, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Dregur nokkuð úr vörninni eftir því sem mánuðirnir líða Vísindamenn segja nokkuð draga úr vörn bóluefna Pfizer og AstraZeneca eftir því sem líður frá bólusetningu. Við þessu sé þó að búast og að bóluefnin veiti áfram góða vörn. 25. ágúst 2021 07:42 Telja ekki brýna þörf á að heilbrigðir fái örvunarskammt Sóttvarnastofnun Evrópu, ECDC, og Lyfjastofnun Evrópu, EMA, telja að í flestum tilvikum sé ekki talin brýn þörf á á örvunarskammti hjá fullbólusettu fólki. 3. september 2021 08:41 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Dregur nokkuð úr vörninni eftir því sem mánuðirnir líða Vísindamenn segja nokkuð draga úr vörn bóluefna Pfizer og AstraZeneca eftir því sem líður frá bólusetningu. Við þessu sé þó að búast og að bóluefnin veiti áfram góða vörn. 25. ágúst 2021 07:42
Telja ekki brýna þörf á að heilbrigðir fái örvunarskammt Sóttvarnastofnun Evrópu, ECDC, og Lyfjastofnun Evrópu, EMA, telja að í flestum tilvikum sé ekki talin brýn þörf á á örvunarskammti hjá fullbólusettu fólki. 3. september 2021 08:41