Raðnauðgari í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga barnsmóður sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2021 16:21 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. september en ekki birtur á vef dómstólsins fyrr en í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem endurtekið hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga barnsmóður sinni og fyrrverandi sambýliskonu. Konan hafði komið á dvalarstað hans til að sækja föt á barn þeirra. Karlmaðurinn var í tvígang dæmdur fyrir nauðgun á stúlkum undir 15 ára aldri áður en hann sjálfur náði átján ára aldri. Þá hlaut hann þriggja og hálfs árs fangelsis dóm fyrir nauðgun í febrúar fyrir tveimur árum. Tvær milljónir í miskabætur Karlmaðurinn var ákærður fyrir nauðgun með því að hafa á dvalarstað sínum í Reykjavík þann 15. október 2019 haft samræði og önnur kynferðismök við barnsmóður sína og fyrrum sambúðarkonu með ofbeldi og ólögmætri nauðung. Var honum gefið að sök að hafa án hennar samþykkis stungið fingri í leggöng hennar, hent henni á rúm, girt niður um hana, rifið í hár hennar og haft við hana samræði þar til hann hafði sáðlát. Hlaut barnsmóðirin eymsli á hnakka og grunn sár á innri skapabörmum. Farið var fram á fjórar milljónir í miskabætur en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi konunni tvær milljónir í miskabætur. Baðst afsökunar í skilaboðum Konan og karlmaðurinn voru sammála um atvik varðandi komu hennar á dvalarstað hans, að hann hefði sett fingur í leggöng hennar, girt niður um hana og haft við hana samræði. Karlmaðurinn neitaði að hafa hent henni á rúmið og togað í hár hennar. Sömuleiðis að hún hefði sagt honum að hætta eða ýtt honum frá sér. Framburður konunnar var metinn trúverðugur en hún sagðist hafa nokkrum sinnum beðið barnsföður sinn um að hætta, ýtt honum frá sér og minnt hann á að þau væru ekki lengur saman. Þá reyndist konan með eymsli á kynfærum og hársverði við skoðun á Neyðarmóttöku. Þá lá fyrir útprentun á skilaboðum sem karlmaðurinn sendi henni um þremur klukkustundum eftir að hún fór. Þar baðst hann afsökunar en sagðist fyrir dómi ekki muna hvers vegna. Taldi hann konuna hafa hótað sér að hann fengi ekki að sjá barn þeirra og því brugðist svo við. Í dómnum kemur fram að ekkert hafi stutt þá skýringu hans. Langvarandi andleg vanlíðan Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að brotið var gróft, olli líkamlegum áverkum og langvarandi andlegri vanlíðan. Þá leit dómurinn til hinna nánu tengsla en þau höfðu nýverið slitið sambúð. Þannig hafi karlmaðurinn brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar sem hann kynntist þegar hún var á sautjánda ári. Dráttur á málinu var metinn ákærða til mildunar við ákvörðun refsingu. Ekki kom til greina að skilorðsbinda dóminn að nokkru leyti vegna fyrri brota mannsins. Dóm héraðsdóms má lesa hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Karlmaðurinn var í tvígang dæmdur fyrir nauðgun á stúlkum undir 15 ára aldri áður en hann sjálfur náði átján ára aldri. Þá hlaut hann þriggja og hálfs árs fangelsis dóm fyrir nauðgun í febrúar fyrir tveimur árum. Tvær milljónir í miskabætur Karlmaðurinn var ákærður fyrir nauðgun með því að hafa á dvalarstað sínum í Reykjavík þann 15. október 2019 haft samræði og önnur kynferðismök við barnsmóður sína og fyrrum sambúðarkonu með ofbeldi og ólögmætri nauðung. Var honum gefið að sök að hafa án hennar samþykkis stungið fingri í leggöng hennar, hent henni á rúm, girt niður um hana, rifið í hár hennar og haft við hana samræði þar til hann hafði sáðlát. Hlaut barnsmóðirin eymsli á hnakka og grunn sár á innri skapabörmum. Farið var fram á fjórar milljónir í miskabætur en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi konunni tvær milljónir í miskabætur. Baðst afsökunar í skilaboðum Konan og karlmaðurinn voru sammála um atvik varðandi komu hennar á dvalarstað hans, að hann hefði sett fingur í leggöng hennar, girt niður um hana og haft við hana samræði. Karlmaðurinn neitaði að hafa hent henni á rúmið og togað í hár hennar. Sömuleiðis að hún hefði sagt honum að hætta eða ýtt honum frá sér. Framburður konunnar var metinn trúverðugur en hún sagðist hafa nokkrum sinnum beðið barnsföður sinn um að hætta, ýtt honum frá sér og minnt hann á að þau væru ekki lengur saman. Þá reyndist konan með eymsli á kynfærum og hársverði við skoðun á Neyðarmóttöku. Þá lá fyrir útprentun á skilaboðum sem karlmaðurinn sendi henni um þremur klukkustundum eftir að hún fór. Þar baðst hann afsökunar en sagðist fyrir dómi ekki muna hvers vegna. Taldi hann konuna hafa hótað sér að hann fengi ekki að sjá barn þeirra og því brugðist svo við. Í dómnum kemur fram að ekkert hafi stutt þá skýringu hans. Langvarandi andleg vanlíðan Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að brotið var gróft, olli líkamlegum áverkum og langvarandi andlegri vanlíðan. Þá leit dómurinn til hinna nánu tengsla en þau höfðu nýverið slitið sambúð. Þannig hafi karlmaðurinn brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar sem hann kynntist þegar hún var á sautjánda ári. Dráttur á málinu var metinn ákærða til mildunar við ákvörðun refsingu. Ekki kom til greina að skilorðsbinda dóminn að nokkru leyti vegna fyrri brota mannsins. Dóm héraðsdóms má lesa hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira