Kostar einn milljarð evra að kaupa upp nýjan samning Pedri hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2021 16:01 Pedri hjá Barcelona er einn efnilegasti miðjumaður heims. Getty/David Ramos Spænski táningurinn Pedri hefur skrifað undir nýjan samning við Barcelona en félagið staðfesti samninginn í dag. Nýr samningur við hinn átján ára gamla Pedri nær til ársins 2026 en hann kom til Katalóníufélagsins frá Las Palmas árið 2020. Gamli samningur hans átti að renna út í sumar. OFFICIAL: Pedri's new Barcelona contract has a 1 billion release clause pic.twitter.com/yEQLLRRx0O— ESPN FC (@ESPNFC) October 14, 2021 Það er hægt að kaupa Pedri út úr samningnum en uppsagnarákvæðið er einn milljarður evra eða 150 milljarðar íslenskra króna. Áður var hægt að kaupa samninginn fyrir 400 milljónir evra en sú upphæð hefur nú meira en tvöfaldast. Þetta er nýtt met hjá félaginu en gamla metið átti samningur Antoine Griezmann sem var hægt að kaupa fyrir 800 milljónir evra. Pedri heldur upp á nítján ára afmælið sitt í nóvember en hann hefur bara verið í fjórtán mánuði hjá Börsungum. Hann vann sér sæti í byrjunarliði liðsins í fyrra og spilaði alls 52 leiki á sínu fyrsta tímabili. Pedri var þar fastamaður á miðjunni með þeim Sergio Busquets og Frenkie de Jong. Five more years of Pedri at Barcelona (via @FCBarcelona) pic.twitter.com/4XmiSgDOms— B/R Football (@brfootball) October 14, 2021 Pedri vann sér líka sæti í spænska landsliðinu og spilaði stórt hlutverk hjá Luis Enrique á EM síðasta sumar þar sem hann var kosinn besti ungi leikmaður keppninnar. Hann vann síðan ofan á það silfurverðlaun með spænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó. Pedri er eini leikmaður Barcelona í dag sem er meðal þeirra sem eru tilnefndir til Gullhnattarins og var því einn af þrjátíu bestu knattspyrnumönnum ársins að mati Ballon d'Or nefndarinnar. Barcelona er síðan að vonast eftir því að hinir ungu strákarnir eins og Ansu Fati, Gavi og Ronald Araujo framlengi einnig sína samninga við félagið. Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira
Nýr samningur við hinn átján ára gamla Pedri nær til ársins 2026 en hann kom til Katalóníufélagsins frá Las Palmas árið 2020. Gamli samningur hans átti að renna út í sumar. OFFICIAL: Pedri's new Barcelona contract has a 1 billion release clause pic.twitter.com/yEQLLRRx0O— ESPN FC (@ESPNFC) October 14, 2021 Það er hægt að kaupa Pedri út úr samningnum en uppsagnarákvæðið er einn milljarður evra eða 150 milljarðar íslenskra króna. Áður var hægt að kaupa samninginn fyrir 400 milljónir evra en sú upphæð hefur nú meira en tvöfaldast. Þetta er nýtt met hjá félaginu en gamla metið átti samningur Antoine Griezmann sem var hægt að kaupa fyrir 800 milljónir evra. Pedri heldur upp á nítján ára afmælið sitt í nóvember en hann hefur bara verið í fjórtán mánuði hjá Börsungum. Hann vann sér sæti í byrjunarliði liðsins í fyrra og spilaði alls 52 leiki á sínu fyrsta tímabili. Pedri var þar fastamaður á miðjunni með þeim Sergio Busquets og Frenkie de Jong. Five more years of Pedri at Barcelona (via @FCBarcelona) pic.twitter.com/4XmiSgDOms— B/R Football (@brfootball) October 14, 2021 Pedri vann sér líka sæti í spænska landsliðinu og spilaði stórt hlutverk hjá Luis Enrique á EM síðasta sumar þar sem hann var kosinn besti ungi leikmaður keppninnar. Hann vann síðan ofan á það silfurverðlaun með spænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó. Pedri er eini leikmaður Barcelona í dag sem er meðal þeirra sem eru tilnefndir til Gullhnattarins og var því einn af þrjátíu bestu knattspyrnumönnum ársins að mati Ballon d'Or nefndarinnar. Barcelona er síðan að vonast eftir því að hinir ungu strákarnir eins og Ansu Fati, Gavi og Ronald Araujo framlengi einnig sína samninga við félagið.
Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira