Bogmaðurinn vistaður á heilbrigðisstofnun Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2021 08:37 Íbúar í Kongsberg hafa lagt blóm og kerti í miðborginni til minningar um fórnarlömb árásarinnar. Vísir/EPA Ákvörðun var tekin í gær um að vista karlmann sem varð fimm manns að bana í Kongsberg í Noregi á heilbrigðisstofnun. Lögregla krefst fjögurra vikna gæsluvarðhalds yfir honum. Ann Irén Svane Mathiassen, lögfræðingur lögreglunnar, segir norska ríkisútvarpinu að ákvörðunin hafi verið tekin eftir að maðurinn var skoðaður. Vistun hans á heilbrigðisstofnun hafi engin áhrif á gæsluvarðhaldskröfu sem tekin var fyrir klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma. „Þetta hefur aðeins þýðingu fyrir hvar hann verður vistaður á meðan hann er í haldi,“ segir hún. Esper Andersen Bråthen, 37 ára gamall Dani sem var búsettur í Kongsberg, hefur játað að hafa myrt fimm manns á miðvikudagskvöld. Hann skaut meðal annars fólk með boga og örvum í verslun en braust einnig inn í íbúð og framdi morð þar. Lögreglan krefst fjögurra vikna gæsluvarðhalds yfir Bråthen og að hann verði látinn sæta bréfa- og heimsóknarbanni. Hann verði í einangrun og fjölmiðlabanni fyrstu tvær vikurnar. Ekkert bendir til þess að Bråthen hafi skipulagt árásina fyrir fram, að sögn lögreglu. Ekkert hafi heldur komið fram sem bendi til þess að eitthvað hafi gerst í versluninni sem hratt atburðarásinni af stað. Virtist ekki vita mikið um trúna þegar hann heimsótti moskuna Komið hefur fram að Bråthen snerist til íslamstrúar og höfðu lögreglu borist ábendingar um að hann hefði hneigst að öfgahyggju. Hann var með nokkra dóma á bakinu og var úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart tveimur nánum ættingjum eftir að hann hótaði öðrum þeirra lífláti í fyrra. Oussama Tlili, stjórnarformaður Íslamsks menningarseturs í Kongsberg, segir að Bråthen hafi heimsótt mosku í borginni nokkrum sinnum fyrir fjórum til fimm árum. Hann hafi ekki komið til að biðja og ekki virst vita mikið um trúna. „Hann vildi greina frá einhvers konar opinberun sem hann hafði fengið og vildi að ég hjálpaði honum að koma henni á framfæri. Ég útskýrði fyrir honum að ég gæti ekki hjálpað honum með það,“ segir Tlili við NRK. Bråthen hafi ekki verið ógnandi og ekki virst öfgasinnaður. Tlili segir að sér hafi virst að hann þyrfti mögulega á hjálp að halda. Hann hafi íhugað að láta lögreglu vita af honum en á endanum taldi hann sig ekki hafa neitt í höndunum til þess. Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Tengdar fréttir Ódæðismaðurinn í Kongsberg stakk lögreglu af meðan hún beið eftir hlífðarbúnaði Ole B. Sæverud, lögreglustjóri í Kongsberg í Noregi segir að ódæðismaðurinn sem myrti fimm manns í bænum hafi komist undan lögreglumönnunum sem fyrst urðu á vegi hans, á meðan þeir biðu eftir að fá hlífðarbúnað til þess að geta tekist betur á við árásarmanninn. 14. október 2021 23:31 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Ann Irén Svane Mathiassen, lögfræðingur lögreglunnar, segir norska ríkisútvarpinu að ákvörðunin hafi verið tekin eftir að maðurinn var skoðaður. Vistun hans á heilbrigðisstofnun hafi engin áhrif á gæsluvarðhaldskröfu sem tekin var fyrir klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma. „Þetta hefur aðeins þýðingu fyrir hvar hann verður vistaður á meðan hann er í haldi,“ segir hún. Esper Andersen Bråthen, 37 ára gamall Dani sem var búsettur í Kongsberg, hefur játað að hafa myrt fimm manns á miðvikudagskvöld. Hann skaut meðal annars fólk með boga og örvum í verslun en braust einnig inn í íbúð og framdi morð þar. Lögreglan krefst fjögurra vikna gæsluvarðhalds yfir Bråthen og að hann verði látinn sæta bréfa- og heimsóknarbanni. Hann verði í einangrun og fjölmiðlabanni fyrstu tvær vikurnar. Ekkert bendir til þess að Bråthen hafi skipulagt árásina fyrir fram, að sögn lögreglu. Ekkert hafi heldur komið fram sem bendi til þess að eitthvað hafi gerst í versluninni sem hratt atburðarásinni af stað. Virtist ekki vita mikið um trúna þegar hann heimsótti moskuna Komið hefur fram að Bråthen snerist til íslamstrúar og höfðu lögreglu borist ábendingar um að hann hefði hneigst að öfgahyggju. Hann var með nokkra dóma á bakinu og var úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart tveimur nánum ættingjum eftir að hann hótaði öðrum þeirra lífláti í fyrra. Oussama Tlili, stjórnarformaður Íslamsks menningarseturs í Kongsberg, segir að Bråthen hafi heimsótt mosku í borginni nokkrum sinnum fyrir fjórum til fimm árum. Hann hafi ekki komið til að biðja og ekki virst vita mikið um trúna. „Hann vildi greina frá einhvers konar opinberun sem hann hafði fengið og vildi að ég hjálpaði honum að koma henni á framfæri. Ég útskýrði fyrir honum að ég gæti ekki hjálpað honum með það,“ segir Tlili við NRK. Bråthen hafi ekki verið ógnandi og ekki virst öfgasinnaður. Tlili segir að sér hafi virst að hann þyrfti mögulega á hjálp að halda. Hann hafi íhugað að láta lögreglu vita af honum en á endanum taldi hann sig ekki hafa neitt í höndunum til þess.
Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Tengdar fréttir Ódæðismaðurinn í Kongsberg stakk lögreglu af meðan hún beið eftir hlífðarbúnaði Ole B. Sæverud, lögreglustjóri í Kongsberg í Noregi segir að ódæðismaðurinn sem myrti fimm manns í bænum hafi komist undan lögreglumönnunum sem fyrst urðu á vegi hans, á meðan þeir biðu eftir að fá hlífðarbúnað til þess að geta tekist betur á við árásarmanninn. 14. október 2021 23:31 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Ódæðismaðurinn í Kongsberg stakk lögreglu af meðan hún beið eftir hlífðarbúnaði Ole B. Sæverud, lögreglustjóri í Kongsberg í Noregi segir að ódæðismaðurinn sem myrti fimm manns í bænum hafi komist undan lögreglumönnunum sem fyrst urðu á vegi hans, á meðan þeir biðu eftir að fá hlífðarbúnað til þess að geta tekist betur á við árásarmanninn. 14. október 2021 23:31