Smituðum fjölgar í hópsmiti á hjartaskurðdeild Snorri Másson skrifar 26. október 2021 11:45 Karl Andersen hjartalæknir telur að hægt verði að ná utan um hópsmit á Landspítala. Vísir/Þ Sex manna hópsmit er komið upp á hjartaskurðdeild Landspítalans. Þar af er einn starfsmaður smitaður. Þessi atburðarás skapar töluvert álag á starfsemi sjúkrahússins en hjartalæknir segir ógerning að koma alveg í veg fyrir að veiran berist inn fyrir dyrnar. Greint var frá því í gærkvöldi að fjórir sjúklingar hefðu greinst með veiruna á hjartaskurðdeild Landspítalans. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa nýverið gengist undir opna hjartaaðgerð og talið er að smitið hafi ratað inn á deildina með aðstandanda. Nú á tólfta tímanum bárust niðurstöður úr skimun allra starfsmanna og sjúklinga og bættust þá við einn starfsmaður og einn sjúklingur. Karl Andersen, forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu spítalans, segir þetta skárri niðurstöðu en hefði mátt óttast og telur að hægt verði að ná utan um smitin í framhaldinu. Vissulega geti þó fleiri greinst þegar fram líður. „Að svona gerist, er þetta óheppilegt, eru það mistök sem valda þessu eða hvernig eruð þið að túlka það? Nei við lítum ekki á þetta sem mistök. Það er viðbúið þegar svona mikið af veiru er úti í samfélaginu. Þegar bæði starfsfólk og aðstandendur sem koma hingað inn á spítalann eru útsett fyrir þessu er það bara tímaspursmál hvenær svona atvik gerist,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Umræddir hjartasjúklingar, alla vega fyrstu fjórir, eru bólusettir og hafa ekki veikst alvarlega vegna veirunnar enn sem komið er. En þrátt fyrir bólusetningu eru alltaf einhverjir sem veikjast, segir Karl. „Þessi veira er enn þá þarna úti og smittölurnar eru að aukast frá degi til dags síðustu daga og vikur og við sjáum það að það er heilmikið af veiru þarna úti. Starfsmenn spítalans og sjúklingar eru úti í samfélaginu og smitast eins og aðrir,“ segir Karl. Karl óttast að þetta leiði til aukins álags á spítalanum, sem er einmitt það sem sóttvarnayfirvöld miða við þegar þau ákveða sínar aðgerðir. Því hefur verið reynt að efla varnirnar. „Á spítalanum eru náttúrulega smitvarnir sem eru mun strangari en gengur og gerist úti í samfélaginu. Það er grímuskylda og ákveðin nálægðarmörk sem eru tveir metrar og ég held að það hafi sýnt sig á undanförnum vikum og mánuðum að þær reglur hafi komið í veg fyrir fjölda tilvika í gegnum tíðina,“ segir Karl. Að lokum brýnir Karl fyrir fólki að koma alls ekki inn á heilbrigðisstofnanir ef það hefur einkenni loftvegasýkinga, hvort sem það er Covid eða annarra. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Greint var frá því í gærkvöldi að fjórir sjúklingar hefðu greinst með veiruna á hjartaskurðdeild Landspítalans. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa nýverið gengist undir opna hjartaaðgerð og talið er að smitið hafi ratað inn á deildina með aðstandanda. Nú á tólfta tímanum bárust niðurstöður úr skimun allra starfsmanna og sjúklinga og bættust þá við einn starfsmaður og einn sjúklingur. Karl Andersen, forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu spítalans, segir þetta skárri niðurstöðu en hefði mátt óttast og telur að hægt verði að ná utan um smitin í framhaldinu. Vissulega geti þó fleiri greinst þegar fram líður. „Að svona gerist, er þetta óheppilegt, eru það mistök sem valda þessu eða hvernig eruð þið að túlka það? Nei við lítum ekki á þetta sem mistök. Það er viðbúið þegar svona mikið af veiru er úti í samfélaginu. Þegar bæði starfsfólk og aðstandendur sem koma hingað inn á spítalann eru útsett fyrir þessu er það bara tímaspursmál hvenær svona atvik gerist,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Umræddir hjartasjúklingar, alla vega fyrstu fjórir, eru bólusettir og hafa ekki veikst alvarlega vegna veirunnar enn sem komið er. En þrátt fyrir bólusetningu eru alltaf einhverjir sem veikjast, segir Karl. „Þessi veira er enn þá þarna úti og smittölurnar eru að aukast frá degi til dags síðustu daga og vikur og við sjáum það að það er heilmikið af veiru þarna úti. Starfsmenn spítalans og sjúklingar eru úti í samfélaginu og smitast eins og aðrir,“ segir Karl. Karl óttast að þetta leiði til aukins álags á spítalanum, sem er einmitt það sem sóttvarnayfirvöld miða við þegar þau ákveða sínar aðgerðir. Því hefur verið reynt að efla varnirnar. „Á spítalanum eru náttúrulega smitvarnir sem eru mun strangari en gengur og gerist úti í samfélaginu. Það er grímuskylda og ákveðin nálægðarmörk sem eru tveir metrar og ég held að það hafi sýnt sig á undanförnum vikum og mánuðum að þær reglur hafi komið í veg fyrir fjölda tilvika í gegnum tíðina,“ segir Karl. Að lokum brýnir Karl fyrir fólki að koma alls ekki inn á heilbrigðisstofnanir ef það hefur einkenni loftvegasýkinga, hvort sem það er Covid eða annarra.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira