Telma Líf er fundin en fjölskylduna grunar að henni hafi verið byrluð ólyfjan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2021 13:26 Telma Líf er fundin eftir rúma sólarhrings leit. Facebook/Vísir Telma Líf Ingadóttir er fundin heil á húfi eftir að hún hvarf af sjúkrahúsi á Alicante á Spáni í gærmorgun. Ingi Karl Sigríðarson, faðir Telmu, segir sterkan grun um að henni hafi verið byrluð ólyfjan á bar, sem Telma var á á mánudagskvöld. Telma Líf hvarf í gærmorgun af spítala í Alicante, þar sem fjölskyldan er búsett, og ekkert hafði til hennar sést síðan þá. Telma fór af spítalanum án síma síns eða peningaveskis og hefur umfangsmikil leit staðið yfir að henni í Benidorm síðan í gær. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Ingi Karl og Telma Líf voru að ganga út af lögreglustöðinni í Callosa de Ensirriá, þar sem hann, konan hans og börn þeirra búa, þegar blaðamaður náði af þeim tali og eru nú á leið upp á spítala svo að Telma geti gengist undir læknisskoðun. Inga og Telmu grunar sterklega að henni hafi verið byrluð ólyfjan á bar sem hún var á á mánudagskvöld en Telma muni ekkert eftir síðasta sólarhring. „Það sem væntanlega bjargaði henni var að hún náði að koma sér í burtu eftir að búið var að byrla fyrir henni, “ segir Ingi Karl. Man ekkert síðan á mánudagskvöld Að sögn Inga virðist Telma hafa hitt samstarfsfélaga sinn eftir að hún yfirgaf spítalann sem leyfði henni að gista heima hjá sér. Hún hafi sofið þar í sólarhring og hafi vaknað í morgun og muni ekkert eftir síðasta eina og hálfa sólarhringi. Þegar hún hafi vaknað í morgun hafi hún áttað sig á að hún væri hvorki með veski né síma en reddað sér fari heim til pabba síns. „Systir hennar var heima þegar hún kom heim. Hún reddaði sér upp í Callosa heim til mín og litla systir hennar var í Callosa,“ segir Ingi Karl. Man Telma ekkert eftir síðasta rúma sólarhringi? „Hún man eftir að hafa verið að tala við mig í síma þegar hún var á barnum. Svo man hún eftir því að hafa vaknað í morgun. Miðað við hegðun hennar á spítalanum stemmir það alveg en hún er mjög lemstruð,“ segir Ingi. Fréttin hefur verið uppfærð. Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ganga strandlengjuna í leit að Telmu Líf: „Hún er búin að vera týnd í allt of langan tíma“ Fjölskylda Telmu Lífar Ingadóttur gengur nú strandlengju Benidorm í leit að henni en hún hvarf í gærmorgun af sjúkrahúsi í borginni. Faðir Telmu segist dauðhræddur um að henni hafi verið rænt. 27. október 2021 11:03 Leita átján ára íslenskrar stúlku á Spáni Leit stendur yfir að átján ára íslenskri stúlku á Spáni sem ekkert hefur sést til frá klukkan hálf sex í morgun. Að sögn foreldra Telmu Lífar Ingadóttur gekk hún út af Villajosa-sjúkrahúsinu í Alicante í morgun og skildi eigur sínar eftir. 26. október 2021 23:39 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Telma Líf hvarf í gærmorgun af spítala í Alicante, þar sem fjölskyldan er búsett, og ekkert hafði til hennar sést síðan þá. Telma fór af spítalanum án síma síns eða peningaveskis og hefur umfangsmikil leit staðið yfir að henni í Benidorm síðan í gær. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Ingi Karl og Telma Líf voru að ganga út af lögreglustöðinni í Callosa de Ensirriá, þar sem hann, konan hans og börn þeirra búa, þegar blaðamaður náði af þeim tali og eru nú á leið upp á spítala svo að Telma geti gengist undir læknisskoðun. Inga og Telmu grunar sterklega að henni hafi verið byrluð ólyfjan á bar sem hún var á á mánudagskvöld en Telma muni ekkert eftir síðasta sólarhring. „Það sem væntanlega bjargaði henni var að hún náði að koma sér í burtu eftir að búið var að byrla fyrir henni, “ segir Ingi Karl. Man ekkert síðan á mánudagskvöld Að sögn Inga virðist Telma hafa hitt samstarfsfélaga sinn eftir að hún yfirgaf spítalann sem leyfði henni að gista heima hjá sér. Hún hafi sofið þar í sólarhring og hafi vaknað í morgun og muni ekkert eftir síðasta eina og hálfa sólarhringi. Þegar hún hafi vaknað í morgun hafi hún áttað sig á að hún væri hvorki með veski né síma en reddað sér fari heim til pabba síns. „Systir hennar var heima þegar hún kom heim. Hún reddaði sér upp í Callosa heim til mín og litla systir hennar var í Callosa,“ segir Ingi Karl. Man Telma ekkert eftir síðasta rúma sólarhringi? „Hún man eftir að hafa verið að tala við mig í síma þegar hún var á barnum. Svo man hún eftir því að hafa vaknað í morgun. Miðað við hegðun hennar á spítalanum stemmir það alveg en hún er mjög lemstruð,“ segir Ingi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ganga strandlengjuna í leit að Telmu Líf: „Hún er búin að vera týnd í allt of langan tíma“ Fjölskylda Telmu Lífar Ingadóttur gengur nú strandlengju Benidorm í leit að henni en hún hvarf í gærmorgun af sjúkrahúsi í borginni. Faðir Telmu segist dauðhræddur um að henni hafi verið rænt. 27. október 2021 11:03 Leita átján ára íslenskrar stúlku á Spáni Leit stendur yfir að átján ára íslenskri stúlku á Spáni sem ekkert hefur sést til frá klukkan hálf sex í morgun. Að sögn foreldra Telmu Lífar Ingadóttur gekk hún út af Villajosa-sjúkrahúsinu í Alicante í morgun og skildi eigur sínar eftir. 26. október 2021 23:39 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Ganga strandlengjuna í leit að Telmu Líf: „Hún er búin að vera týnd í allt of langan tíma“ Fjölskylda Telmu Lífar Ingadóttur gengur nú strandlengju Benidorm í leit að henni en hún hvarf í gærmorgun af sjúkrahúsi í borginni. Faðir Telmu segist dauðhræddur um að henni hafi verið rænt. 27. október 2021 11:03
Leita átján ára íslenskrar stúlku á Spáni Leit stendur yfir að átján ára íslenskri stúlku á Spáni sem ekkert hefur sést til frá klukkan hálf sex í morgun. Að sögn foreldra Telmu Lífar Ingadóttur gekk hún út af Villajosa-sjúkrahúsinu í Alicante í morgun og skildi eigur sínar eftir. 26. október 2021 23:39