Mönnunarkrísa á Landspítala getur leitt til takmarkana fyrir almenning Snorri Másson skrifar 30. október 2021 19:15 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, segir stöðuna tvísýna. Vísir/Egill Svo getur farið að mönnunarkrísa á Landspítala leiði til þess að almenningur þurfi að búa við sóttvarnatakmarkanir á ný, að sögn forstjóra Landspítalans. Staðan er mjög tvísýn á sjúkrahúsinu. Landspítalinn er farinn að þekkja þetta. Á meðan smitin eru um fjörutíu eða fimmtíu á dag, ræður spítalinn við stöðuna. Í þarsíðustu viku voru smitin að meðaltali 59 á dag. Í nýliðinni viku voru smitin um 68 á dag. Það er tölfræðileg staðreynd fyrir spítalann: Þetta er of mikið. „Í gær voru til dæmis 96 smit og það er nokkuð ljóst að ef það eru 2% álagnir er ákveðin áskorun í því, það segir sig sjálft,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans. Þær raddir heyrast sem gera lítið úr þeim vanda sem stafar af Covid-19 en forstjóri spítalans tekur ekki undir slíkan málflutning. „Staðan er bara öðruvísi. Staðan á spítalanum er mjög tvísýn. Það er kannski það sem er okkar helsta áskorun, það er mönnun. Við erum í miklum mönnunarvanda eða mönnunarkrísu, hvernig sem maður orðar það. Okkur vantar hjúkrunarfræðinga, okkur vantar heilbrigðisstarfsfólk. Þeir sem standa núna í framlínunni eru búnir að vera það í mjög langan tíma og eru bara orðnir lúnir,“ segir Guðlaug. Mikil áhrif á heilbrigðiskerfið ef spítalinn er færður upp á hættustig Við virðumst vera á leið inn í nýja bylgju, að sögn forstjórans. Á þessari stundu eru þó aðeins tveir á gjörgæslu og níu inniliggjandi á smitsjúkdómadeild. 900 eru í eftirliti hjá göngudeild. Afstaða er tekin til þess daglega hvort færa eigi sjúkrahúsið upp á hættustig, sem er afdrifarík ákvörðun. Er það þá þannig að mönnunarvandi á spítalanum er að valda því að við gætum verið að fara að sjá takmarkanir í samfélaginu? „Það getur alveg farið svo. Aðallega snýst þetta um það hvernig spítalinn er í stakk búinn til að takast á við verkefnið. Til að skýra það út, ef við stigum spítalann og förum upp á hættustig, þýðir það að við þurfum að draga úr valkvæðum aðgerðum og við erum ekki með göngudeildarstarfsemi, sem þýðir aftur að það hefur mjög mikil áhrif á heilbrigðiskerfið og samfélagið ef við þurfum að taka slíka ákvörðun,“ segir Guðlaug Rakel. Landspítalinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Landspítalinn er farinn að þekkja þetta. Á meðan smitin eru um fjörutíu eða fimmtíu á dag, ræður spítalinn við stöðuna. Í þarsíðustu viku voru smitin að meðaltali 59 á dag. Í nýliðinni viku voru smitin um 68 á dag. Það er tölfræðileg staðreynd fyrir spítalann: Þetta er of mikið. „Í gær voru til dæmis 96 smit og það er nokkuð ljóst að ef það eru 2% álagnir er ákveðin áskorun í því, það segir sig sjálft,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans. Þær raddir heyrast sem gera lítið úr þeim vanda sem stafar af Covid-19 en forstjóri spítalans tekur ekki undir slíkan málflutning. „Staðan er bara öðruvísi. Staðan á spítalanum er mjög tvísýn. Það er kannski það sem er okkar helsta áskorun, það er mönnun. Við erum í miklum mönnunarvanda eða mönnunarkrísu, hvernig sem maður orðar það. Okkur vantar hjúkrunarfræðinga, okkur vantar heilbrigðisstarfsfólk. Þeir sem standa núna í framlínunni eru búnir að vera það í mjög langan tíma og eru bara orðnir lúnir,“ segir Guðlaug. Mikil áhrif á heilbrigðiskerfið ef spítalinn er færður upp á hættustig Við virðumst vera á leið inn í nýja bylgju, að sögn forstjórans. Á þessari stundu eru þó aðeins tveir á gjörgæslu og níu inniliggjandi á smitsjúkdómadeild. 900 eru í eftirliti hjá göngudeild. Afstaða er tekin til þess daglega hvort færa eigi sjúkrahúsið upp á hættustig, sem er afdrifarík ákvörðun. Er það þá þannig að mönnunarvandi á spítalanum er að valda því að við gætum verið að fara að sjá takmarkanir í samfélaginu? „Það getur alveg farið svo. Aðallega snýst þetta um það hvernig spítalinn er í stakk búinn til að takast á við verkefnið. Til að skýra það út, ef við stigum spítalann og förum upp á hættustig, þýðir það að við þurfum að draga úr valkvæðum aðgerðum og við erum ekki með göngudeildarstarfsemi, sem þýðir aftur að það hefur mjög mikil áhrif á heilbrigðiskerfið og samfélagið ef við þurfum að taka slíka ákvörðun,“ segir Guðlaug Rakel.
Landspítalinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira