Xavi ætlar að hrista upp í leikmannahópnum | Pique, Alba, Roberto og Busquets á útleið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. nóvember 2021 22:01 Xavi virðist hvorki ætla að nota Busquets og Piqué. Pedro Salado/Getty Images Svo virðist sem nýr þjálfari Barcelona ætli sér að taka til hendinni og losa sig við suma af sínum reynslumestu leikmönnum. Hinn 41 árs gamli Xavi var í dag tilkynntur sem nýr þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. Xavi er goðsögn hjá félaginu og er nú snúinn aftur „heim“ eftir sex ár hjá Al Sadd í Katar, fjögur sem leikmaður og tvö sem þjálfari. Þó svo að franski vængmaðurinn Ousmane Dembélé hafi fengið mikið hrós frá verðandi þjálfara sínum í dag virðist sem enginn leikmaður muni eiga öruggt sæti í leikmannahóp Börsunga. Xavi quickly laying out his cards on Dembele. Urges Laporta to renew his contract and says, if coached well, he will be one of the best in the world in his position. 'Un crack mundial'— Samuel Marsden (@samuelmarsden) November 8, 2021 Samkvæmt frétt El Nacional þá stefnir Xavi á að leyfa fjórum af reynslumestu leikmönnum liðsins að hverfa á braut í sumar. Um er að ræða miðvörðinn Gerard Piqué, vinstri bakvörðinn Jordi Alba, hægri bakvörðinn Sergi Roberto og miðjumanninn Sergio Busquets. Það gæti þó reynst þrautin þyngri en samningur hins 34 ára gamla Pique rennur ekki út fyrr en sumarið 2024. Sömu sögu er að segja af hinum 32 ára gamla Alba á meðan samningur hins 33 ára gamla Busquets rennur út sumarið 2023. Hinn 29 ára gamli Roberto verður hins vegar samningslaus næsta sumar. Ef marka má þessar fréttir er ljóst að Xavi vill yngri leikmenn þar sem hann vill spila af miklum ákafa frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Meira um leikstíl Xavi má lesa í viðtali Bjarka Má Ólafssonar við Sky Sports er ljóst var að Xavi yrði nýr þjálfari Börsunga. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira
Hinn 41 árs gamli Xavi var í dag tilkynntur sem nýr þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. Xavi er goðsögn hjá félaginu og er nú snúinn aftur „heim“ eftir sex ár hjá Al Sadd í Katar, fjögur sem leikmaður og tvö sem þjálfari. Þó svo að franski vængmaðurinn Ousmane Dembélé hafi fengið mikið hrós frá verðandi þjálfara sínum í dag virðist sem enginn leikmaður muni eiga öruggt sæti í leikmannahóp Börsunga. Xavi quickly laying out his cards on Dembele. Urges Laporta to renew his contract and says, if coached well, he will be one of the best in the world in his position. 'Un crack mundial'— Samuel Marsden (@samuelmarsden) November 8, 2021 Samkvæmt frétt El Nacional þá stefnir Xavi á að leyfa fjórum af reynslumestu leikmönnum liðsins að hverfa á braut í sumar. Um er að ræða miðvörðinn Gerard Piqué, vinstri bakvörðinn Jordi Alba, hægri bakvörðinn Sergi Roberto og miðjumanninn Sergio Busquets. Það gæti þó reynst þrautin þyngri en samningur hins 34 ára gamla Pique rennur ekki út fyrr en sumarið 2024. Sömu sögu er að segja af hinum 32 ára gamla Alba á meðan samningur hins 33 ára gamla Busquets rennur út sumarið 2023. Hinn 29 ára gamli Roberto verður hins vegar samningslaus næsta sumar. Ef marka má þessar fréttir er ljóst að Xavi vill yngri leikmenn þar sem hann vill spila af miklum ákafa frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Meira um leikstíl Xavi má lesa í viðtali Bjarka Má Ólafssonar við Sky Sports er ljóst var að Xavi yrði nýr þjálfari Börsunga.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira