Átján mánaða fangelsi fyrir innbrot og nauðgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2021 23:01 Refsingin var átján mánuðir vegna tafa á dómsmálinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa brotist inn á heimili vinkonu sinnarog naágranna og nauðgað henni. Maðurinn var jafnframt dæmdur til greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur. Atvikið átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 20. apríl árið 2018 en málið var tilkynnt til lögreglu af vinkonu brotaþolans. Brotaþolinn hafi sagt lögreglu frá því að hún og maðurinn hafi átt í nokkrum samskiptum dagana fyrir brotið en hann verið mjög ölvaður dagana á undan. Hún hafi á fimmtudagskvöldinu farið að sofa stuttu fyrir miðnætti og tekið svefnlyf. Hafi hún svo vaknað við það að verið var að sleikja á henni kynfærin. Hún hafi ekki getað séð hver það væri vegna svefndrunga. Greinilegt hafi verið að einhver hafi viðbrögð hennar verið en maðurinn hafi hætt, farið fram í eldhús og svo inn á baðið í íbúðinni. Við það hafi hún þekkt manninn og spurt hann hvað hann væri að gera. Hafi hann þá sagt að hún hafi boðið honum inn, sem brotaþoli sagði ekki satt. Hún hafi svo boðist til að fylgja honum heim, en hann bjó í sama fjölbýlishúsi og hún, sem hann þáði. Áður verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps Fram kemur í dómnum að maðurinn neitaði sök. Hann kvaðst hafa kynnst brotaþola árið 2015 eða 2016 og þau verið félagar. Þau hafi dagana á undan atburðinum verið saman á fylleríi og hann komið heim til konunnar kvöldið fyrir atburðinn. Þá hafi hún og vinkona hennar, sem tilkynnti atvikið til lögreglu, verið heima hjá honum á fimmtudeginum. Kvaðst hann ekki hafa farið heim til hennar á aðfaranótt föstudagsins. Meðal gagna sem stuðst var við í málinu er myndband sem brotaþoli tók upp nóttina sem brotið átti sér stað. Mátti nema á myndbandinu að hún væri að biðja hann um að yfirgefa íbúð sína. Lýsti konan því fyrir dómi að hún hafi leitað á neyðarmóttöku fimm dögum eftir atburðinn. Hún hafi ekki treyst sér að fara fyrr þar sem hún hafi haft son sinn hjá sér. Atburðurinn hafi þá haft mikil andleg áhrif á hana. Fíkniefnaneysla hennar hafi aukist og leitaði hún nokkrum sinnum í meðferð síðan þá. Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot en hann var árið 2006 sakfelldur í Hæstarétti fyrir tilraun til manndráps. Fram kemur í dómnum að við ákvörðun refsingar í ofangreindu kynferðisbrotamáli hafi verið litið til tafa á málinu en þrjú og hálft ár eru liðin frá því. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Atvikið átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 20. apríl árið 2018 en málið var tilkynnt til lögreglu af vinkonu brotaþolans. Brotaþolinn hafi sagt lögreglu frá því að hún og maðurinn hafi átt í nokkrum samskiptum dagana fyrir brotið en hann verið mjög ölvaður dagana á undan. Hún hafi á fimmtudagskvöldinu farið að sofa stuttu fyrir miðnætti og tekið svefnlyf. Hafi hún svo vaknað við það að verið var að sleikja á henni kynfærin. Hún hafi ekki getað séð hver það væri vegna svefndrunga. Greinilegt hafi verið að einhver hafi viðbrögð hennar verið en maðurinn hafi hætt, farið fram í eldhús og svo inn á baðið í íbúðinni. Við það hafi hún þekkt manninn og spurt hann hvað hann væri að gera. Hafi hann þá sagt að hún hafi boðið honum inn, sem brotaþoli sagði ekki satt. Hún hafi svo boðist til að fylgja honum heim, en hann bjó í sama fjölbýlishúsi og hún, sem hann þáði. Áður verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps Fram kemur í dómnum að maðurinn neitaði sök. Hann kvaðst hafa kynnst brotaþola árið 2015 eða 2016 og þau verið félagar. Þau hafi dagana á undan atburðinum verið saman á fylleríi og hann komið heim til konunnar kvöldið fyrir atburðinn. Þá hafi hún og vinkona hennar, sem tilkynnti atvikið til lögreglu, verið heima hjá honum á fimmtudeginum. Kvaðst hann ekki hafa farið heim til hennar á aðfaranótt föstudagsins. Meðal gagna sem stuðst var við í málinu er myndband sem brotaþoli tók upp nóttina sem brotið átti sér stað. Mátti nema á myndbandinu að hún væri að biðja hann um að yfirgefa íbúð sína. Lýsti konan því fyrir dómi að hún hafi leitað á neyðarmóttöku fimm dögum eftir atburðinn. Hún hafi ekki treyst sér að fara fyrr þar sem hún hafi haft son sinn hjá sér. Atburðurinn hafi þá haft mikil andleg áhrif á hana. Fíkniefnaneysla hennar hafi aukist og leitaði hún nokkrum sinnum í meðferð síðan þá. Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot en hann var árið 2006 sakfelldur í Hæstarétti fyrir tilraun til manndráps. Fram kemur í dómnum að við ákvörðun refsingar í ofangreindu kynferðisbrotamáli hafi verið litið til tafa á málinu en þrjú og hálft ár eru liðin frá því.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira