Mun ekki tjá sig um MMS en málin í „algjörum forgangi“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. nóvember 2021 12:02 Lilja endurskipaði Arnór Guðmundsson í embætti forstjóra Menntamálastofnunar í fyrra en hann var skipaður í fimm ár. vísir/vilhelm Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Ráðherrann vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun fá bæði yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjóri hennar, Arnór Guðmundsson, falleinkunn í áhættu mati sem gert var af mannauðsfyrirtækinu Auðnast fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Í bráðabirgðaniðurstöðum matsins segir að sjö af ellefu áhættuþáttum þess séu rauðir, sem táknar óviðunandi áhættu sem nauðsynlegt sé að bregðast við án tafar. Tveir þættir eru síðan metnir gulir, sem táknar viðunandi áhættu en kalla samt á öryggisráðstafanir og eftirlit. Í tilkynningu ráðuneytisins til fréttastofu í dag segir að það hafi mál sem varða stjórnun Menntastofnunar og líðan og velferð starfsfólks hennar til skoðunar. Þau séu í algjörum forgangi en að áhersla sé lögð á „fagleg vinnubrögð í málinu og þau unnin eftir lögum og reglum sem gilda“. Þar er til dæmis vísað í lög um opinbera starfsmenn en þar sem forstjóri Menntastofnunar er skipaður embættismaður ríkisins getur ráðherra til dæmis ekki sagt honum upp en getur þó flutt hann úr einu embætti í annað samkvæmt 36. grein laganna. Hann verður þó að veita samþykki sitt fyrir slíkri tilfærslu. Arnór var endurskipaður í embættið í fyrra og þá skipaður til fimm ára. Hann ætti því að gegna starfinu til ársins 2025. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar ekki að tjá sig um málið á meðan það er í vinnslu innan ráðuneytisins. „Enda er það undir ráðherra komið að taka ákvarðanir þegar mál hafa verið skoðuð ítarlega,“ segir í tilkynningunni. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun fá bæði yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjóri hennar, Arnór Guðmundsson, falleinkunn í áhættu mati sem gert var af mannauðsfyrirtækinu Auðnast fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Í bráðabirgðaniðurstöðum matsins segir að sjö af ellefu áhættuþáttum þess séu rauðir, sem táknar óviðunandi áhættu sem nauðsynlegt sé að bregðast við án tafar. Tveir þættir eru síðan metnir gulir, sem táknar viðunandi áhættu en kalla samt á öryggisráðstafanir og eftirlit. Í tilkynningu ráðuneytisins til fréttastofu í dag segir að það hafi mál sem varða stjórnun Menntastofnunar og líðan og velferð starfsfólks hennar til skoðunar. Þau séu í algjörum forgangi en að áhersla sé lögð á „fagleg vinnubrögð í málinu og þau unnin eftir lögum og reglum sem gilda“. Þar er til dæmis vísað í lög um opinbera starfsmenn en þar sem forstjóri Menntastofnunar er skipaður embættismaður ríkisins getur ráðherra til dæmis ekki sagt honum upp en getur þó flutt hann úr einu embætti í annað samkvæmt 36. grein laganna. Hann verður þó að veita samþykki sitt fyrir slíkri tilfærslu. Arnór var endurskipaður í embættið í fyrra og þá skipaður til fimm ára. Hann ætti því að gegna starfinu til ársins 2025. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar ekki að tjá sig um málið á meðan það er í vinnslu innan ráðuneytisins. „Enda er það undir ráðherra komið að taka ákvarðanir þegar mál hafa verið skoðuð ítarlega,“ segir í tilkynningunni.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira