Vindur blæs úr ýmsum áttum á næstu dögum Atli Ísleifsson skrifar 16. nóvember 2021 07:04 Spáð er vestan átta til fimmtán metrar á sekúndu sunnanlands í dag, en annars yfirleitt hægari vindur. Vísir/Vilhelm Á næstu dögum verða lægðir nærri landinu eða yfir því og mun því vindur blása úr ýmsum áttum af mismunandi styrk og úrkoma með köflum fylgja með. Veðrið getur sömuleiðis verið mjög mismunandi milli landshluta. Spáð er vestan átta til fimmtán metrar á sekúndu sunnanlands í dag, en annars yfirleitt hægari vindur. Víða él, en þurrt norðaustantil á landinu. Hiti verður á bilinu núll til fjögur stig. Vetrarfæri er í flestum landshlutum með snjóþekju, hálku eða hálkublettum. Í höfuðborginni féll snjór víða í efri byggðum og í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að þar sé víða hálka eða hálkublettir. Yfirlit: Vetrarfæri er í flestum landshlutum með snjóþekju, hálku eða hálkublettum. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) November 16, 2021 Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði ört vaxandi norðvestanátt í kvöld á Norður- og Austurlandi með snjókomu eða éljum, fimmtán til 23 metrar á sekúndu á þessum slóðum í nótt. Hægari vindur á Suður- og Vesturlandi og léttir til. Kólnandi veður. „Á morgun verður veðrið á landinu tvískipt og mikill munur milli viðkomandi landshluta. Á vestanverðu landinu verður fremur hæg breytileg átt og léttskýjað, hið fallegasta veður. Austantil er hinsvegar útlit fyrir norðvestan hvassviðri eða storm með éljum, en lægir smám saman og léttir til síðdegis á þessum slóðum. Frost 1 til 7 stig á landinu á morgun. Annað kvöld verður verður orðið skaplegt á Norður- og Austurlandi, en þá nálgast úrkomubakki sunnanvert landið og því má reikna með að seint annað kvöld verði slydda eða snjókoma sunnanlands með austan strekkingi og hitinn mjakast uppávið.“ Spákortið fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur næstu daga Á miðvikudag: Breytileg átt 3-10 m/s og léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert. Norðvestan 10-18 og lítilsháttar él austanlands, en lægir og léttir til þar síðdegis. Frost 1 til 7 stig. Gengur í austan 5-13 sunnan- og suðvestanlands um kvöldið með snjókomu eða rigningu og hita kringum frostmark. Á fimmtudag: Austlæg eða breytileg átt 3-10, en norðaustan 8-13 á Vestfjörðum. Rigning eða slydda með köflum á suðurhelmingi landsins og hiti 1 til 5 stig. Dálítil él um landið norðanvert og frost 0 til 5, bætir í ofankomu undir kvöld. Á föstudag: Breytileg átt, yfirleitt á bilinu 5-10 m/s. Víða él, en skúrir við suðurströndina. Hiti kringum frostmark. Á laugardag: Norðlæg átt og dálítil él norðantil, en bjart sunnan heiða. Frost 0 til 7 stig. Á sunnudag og mánudag: Vestlæg átt og rigning eða slydda með köflum á vestanverðu landinu, en þurrt austanlands. Hlýnandi veður. Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Sjá meira
Spáð er vestan átta til fimmtán metrar á sekúndu sunnanlands í dag, en annars yfirleitt hægari vindur. Víða él, en þurrt norðaustantil á landinu. Hiti verður á bilinu núll til fjögur stig. Vetrarfæri er í flestum landshlutum með snjóþekju, hálku eða hálkublettum. Í höfuðborginni féll snjór víða í efri byggðum og í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að þar sé víða hálka eða hálkublettir. Yfirlit: Vetrarfæri er í flestum landshlutum með snjóþekju, hálku eða hálkublettum. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) November 16, 2021 Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði ört vaxandi norðvestanátt í kvöld á Norður- og Austurlandi með snjókomu eða éljum, fimmtán til 23 metrar á sekúndu á þessum slóðum í nótt. Hægari vindur á Suður- og Vesturlandi og léttir til. Kólnandi veður. „Á morgun verður veðrið á landinu tvískipt og mikill munur milli viðkomandi landshluta. Á vestanverðu landinu verður fremur hæg breytileg átt og léttskýjað, hið fallegasta veður. Austantil er hinsvegar útlit fyrir norðvestan hvassviðri eða storm með éljum, en lægir smám saman og léttir til síðdegis á þessum slóðum. Frost 1 til 7 stig á landinu á morgun. Annað kvöld verður verður orðið skaplegt á Norður- og Austurlandi, en þá nálgast úrkomubakki sunnanvert landið og því má reikna með að seint annað kvöld verði slydda eða snjókoma sunnanlands með austan strekkingi og hitinn mjakast uppávið.“ Spákortið fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur næstu daga Á miðvikudag: Breytileg átt 3-10 m/s og léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert. Norðvestan 10-18 og lítilsháttar él austanlands, en lægir og léttir til þar síðdegis. Frost 1 til 7 stig. Gengur í austan 5-13 sunnan- og suðvestanlands um kvöldið með snjókomu eða rigningu og hita kringum frostmark. Á fimmtudag: Austlæg eða breytileg átt 3-10, en norðaustan 8-13 á Vestfjörðum. Rigning eða slydda með köflum á suðurhelmingi landsins og hiti 1 til 5 stig. Dálítil él um landið norðanvert og frost 0 til 5, bætir í ofankomu undir kvöld. Á föstudag: Breytileg átt, yfirleitt á bilinu 5-10 m/s. Víða él, en skúrir við suðurströndina. Hiti kringum frostmark. Á laugardag: Norðlæg átt og dálítil él norðantil, en bjart sunnan heiða. Frost 0 til 7 stig. Á sunnudag og mánudag: Vestlæg átt og rigning eða slydda með köflum á vestanverðu landinu, en þurrt austanlands. Hlýnandi veður.
Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Sjá meira