Fimm karlar og sautján konur tilnefndar Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2021 17:45 Þeir höfundar sem hljóta tilnefningu í flokki skáldverka. Kamilla Einarsdóttir, Guðni Elísson, Arnaldur Indriðason, Hallgrímur Helgason og Svikaskáldin sex. Hallgrímur Helgason og Þórunn Jarla hljóta sína 6. tilnefningu hvort til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Tilnefningarnar voru kynntar á Kjarvalsstöðum nú rétt í þessu en sjálf verðlaunin verða afhent um mánaðamótin janúar-febrúar á nýju ári af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, en verðlaunin eru ein milljón fyrir hvert það verk. Það er Félag íslenskra bókaútgefenda sem stendur að verðlaununum. Athyglisvert er að rýna í tilnefningarnar, sem sjá má í heild sinni hér neðar. Ef litið er til kynjaskiptingar, sem hefur verið hefur alpha og omega fréttaflutnings á Íslandi undanfarin ár, kemur á daginn að einungis fimm karlar en sautján konur eru nú tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þar munar um að Svikaskáld, sex kvenna ljóðakollektív, hlýtur tilnefningu fyrir bókina Olíu. Ef ekki væri fyrir Jakob Ómarsson þá myndu konur einoka flokk barna- og ungmennabóka og í flokki fræðibóka og rita almenns efnis er Snorri Baldursson eini karlinn. Þau tilnefndu á Kjarvalsstöðum auk Heiðars Inga Svanssonar formanns Fibut og Lilju D. Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra.Árni Sæberg Í flokki skáldverka eru hins vegar þrír karlar sem riðla myndinni. Glæpasagnahöfundurinn Arnaldur Indriðason, sem reyndar er ekki með glæpasögu að þessu sinni, hlýtur sína aðra tilnefningu fyrir Sigurverkið en hann hlaut tilnefningu fyrir Kleifarvatn árið 2004. Guðni Elísson prófessor hlýtur tilnefningu fyrsta sinni en í bók hans er rauður þráður fáfengileiki bókmenntaverðlauna. Þá er eftirtektarvert að þau Hallgrímur Helgason og Þórunn Jarla Valdimarsdóttir hljóta nú sína 6. tilnefningu hvort um sig. Hallgrímur hlaut verðlaunin 2001 og 2018 en Þórunn Jarla á það inni. Kát með tilnefninguna. En hér getur að líta hópinn sem fær tilnefningu í flokki skáldverka.vísir/sigurjón Að öðru leyti eru fastagestir í hópi tilnefndra ekki áberandi og ef til vill eru tilnefningarnar til marks um kynslóðaskipti í bókmenntum á Íslandi? Meðal tilnefndra nú er að finna yngsta höfund sem tilnefndur hefur verið í flokki fræðabóka, Kristjönu Vigdísi Ingvadóttur fyrir Þrautsegju og mikilvægi íslenskrar tungu, og er það hugsanlega til að styðja þá tilgátu. Hér fyrir neðan má sjá tilnefningarnar í heild sinni og með fylgja umsagnir dómnefnda sem einnig eru nefndar til sögunnar. Nú liggur það fyrir formönnum dómnefndanna þriggja ásamt Gísla Sigurðssyni, forsetaskipuðum formanni, að velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki. Skáldverk Arnaldur Indriðason Sigurverkið Útgefandi: Vaka Helgafell „Höfundur slær hér nýjan tón frá fyrri verkum með sögulegri skáldsögu þar sem persónur úr íslenskum og dönskum veruleika fyrri alda leiða söguna áfram. Harmræn örlagasaga, skrifuð af viðkvæmni og virðingu fyrir sögupersónunum, í fallegum og grípandi texta sem vekur samkennd og sterkar tilfinningar lesenda.“ Guðni Elísson Ljósgildran Útgefandi: Lesstofan „Marglaga og margslungið skáldverk sem er allt í senn, sársaukafullt tregaljóð, skúrkasaga, samtímasaga, ádeila á verðmætamat samfélagsins og karnivalísk afbygging þar sem furðuverur varpa ljósi á valdakerfi samtímans. Úthugsuð uppbygging sem er reglulega sprengd upp - þegar textinn flæðir yfir mörk alls þess sem hingað til hefur skilgreint skáldsögur. Tímamótaverk þar sem bókstaflega allt er undir.“ Hallgrímur Helgason Sextíu kíló af kjaftshöggum Útgefandi: JPV útgáfa „Styrkleikar höfundar mætast í glitrandi og kjarnyrtri veröld síldarplansins, þar sem fyrstu skref þjóðar úr torfkofunum speglast í þrá aðalsöguhetjunnar eftir betra lífi og sjálfstæði. Síldarvals þar sem húmor og harmur koma saman í miskunnarlausri framrás tímans. Líður alls ekki fyrir að vera sjálfstætt framhald verðlaunaverks, heldur stendur fullkomlega á eigin fótum.“ Kamilla Einarsdóttir Tilfinningar eru fyrir aumingja Útgefandi: Veröld „Leit hinnar femínísku andhetju að sjálfsmynd, í misvondum ástarsamböndum, ýmsum hlutverkum í vinahópnum, á botni bjórflösku og í þungarokkshljómsveit snemm miðaldra skólafélaga sem kunna ekki á hljóðfæri. Sterk samtímasaga þar sem ískaldri kaldhæðni og depurð er fléttað saman í hressilegum texta, sem er skrifaður af viðkvæmni og væntumþykju.“ Svikaskáld: Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir og Þórdís Helgadóttir Olía Útgefandi: Mál og menning „Hressandi frásögn af uppreisn sex kvenna gegn hefðbundnum kynhlutverkum. Grípandi ádeila á viðjar vanans og tilraunir til að brjótast undan hlekkjum hugarfars feðraveldisins. Verkið er óvenjulegt að því leytinu að hér taka sex höfundar sig saman um að segja eina sögu frá sjónarhóli sex kvenna sem tengjast þó innbyrðis með mismiklum hætti. Þrátt fyrir mismunandi stíla og ólíkar raddir höfunda verður úr sterk samfelld frásögn þar sem samtímamálefni eru til umfjöllunar.“ ... Dómnefnd skipuðu: Andri Yrkill Valsson, formaður dómnefndar, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir og Jón Svanur Jóhannsson. Fræðibækur og rit almenns efnis Guðrún Ása Grímsdóttir Sturlunga saga eða Íslendinga sagan mikla I-III Útgefandi: Hið íslenzka fornritafélag „Sturlunga er samtímaheimild um örlagaríka ófriðartíma í sögu Íslands (1117-1264). Skinnhandritin tvö frá 14. öld eru skert og því er til viðbótar stuðst við yngri eftirrit í nýrri útgáfu Sturlungu sem Guðrún Ása Grímsdóttir hefur séð um. Vandvirkni og fræðileg úttekt hennar gerir lesendum nútímans unnt að njóta hins forna rits í hvívetna. Sagnasafnið Sturlunga inniheldur m.a. einn fjársjóða 13. aldar sem er Íslendinga saga Sturlu Þórðarsonar. Fróðleg og spennandi lesning.“ Kristjana Vigdís Ingvadóttir Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu : Um notkun dönsku og erlend áhrif á íslensku Útgefandi: Sögufélag „Höfundur leitar svara við nokkrum spurningum, m.a. hversu víðtæk var notkun dönskunnar á 18. og 19. öld á Íslandi, hvar bar hana helst niður og hvers vegna ekki var skipt yfir í dönsku eins og rektor einn lagði til? Höfundur setur frumrannsókn sína í samhengi við fyrri rannsóknir fræðimanna á einstaklega skipulegan og ferskan hátt. Virðing Dana fyrir menningararfi Íslendinga kemur ef til vill einna helst á óvart. Í lok bókar spyrðir höfundur áhyggjum fyrri alda varðandi íslenskt mál saman við þær sem tilheyra deginum í dag. Hressandi lesning.“ Sigrún Helgadóttir Sigurður Þórarinsson : Mynd af manni I-II Útgefandi: Náttúruminjasafn Íslands „Allt við þetta mikla ritverk hrífur, efnistök við ritun sögu Sigurðar Þórarinssonar og sjálft bókverkið, sem er markvisst og fagurlega myndskreytt. Rannsóknir vítt og breitt um landið, eldgos, jöklar, jarðlög, náttúruvernd, söngtextar og önnur áhugamál vísindamannsins sindra á hverri blaðsíðu.“ Snorri Baldursson Vatnajökulsþjóðgarður: Gersemi á heimsvísu Útgefandi: JPV útgáfa „Lesandinn verður margs fróðari um jökla- og jarðfræði, lífríki og mikilfenglegar náttúruminjar svæðisins og verndun þess. Megintexti, kort, skýringarmyndir og ljósmyndir gefa margbreytilega mynd af viðfangsefninu. Höfundur leiðir lesandann í gegnum sérstöðu Vatnajökulsþjóðgarðs á skýran og fróðlegan hátt með fallegu myndefni. Hrífandi falleg bók.“ Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Bærinn brennur : Síðasta aftakan á Íslandi Útgefandi: JPV útgáfa „Leiftrandi nærgætin frásögn upp úr bestu heimildum varpar nýju ljósi á aðdraganda og eftirmál hryllilegra atburða er gerðust í byrjun 19. aldar. „Mörg er angistin í nærmynd þessarar sögu“ lýsir vel upplifun við lestur bókarinnar. Lesandinn fær að fylgja höfundi um heimildir og finnur sig fljótt uggandi við túnfótinn.“ ... Dómnefnd skipuðu: Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, formaður dómnefndar, Katrín Ólöf Einarsdóttir og Ingi Bogi Bogason. Barna- og ungmennabækur Arndís Þórarinsdóttir Bál tímans : Örlagasaga Möðruvallabókar í sjö hundruð ár Útgefandi: Mál og menning „Óvæntur sögumaður tekur lesanda með í fróðlegt ferðalag. Myndir gæða bókina miklu lífi og auka lestraránægjuna. Bókin segir frá helsta fjársjóði íslenskra bókmennta á nýstárlegan hátt og kynnir handritin fyrir ungum lesendum.“ Guðlaug Jónsdóttir og Hlíf Una Bárudóttir myndhöfundur Í huganum heim Útgefandi: Guðlaug Jónsdóttir og Karl K. Ásgeirsson „Hugljúf, raunsæ og hversdagsleg frásögn af sveitalífi fyrri tíma. Gullfallegar myndir prýða frumraun höfundar og gera söguna ljóslifandi þannig að nánast megi bragða á matnum eða ganga inn í herbergi og leika sér.“ Jakob Ómarsson Ferðalagið : styrkleikabók Útgefandi: Af öllu hjarta „Bókin er skemmtileg lesning og hvetur til aukins tilfinningaþroska. Aukaefni fylgir bókinni sem útskýrir efni hennar og nýtist við lesturinn. Framsetning bókarinnar gerir hana að einstakri frumraun.“ Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir myndhöfundur Reykjavík barnanna Útgefandi: Iðunn „Bókin fetar troðnar slóðir, sögusviðið er stórt og mikið og spannar fjölda ára. Fallegar myndskreytingar gera bókina aðgengilega lesendum á öllum aldri svo úr verður fræðandi og skemmtileg heimild um höfuðborgina okkar.“ Þórunn Rakel Gylfadóttir Akam, ég og Annika Útgefandi: Angústúra „Bókin er margræð þroskasaga um margbreytileika mannlífsins og erfiðleika sem fylgja því að vaxa úr grasi. Bókin kemur inn á mörg samfélagsleg málefni og vekur lesendur til umhugsunar um hvort við viljum grípa til aðgerða eða vera hlutlaus áhorfandi. Frábær frumraun höfundar sem verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni.“ ... Dómnefnd skipuðu: Ragna Gestsdóttir, formaður dómnefndar, Stefán Rafn Stefánsson og Vignir Árnason Bókmenntir Bókaútgáfa Íslensku bókmenntaverðlaunin Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Tilnefningarnar voru kynntar á Kjarvalsstöðum nú rétt í þessu en sjálf verðlaunin verða afhent um mánaðamótin janúar-febrúar á nýju ári af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, en verðlaunin eru ein milljón fyrir hvert það verk. Það er Félag íslenskra bókaútgefenda sem stendur að verðlaununum. Athyglisvert er að rýna í tilnefningarnar, sem sjá má í heild sinni hér neðar. Ef litið er til kynjaskiptingar, sem hefur verið hefur alpha og omega fréttaflutnings á Íslandi undanfarin ár, kemur á daginn að einungis fimm karlar en sautján konur eru nú tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þar munar um að Svikaskáld, sex kvenna ljóðakollektív, hlýtur tilnefningu fyrir bókina Olíu. Ef ekki væri fyrir Jakob Ómarsson þá myndu konur einoka flokk barna- og ungmennabóka og í flokki fræðibóka og rita almenns efnis er Snorri Baldursson eini karlinn. Þau tilnefndu á Kjarvalsstöðum auk Heiðars Inga Svanssonar formanns Fibut og Lilju D. Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra.Árni Sæberg Í flokki skáldverka eru hins vegar þrír karlar sem riðla myndinni. Glæpasagnahöfundurinn Arnaldur Indriðason, sem reyndar er ekki með glæpasögu að þessu sinni, hlýtur sína aðra tilnefningu fyrir Sigurverkið en hann hlaut tilnefningu fyrir Kleifarvatn árið 2004. Guðni Elísson prófessor hlýtur tilnefningu fyrsta sinni en í bók hans er rauður þráður fáfengileiki bókmenntaverðlauna. Þá er eftirtektarvert að þau Hallgrímur Helgason og Þórunn Jarla Valdimarsdóttir hljóta nú sína 6. tilnefningu hvort um sig. Hallgrímur hlaut verðlaunin 2001 og 2018 en Þórunn Jarla á það inni. Kát með tilnefninguna. En hér getur að líta hópinn sem fær tilnefningu í flokki skáldverka.vísir/sigurjón Að öðru leyti eru fastagestir í hópi tilnefndra ekki áberandi og ef til vill eru tilnefningarnar til marks um kynslóðaskipti í bókmenntum á Íslandi? Meðal tilnefndra nú er að finna yngsta höfund sem tilnefndur hefur verið í flokki fræðabóka, Kristjönu Vigdísi Ingvadóttur fyrir Þrautsegju og mikilvægi íslenskrar tungu, og er það hugsanlega til að styðja þá tilgátu. Hér fyrir neðan má sjá tilnefningarnar í heild sinni og með fylgja umsagnir dómnefnda sem einnig eru nefndar til sögunnar. Nú liggur það fyrir formönnum dómnefndanna þriggja ásamt Gísla Sigurðssyni, forsetaskipuðum formanni, að velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki. Skáldverk Arnaldur Indriðason Sigurverkið Útgefandi: Vaka Helgafell „Höfundur slær hér nýjan tón frá fyrri verkum með sögulegri skáldsögu þar sem persónur úr íslenskum og dönskum veruleika fyrri alda leiða söguna áfram. Harmræn örlagasaga, skrifuð af viðkvæmni og virðingu fyrir sögupersónunum, í fallegum og grípandi texta sem vekur samkennd og sterkar tilfinningar lesenda.“ Guðni Elísson Ljósgildran Útgefandi: Lesstofan „Marglaga og margslungið skáldverk sem er allt í senn, sársaukafullt tregaljóð, skúrkasaga, samtímasaga, ádeila á verðmætamat samfélagsins og karnivalísk afbygging þar sem furðuverur varpa ljósi á valdakerfi samtímans. Úthugsuð uppbygging sem er reglulega sprengd upp - þegar textinn flæðir yfir mörk alls þess sem hingað til hefur skilgreint skáldsögur. Tímamótaverk þar sem bókstaflega allt er undir.“ Hallgrímur Helgason Sextíu kíló af kjaftshöggum Útgefandi: JPV útgáfa „Styrkleikar höfundar mætast í glitrandi og kjarnyrtri veröld síldarplansins, þar sem fyrstu skref þjóðar úr torfkofunum speglast í þrá aðalsöguhetjunnar eftir betra lífi og sjálfstæði. Síldarvals þar sem húmor og harmur koma saman í miskunnarlausri framrás tímans. Líður alls ekki fyrir að vera sjálfstætt framhald verðlaunaverks, heldur stendur fullkomlega á eigin fótum.“ Kamilla Einarsdóttir Tilfinningar eru fyrir aumingja Útgefandi: Veröld „Leit hinnar femínísku andhetju að sjálfsmynd, í misvondum ástarsamböndum, ýmsum hlutverkum í vinahópnum, á botni bjórflösku og í þungarokkshljómsveit snemm miðaldra skólafélaga sem kunna ekki á hljóðfæri. Sterk samtímasaga þar sem ískaldri kaldhæðni og depurð er fléttað saman í hressilegum texta, sem er skrifaður af viðkvæmni og væntumþykju.“ Svikaskáld: Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir og Þórdís Helgadóttir Olía Útgefandi: Mál og menning „Hressandi frásögn af uppreisn sex kvenna gegn hefðbundnum kynhlutverkum. Grípandi ádeila á viðjar vanans og tilraunir til að brjótast undan hlekkjum hugarfars feðraveldisins. Verkið er óvenjulegt að því leytinu að hér taka sex höfundar sig saman um að segja eina sögu frá sjónarhóli sex kvenna sem tengjast þó innbyrðis með mismiklum hætti. Þrátt fyrir mismunandi stíla og ólíkar raddir höfunda verður úr sterk samfelld frásögn þar sem samtímamálefni eru til umfjöllunar.“ ... Dómnefnd skipuðu: Andri Yrkill Valsson, formaður dómnefndar, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir og Jón Svanur Jóhannsson. Fræðibækur og rit almenns efnis Guðrún Ása Grímsdóttir Sturlunga saga eða Íslendinga sagan mikla I-III Útgefandi: Hið íslenzka fornritafélag „Sturlunga er samtímaheimild um örlagaríka ófriðartíma í sögu Íslands (1117-1264). Skinnhandritin tvö frá 14. öld eru skert og því er til viðbótar stuðst við yngri eftirrit í nýrri útgáfu Sturlungu sem Guðrún Ása Grímsdóttir hefur séð um. Vandvirkni og fræðileg úttekt hennar gerir lesendum nútímans unnt að njóta hins forna rits í hvívetna. Sagnasafnið Sturlunga inniheldur m.a. einn fjársjóða 13. aldar sem er Íslendinga saga Sturlu Þórðarsonar. Fróðleg og spennandi lesning.“ Kristjana Vigdís Ingvadóttir Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu : Um notkun dönsku og erlend áhrif á íslensku Útgefandi: Sögufélag „Höfundur leitar svara við nokkrum spurningum, m.a. hversu víðtæk var notkun dönskunnar á 18. og 19. öld á Íslandi, hvar bar hana helst niður og hvers vegna ekki var skipt yfir í dönsku eins og rektor einn lagði til? Höfundur setur frumrannsókn sína í samhengi við fyrri rannsóknir fræðimanna á einstaklega skipulegan og ferskan hátt. Virðing Dana fyrir menningararfi Íslendinga kemur ef til vill einna helst á óvart. Í lok bókar spyrðir höfundur áhyggjum fyrri alda varðandi íslenskt mál saman við þær sem tilheyra deginum í dag. Hressandi lesning.“ Sigrún Helgadóttir Sigurður Þórarinsson : Mynd af manni I-II Útgefandi: Náttúruminjasafn Íslands „Allt við þetta mikla ritverk hrífur, efnistök við ritun sögu Sigurðar Þórarinssonar og sjálft bókverkið, sem er markvisst og fagurlega myndskreytt. Rannsóknir vítt og breitt um landið, eldgos, jöklar, jarðlög, náttúruvernd, söngtextar og önnur áhugamál vísindamannsins sindra á hverri blaðsíðu.“ Snorri Baldursson Vatnajökulsþjóðgarður: Gersemi á heimsvísu Útgefandi: JPV útgáfa „Lesandinn verður margs fróðari um jökla- og jarðfræði, lífríki og mikilfenglegar náttúruminjar svæðisins og verndun þess. Megintexti, kort, skýringarmyndir og ljósmyndir gefa margbreytilega mynd af viðfangsefninu. Höfundur leiðir lesandann í gegnum sérstöðu Vatnajökulsþjóðgarðs á skýran og fróðlegan hátt með fallegu myndefni. Hrífandi falleg bók.“ Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Bærinn brennur : Síðasta aftakan á Íslandi Útgefandi: JPV útgáfa „Leiftrandi nærgætin frásögn upp úr bestu heimildum varpar nýju ljósi á aðdraganda og eftirmál hryllilegra atburða er gerðust í byrjun 19. aldar. „Mörg er angistin í nærmynd þessarar sögu“ lýsir vel upplifun við lestur bókarinnar. Lesandinn fær að fylgja höfundi um heimildir og finnur sig fljótt uggandi við túnfótinn.“ ... Dómnefnd skipuðu: Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, formaður dómnefndar, Katrín Ólöf Einarsdóttir og Ingi Bogi Bogason. Barna- og ungmennabækur Arndís Þórarinsdóttir Bál tímans : Örlagasaga Möðruvallabókar í sjö hundruð ár Útgefandi: Mál og menning „Óvæntur sögumaður tekur lesanda með í fróðlegt ferðalag. Myndir gæða bókina miklu lífi og auka lestraránægjuna. Bókin segir frá helsta fjársjóði íslenskra bókmennta á nýstárlegan hátt og kynnir handritin fyrir ungum lesendum.“ Guðlaug Jónsdóttir og Hlíf Una Bárudóttir myndhöfundur Í huganum heim Útgefandi: Guðlaug Jónsdóttir og Karl K. Ásgeirsson „Hugljúf, raunsæ og hversdagsleg frásögn af sveitalífi fyrri tíma. Gullfallegar myndir prýða frumraun höfundar og gera söguna ljóslifandi þannig að nánast megi bragða á matnum eða ganga inn í herbergi og leika sér.“ Jakob Ómarsson Ferðalagið : styrkleikabók Útgefandi: Af öllu hjarta „Bókin er skemmtileg lesning og hvetur til aukins tilfinningaþroska. Aukaefni fylgir bókinni sem útskýrir efni hennar og nýtist við lesturinn. Framsetning bókarinnar gerir hana að einstakri frumraun.“ Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir myndhöfundur Reykjavík barnanna Útgefandi: Iðunn „Bókin fetar troðnar slóðir, sögusviðið er stórt og mikið og spannar fjölda ára. Fallegar myndskreytingar gera bókina aðgengilega lesendum á öllum aldri svo úr verður fræðandi og skemmtileg heimild um höfuðborgina okkar.“ Þórunn Rakel Gylfadóttir Akam, ég og Annika Útgefandi: Angústúra „Bókin er margræð þroskasaga um margbreytileika mannlífsins og erfiðleika sem fylgja því að vaxa úr grasi. Bókin kemur inn á mörg samfélagsleg málefni og vekur lesendur til umhugsunar um hvort við viljum grípa til aðgerða eða vera hlutlaus áhorfandi. Frábær frumraun höfundar sem verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni.“ ... Dómnefnd skipuðu: Ragna Gestsdóttir, formaður dómnefndar, Stefán Rafn Stefánsson og Vignir Árnason
Bókmenntir Bókaútgáfa Íslensku bókmenntaverðlaunin Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira