Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2021 18:32 Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi umhverfisráðherra var gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir að hafa friðað jörðina Dranga í Árneshreppi korteri fyrir lyklaskipti við Guðlaug Þór Þórðarson að ráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma. Þarna er um að ræða óbyggð víðerni á landi Dranga í Árneshreppi. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins sagði furðulegt að Guðmundur Ingi Guðbrandsson þáverandi umhverfisráðherra hefði friðað landið daginn fyrir lyklaskipti á ráðuneytum. Þessi friðun gæti haft áhrif á byggingu Hvalárvirkjunar sem væri í nýtingarflokki rammaáætlunar um virkjun og nýtingu landsvæða. Um þetta spunnust síðan miklar umræður sem og um fjárútlát einstakra ráðherra í aðdraganda kosninganna. „Að einn hæst virtur ráðherra skuli hafa afgreitt þetta án nokkurs samráðs við þingið, án nokkurs samráðs við arftaka sinn. Sem kemur greinilega af fjöllum en þó ekki fjöllum Vestfjarða. Og gera þetta rétt áður en hann færir sig í annað ráðuneyti,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar tók undir með Sigmundi Davíð. „Þetta eru ótrúlega undarleg vinnubrögð. Þau eru auðvitað síðasti hlekkurinn í atburðarás sem hófst síðasta vor. Þegar ráðherrarnir fóru ríðandi um héruð til að borga og friðlýsa og kaupa sér velvild kjósenda í landinu,“ sagði Logi. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar spurði hvort vænta mætti þess að ágreiningur milli stjórnarflokkanna yrði afgreiddur með þessum hætti þeirra á milli og án aðkomu þingsins. „Þetta er mikilvægara en svo að það sé hægt að útkljá það í sandkassa,“ sagði Hanna Katrín. Fjármálaráðherra segir Alþingi en ekki ráðherra hafa fjárveitingarvaldið Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra blandaði sér í umræðuna. „Það er enginn skortur á tækifærum fyrir Alþingi til að veita stjórnarráðinu aðhald. Einstökum ráðherrum, ríkisstjórninni í nefndum, hér í þingsal,“ sagði fjármálaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson situr á Alþingi fyrir Viðreisn.Vísir/Vilhelm „Hins vegar er því haldið fram að ráðherrar hafi hér frjálsar hendur um að dreifa peningum um samfélagið eins og einn háttvirtur þingmaður nefndi hér áðan. Auðvitað algerlega skautað framhjá því að það er Alþingi sem fer með fjárveitingarvaldið,“ sagði Bjarni og fullyrti að ráðherrar færu algerlega eftir fjárheimildum Alþingis. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar sagði Alþingi hins vegar hafa verið haldið frá hlutverki sínu. „Þingi var slitið 13. júní. Það kom aftur saman í desembermánuði. Þingið hefur verið í engri stöðu til að veita ríkisstjórninni aðhald. Einfaldlega vegna þess að það var búið þannig um hnútana að þingið var ekki að störfum,“ sagði Þorbjörg. Móta þarf aðgerðir fyrir þá sem enn sæta samkomutakmörkunum Fjármálaráðherra stóð hins vegar í fleiru á Alþngi því fyrsta umræða um tekjufrumvörp og skatta og gjaldafrumvörp næsta árs hófst á Alþingi í dag. Þar sýnist mörgum að gera megi betur en Bjarni segir ríkisstjórnina leggja sitt að mörkum með því að hækka ekki króntöluskatta eins og tóbaks og bensíngjöld umfram 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlbankans. „Jafnvel þótt verðbólgan á þessu ári og næsta sé þar yfir. Þannig að þessi gjöld eru að rýrna að raungildi. En þau hækka um tvö og hálft prósent,“ segir fjármálaráðherra. Hver er stefna ríkisstjórnarinnar með þessum tekjufrumvörpum á þessum tímapunkti þegar útgjöld ríkissjóðs hafa auðvitað hafa verið gífurleg á undanförnum tveimur árum vegna faraldursins? „Stefnan sem við höfum verið að reka er að segja að rétta viðbragðið við því að hérna tapast tuttugu þúsund störf er að bíða og styðja. Vera með ívilnanir. Sætta sig við að tekjur ríkissjóðs falla tímabundið og trúa því að með því að fara ekki í skattahækkanir og vera ekki í niðurskurði og bæta frekar í fjárfestingu muni þessi tími klára siglíða hjá og störfin verða til. Þetta er að gerast núna,“ segir Bjarni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra blandaði sér í umræðuna.Vísir/Vilhelm Ýmsar vinnumarkaðsaðgerðir renni bráttút enda uppfylli margir ekki skilyrði þeirra vegna minna atvinnuleysis. Hins vegar verði að grípa til úrræða fyir þá sem verði enn að hafa lokað eða eru með mjög skertan opnunartíma. „Það höfum við gert í gegnum allan þennan faraldur og við þurfum að ljúka við smíði slíkra úrræða í samræmi við ástandið núna og þessar nýjustu ákvarðanir um samkomutakmarkanir,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Umhverfismál Árneshreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Deilur um Hvalárvirkjun Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Þarna er um að ræða óbyggð víðerni á landi Dranga í Árneshreppi. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins sagði furðulegt að Guðmundur Ingi Guðbrandsson þáverandi umhverfisráðherra hefði friðað landið daginn fyrir lyklaskipti á ráðuneytum. Þessi friðun gæti haft áhrif á byggingu Hvalárvirkjunar sem væri í nýtingarflokki rammaáætlunar um virkjun og nýtingu landsvæða. Um þetta spunnust síðan miklar umræður sem og um fjárútlát einstakra ráðherra í aðdraganda kosninganna. „Að einn hæst virtur ráðherra skuli hafa afgreitt þetta án nokkurs samráðs við þingið, án nokkurs samráðs við arftaka sinn. Sem kemur greinilega af fjöllum en þó ekki fjöllum Vestfjarða. Og gera þetta rétt áður en hann færir sig í annað ráðuneyti,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar tók undir með Sigmundi Davíð. „Þetta eru ótrúlega undarleg vinnubrögð. Þau eru auðvitað síðasti hlekkurinn í atburðarás sem hófst síðasta vor. Þegar ráðherrarnir fóru ríðandi um héruð til að borga og friðlýsa og kaupa sér velvild kjósenda í landinu,“ sagði Logi. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar spurði hvort vænta mætti þess að ágreiningur milli stjórnarflokkanna yrði afgreiddur með þessum hætti þeirra á milli og án aðkomu þingsins. „Þetta er mikilvægara en svo að það sé hægt að útkljá það í sandkassa,“ sagði Hanna Katrín. Fjármálaráðherra segir Alþingi en ekki ráðherra hafa fjárveitingarvaldið Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra blandaði sér í umræðuna. „Það er enginn skortur á tækifærum fyrir Alþingi til að veita stjórnarráðinu aðhald. Einstökum ráðherrum, ríkisstjórninni í nefndum, hér í þingsal,“ sagði fjármálaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson situr á Alþingi fyrir Viðreisn.Vísir/Vilhelm „Hins vegar er því haldið fram að ráðherrar hafi hér frjálsar hendur um að dreifa peningum um samfélagið eins og einn háttvirtur þingmaður nefndi hér áðan. Auðvitað algerlega skautað framhjá því að það er Alþingi sem fer með fjárveitingarvaldið,“ sagði Bjarni og fullyrti að ráðherrar færu algerlega eftir fjárheimildum Alþingis. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar sagði Alþingi hins vegar hafa verið haldið frá hlutverki sínu. „Þingi var slitið 13. júní. Það kom aftur saman í desembermánuði. Þingið hefur verið í engri stöðu til að veita ríkisstjórninni aðhald. Einfaldlega vegna þess að það var búið þannig um hnútana að þingið var ekki að störfum,“ sagði Þorbjörg. Móta þarf aðgerðir fyrir þá sem enn sæta samkomutakmörkunum Fjármálaráðherra stóð hins vegar í fleiru á Alþngi því fyrsta umræða um tekjufrumvörp og skatta og gjaldafrumvörp næsta árs hófst á Alþingi í dag. Þar sýnist mörgum að gera megi betur en Bjarni segir ríkisstjórnina leggja sitt að mörkum með því að hækka ekki króntöluskatta eins og tóbaks og bensíngjöld umfram 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlbankans. „Jafnvel þótt verðbólgan á þessu ári og næsta sé þar yfir. Þannig að þessi gjöld eru að rýrna að raungildi. En þau hækka um tvö og hálft prósent,“ segir fjármálaráðherra. Hver er stefna ríkisstjórnarinnar með þessum tekjufrumvörpum á þessum tímapunkti þegar útgjöld ríkissjóðs hafa auðvitað hafa verið gífurleg á undanförnum tveimur árum vegna faraldursins? „Stefnan sem við höfum verið að reka er að segja að rétta viðbragðið við því að hérna tapast tuttugu þúsund störf er að bíða og styðja. Vera með ívilnanir. Sætta sig við að tekjur ríkissjóðs falla tímabundið og trúa því að með því að fara ekki í skattahækkanir og vera ekki í niðurskurði og bæta frekar í fjárfestingu muni þessi tími klára siglíða hjá og störfin verða til. Þetta er að gerast núna,“ segir Bjarni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra blandaði sér í umræðuna.Vísir/Vilhelm Ýmsar vinnumarkaðsaðgerðir renni bráttút enda uppfylli margir ekki skilyrði þeirra vegna minna atvinnuleysis. Hins vegar verði að grípa til úrræða fyir þá sem verði enn að hafa lokað eða eru með mjög skertan opnunartíma. „Það höfum við gert í gegnum allan þennan faraldur og við þurfum að ljúka við smíði slíkra úrræða í samræmi við ástandið núna og þessar nýjustu ákvarðanir um samkomutakmarkanir,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Umhverfismál Árneshreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Deilur um Hvalárvirkjun Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira